Fara á efnissvæði

Handþvottur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ein árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir sýkingar er handþvottur. Hendurnar eru allan daginn í snertingu við hluti sem geta borið smit og þó flestar örverur valdi ekki sjúkdómum leynast inn á milli örverur og sníkjudýr sem valda sýkingum. Þær er að finna á hurðarhúnum, innkaupakerrum, í hillum búðanna, á klósettum og hvar sem er í umhverfi okkar þar sem margir snerta. Best er að venja sig á að þvo hendur sínar alltaf við ákveðin tilefni.

Hvenær þarf að þvo hendurnar?

  • Eftir klósettferðir
  • Áður en hafist er handa við matreiðslu
  • Áður en við borðum
  • Þegar við komum heim
  • Eftir að hafa hnerrað eða hóstað í hendurnar
  • Eftir að hafa farið út með ruslið
  • Eftir bleiuskipti á ungbarni
  • Þegar hendurnar eru óhreinar
  • Eftir að hafa klappað ókunnum dýrum

Hvernig þvoum við hendurnar?

  • Skola hendur með volgu vatni til að fjarlægja sýnileg óhreinindi.
  • Fá sér smá sápu.
  • Nudda höndunum saman í um 20 sekúndur og muna að þvo vel svæðin milli fingra, við neglur, lófa og handarbak.
  • Skola hendurnar vel.
  • Þurrka vel, sérstaklega á milli fingra.

Hér eru leiðbeiningar með myndum af handþvotti.

Myndbands leiðbeiningar um handþvott.

Hvað smitast með höndum?

Fjölmargir sjúkdómar smitast með höndunum. Sem dæmi má nefna, kvef, inflúensu, lungnabólgu, njálg, ýmsar matarsýkingar, niðurgangur og aðrar sýkingar í meltingarfærum til dæmis nóróveirusýking.