Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Veikindi hjá börnum

Kaflar
Útgáfudagur

Lasið barn þarf á meira næði að halda en venjulega og þarfnast meiri umönnunar. Geti barn ekki tekið þátt í leik og starfi úti að mati foreldra er ráðlagt að barn sé heima.

Hiti

Barn með hækkaðan líkamshita, það er yfir 38°C hita, sem hefur verki og slen á ekki að vistast hjá dagforeldri eða í skóla. Ástæðan er fyrst og fremst viðleitni til að draga úr vanlíðan barnsins sem fær meiri umönnun heima og sleppur við áreiti og álag sem fylgir því að vera í skóla eða hjá dagforeldri.

Þess ber að geta að mikil áreynsla getur orðið til þess að ungt barn fær hita yfir 38° („áreynsluhiti“) með sleni. Það ætti að hressast af stuttri hvíld og með því að drekka vel.

Ef barn fær hita er ráðlagt að vera heima þar til barn hefur verið hitalaust í sólarhring. 

Frekari upplýsingar um hita hjá börnum og hitalækkandi lyfjagjöf má finna hér

Smit

Barn smitar mest þegar það er að veikjast og næstu 3-7 sólarhringa þar á eftir. Barn skal dvelja heima þar til það er orðið hitalaust og líður vel. Þegar barn kemur aftur í skóla eða til dagforeldris er reglan sú að það á að geta tekið þátt í starfi hvort sem er úti eða inni.

Sjaldnast er ástæða til að halda barni frá leikskóla vegna smithættu gagnvart öðrum börnum. Það er nánast ómögulegt að koma í veg fyrir smit sem er oftast útbreitt í samfélaginu og sum hinna frísku barna bera sýkilinn á milli. Að einangra barn frá öðrum börnum er því oftast óþarft.

Lyfjagjafir

Lyfjagjafir ættu í flestum tilfellum að vera óþarfar í skóla eða hjá dagforeldri. Þegar lyf er gefið þrisvar á dag má gefa miðskammtinn þegar heim er komið, jafnvel þótt meira en 8 tímar eru frá morgunskammtinum.

Undantekningar á þessu geta þó verið lyf sem notuð eru við krömpum, sykursýki, astma, ofnæmi og hugsanlega lyf við ofvirkni. Í slíkum tilfellum er þó ráðlagt að fá skrifleg ummæli eða leiðbeiningar frá lækni sem meðhöndlaði barnið og foreldrum/forráðamönnum þess.

Helstu pestir og smit

Augnsýking

Tími frá smiti til einkenna:

  • 1-3 dagar.
  • Yfirleitt tengt kvefi

Smithætta:

Smithætta fer eftir tegund sýkils og eru veirur langalgengastar. Meðferð jafnan sú sama óháð sýkli:

  • Hitabakstur og þrífa gröft
  • Nefdropar geta hjálpað
  • Sjaldan þarf sýklalyf

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Að því gefnu að barninu líði almennt vel og augneinkenni ekki hamlandi, er ekki ástæða að takmarka vistun sérstaklega vegna þessa.

Frekari upplýsingar um augnbólgu.

Eyrnabólga

Tími frá smiti til einkenna:

Oftast fylgikvilli öndunarfærasýkingar

Smithætta:

Staðbundin miðeyrnabólga er ekki smitandi

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Barnið er hitalaust og líður vel
  • Leki úr eyra án þess að barn sér með rör í eyra er ráðlagt að leita til læknis

Frekari upplýsingar um eyrnabólgu

Fimmta veikin

Tími frá smiti til einkenna:

  • 1-2 vikur
  • Smithætta er nokkrum dögum áður en útbrot koma fram

Smithætta:

Nokkrum dögum áður en útbrot birtast og þar til útbrot eru komin fram

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Barn hefur verið hitalaust í sólarhring og líður vel

Frekari upplýsingar um fimmtu veikina.

Flökkuvörtur

Hverfa yfirleitt af sjálfu sér, en á löngum tíma (hálfu til tveimur árum)

Tími frá smiti til einkenna:

1-6 vikur

Smithætta:

Frá því að vörtur birtast þar til vörtur hverfa

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Engin takmörk

Frekari upplýsingar um vörtur.

Frunsa

Tími frá smiti til einkenna:

2-12 dagar

Smithætta:

Frá því að blöðrur myndast þar til blöðrur eru þornaðar

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Ef barni líður almennt vel og einkenni eru ekki hamlandi, er ekki ástæða að takmarka vistun sérstaklega vegna þessa

Frekari upplýsingar um frunsu

Hand-, fót- og munnsjúkdómur

Litlar blöðrur á höndum, fótum og/eða í munni

Tími frá smiti til einkenna:

3-8 dagar

Smithætta:

Smithætta er allt frá nokkrum dögum áður en einkenni koma fram, þangað til að útbrot eru horfin

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Barn hefur verið hitalaust í sólarhring og líður vel
  • Útbrot í rénun

Frekari upplýsingar um hand- fót- og munnsjúkdóm.

Hlaupabóla

Tími frá smiti til einkenna:

2-3 vikur

Smithætta:

Nokkrum dögum áður en útbrot birtast þar til bólur eru þornaðar

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Bólur orðnar þurrar og engar nýjar að myndast 

Frekari upplýsingar um hlaupabólu

Inflúensa

Tími frá smiti til einkenna:

1-5 dagar

Smithætta:

Daginn áður en einkenni byrja þar til einkenni eru farin

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Barn hefur verið hitalaust í sólarhring og líður vel

Frekari upplýsingar um inflúensu.

Kossageit

Tími frá smiti til einkenna:

1-3 dagar 

Smithætta:

Frá því sárin byrja að vessa þar til sárin eru orðin þur

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Þegar sárin eru gróin og skorpurnar detta af
  • Sápuþvottur er yfirleitt næg meðferð

Frekari upplýsingar um kossageit. 

Kórónuveira - Covid-19

Meðgöngutími sjúkdóms:

2-14 dagar en algengast er 4-5 dagar

Smithætta:

Smithætta er frá því að barnið er útsett fyrir smiti þar til nokkrum dögum eftir að einkenni sjúkdómsins eru horfin.

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar að barnið einkennalaust og líður vel.

Hér er nánari umfjöllun um covid-19.

Kvefveirupestir

Tími frá smiti til einkenna:

1-7 dagar

Smithætta:

Sólarhring áður en einkenni byrja þar til einkenni eru farin

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Barnið hefur verið hitalaust í sólarhring og líður vel

Frekari upplýsingar um kvef. 

Lús

Tími frá smiti til einkenna:

  • 2-8 vikur

Smithætta:

  • Frá því að egg klegjast þar til meðferð hefst

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Þegar meðferð er hafin. Mikilvægt er að kemba oft og reglulega.
  • Frekari upplýsingar um höfuðlús.
Magapest

Tími frá smiti til einkenna:

Fáeinir dagar

Smithætta:

Frá því uppköst eða niðurgangur byrja þar til tveimur sólarhringum eftir að einkenni hætta

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Veirur geta borist á milli í rúmlega sólarhring eftir að barn er orðið einkennalaust. Mikilvægt að gæta vel að handþvotti.

Frekari upplýsingar um uppköst og niðurgang.

Mislingabróðir

Hár hiti í 3-5 daga sem hverfur snögglega og þá birtast útbrot.

Tími frá smiti til einkenna:

  • 1-2 vikur

Smithætta:

  • Óþekkt

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Barnið er hitalaust og líður vel.

Frekari upplýsingar um mislingabróður.

Niðurgangur og/eða uppköst

Meðgöngutími sjúkdóms:

Mismunandi eftir sýkingum oftast 1-5 dagar

Smithætta:

Börn eru smitandi frá upphafi einkenna þar til niðurgangur eða uppköst eru hætt.

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel og uppköst og niðurgangur hafa hætt. 

Hér er nánari umfjöllun um niðurgang hjá börnum og ógleði og uppköst.

Njálgur

Ormar sjást oftast snemma nætur.

Tími frá smiti til einkenna:

  • 2-6 vikur

Smithætta:

  • 2 vikum eftir smit þar til meðferð hefst.

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Daginn eftir að meðferð hefst
  • Öll fjölskyldan fær meðferð og aftur 2 vikum síðar

Frekari upplýsingar um njálg.

Nóróveira

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-2 dagar

Smithætta:

Smithætta er frá því að einkenni koma fram og þar til tveimur sólarhringum eftir að niðurgangi og uppköstum líkur.

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Tveimur sólarhringum eftir að niðurgangur og uppköst hætta og barnið er hitalaust og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun um noróveirusýkingar.

Streptókokkahálsbólga

Tími frá smiti til einkenna:

  • 2-4 dagar

Smithætta:

  • Frá smiti þar til einkenni hverfa

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Barnið er einkennalaust og líður vel
  • Gæta vel að handþvotti
  • Gengur að jafnaði yfir á u.þ.b. viku eða tveim eftir að sýklalyf hafa verið tekin inn 

Frekari upplýsingar um hálsbólgu.

Sveppasýking í húð

Tími frá smiti til einkenna:

  • Vikur

Smithætta:

  • Frá því að útbrot birtast og þar til einkenni eru horfin

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Ef barninu líður almennt vel og einkennin ekki hamlandi, er ekki ástæða til að takmarka vistun.
Vörtur

Tími frá smiti til einkenna:

  • Mánuðir

Smithætta:

  • Frá því að vörtur birtast og þar til þær hverfa

Hvenær má barn mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

  • Engin takmörk

Frekari upplýsingar um vörtur.

Upplýsingar um útbrot má finna hér