Útbrot eru flekkir, litabreytingar og/eða misfellur sem birtast á húðinni sem er stærsta líffæri líkamans. Útbrot eru í flestum tilfellum saklaus en geta einnig valdið óþægindum eða verið merki um ákveðin einkenni eða sjúkdóma.
Helstu orsakir útbrota eru:
- Veirusýking
- Exem
- Hormónabreyting
- Ofnæmi
- Sveppasýking
- Bakteríusýking
Aðrar orsakir geta einnig verið sníkjudýr eða erting á húðsvæði
Hér að neðan eru nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir útbrota.
Útbrot og hiti
Hand-, fót- og munnsjúkdómur
Húðútbrot með blöðrum á höndum og fótum og/eða koki
- Hálssærindi
- Hiti
- Minnkuð matarlyst
- Sár í munni
- Húðútbrot með blöðrum sem eru mest áberandi á höndum og fótum og/eða koki
Þessi einkenni geta verið merki um hand-, fót- og munnsjúkdóm.
Fimmta veikin
Útbrot í kinnum og hár hiti
- Útbrot á annarri eða báðum kinnum
- Hár hiti
- Nefrennsli
- Hálssærindi
- Höfuðverkur
Þessi einkenni geta verið merki um fimmtu veikina.
Mislingabróðir
Ljósbleik útbrot á maga, brjósti og baki.
- Hár hiti
- Hálssærindi
- Eitlastækkanir á hálsi
- Minnkuð matarlyst
- Nefrennsli
- Útbrot án kláða
Þessi einkenni geta verið merki um mislingabróðir.
Mislingar
Útbrot sem byrja á höfði og hálsi sem dreifa sér síðan á aðra hluta líkamans.
- Hiti
- Hósti
- Höfuðverkur
- Nefrennsli
- Sviði í augum, roði og/eða vatnkennd augu
Þessi einkenni geta verið merki um mislinga.
Bólusetning gegn mislingum er hluti af barnabólusetningum.
Rauðir hundar
- Rauð eða brúnleit útbrot sem byrja oft um eyru eða í andliti og geta nánast orðið að einni skellu
- Vægur hiti
- Stækkaðir eitlar á hálsi
- Höfuðverkur
Þessi einkenni geta verið merki um rauða hunda.
Bólusetning gegn Rauðum hundum er hluti af barnabólusetningum.
Skarlatssótt
Útbrot eins og litlar bólur á líkamanum, húðin gróf viðkomu eins og sandpappír.
- Hiti
- Hálssærindi og bólgnir eitlar
- Útbrotin byrja oftast á bringu og kvið en dreifast síðan um líkamann
Þessi einkenni geta verið merki um skarlatssótt.
Ristill
Blöðrur, kláði, verkir og sviðatilfinning á því húðsvæði sem útbrot koma fram
- Húð verður viðkvæm fyrir snertingu
- Hiti, slappleiki og höfuðverkur áður en útbrot koma fram
- Blöðrur sem eru tærar í fyrstu en dökkna síðar og koma oftast á annarri hlið líkamans eins og belti
Þessi einkenni geta verið merki um ristil.
Til er bóluefni gegn ristli, en lyfið er ekki hluti af almennum bólusetningum.
Útbrot og kláði
Sveppasýking
Roði í húð og sviði
- Kláði
- Kemur oftast fram í húðfellingum, kynfærum, munni, nöglum og hársverði en getur komið fram á öðrum stöðum
- Hvít eða gulleit skán sem lítur út eins og þurr húð getur komið fram þegar húð er að gróa
Þessi einkenni geta verið merki um sveppasýkingu.
Hitaútbrot
Hitaútbrot
- Litlar, upphleyptar bólur sem klæjar í
- Roði í húð
- Væg bólga
Þessi einkenni geta verið merki um hitaútbrot.
Exem
Hreistrug og sprungin húð
- Hreistrug, þurr og sprungin húð sem klæjar í
- Yfirleitt í hnésbót, olnboga eða hálsi. Þó ekki eingöngu.
Þessi einkenni geta verið merki um exem.
Ofnæmi
Upphleyptar skellur sem klæjar í
- Upphleyptar skellur eða blettir sem klæjar í
Þetta getur verið merki um ofnæmisútbrot.
Ef bólga ef ofnæmisviðbrögð gera vart við sig í munni eða ef viðkomandi á erfitt með að anda skal hringja í 112
Hlaupabóla
Litlar bólur og blöðrur
- Litlar rauðar bólur sem breytast í vessafylltar blöðrur.
- Mikill kláði
Þessi einkenni geta verið merki um hlaupabólu.
Bólusetning gegn hlaupabólu er hluti af barnabólusetningum.
Kossageit
Blöðrur og sár sem klæjar í
- Litlar vessafylltar blöðrur sem rofna og við það myndast gulleitt eða brúnleitt hrúður
- Algengt er að útbrotin séu í andliti, á útlimum og húðsvæðum þar sem raki getur myndast svo sem í holhönd, hálsi og á bleiusvæði. Útbrotin geta þó myndast hvar sem er á húðinni.
Þessi einkenni geta verið merki um kossageit.
Kláðamaur
Litlir blettir sem klæjar mikið í
- Litlar rauðar bólur, blöðrur eða hnökrótt þykkildi.
- Útbrotin eru vanalega mest áberandi á innanverðum lærum, handarkrikum, kringum nafla, á rasskinnum og við kynfæri.
- Algengast er þó að finna þá á milli fingra, á úlnliðum og olnbogum. Einnig má greina þetta á ökklum, fótum, á kynfærum og á geirvörtum.
Þessi einkenni geta verið merki um kláðamaur.
Hringormur
Hringlaga útbrot sem klæjar í
- Þurrt, hringlaga útbrot sem klæjar í
- Útbrotið er rautt, bleikt, silfurlitað eða dekkra en húðin í kring
Þessi einkenni geta verið merki um hringorm.
Skordýrabit og -stungur
- Rauðir bólgnir hnúðar á húðinni
- Kláði
- Óþægindi
Þessi einkenni geta verið merki um skordýrabit og -stungur.
Útbrot án hita og kláða
Hormónabólur (acne)
Útbrot sem koma oftast fram á andliti, bringu og baki
- Útbrotin geta verið rauð, hvít eða svört á lit
- Felstir á hormónabólur en mismikið
- Sum útbrot eru full af greftri önnur ekki
- Kemur oftast fram á unglingaskeiði
Þessi einkenni geta verið merki um hormónaútbrot.
Frauðvörtur
Húðlitaðar eða bleikar vörtur
- Litlar, stífar, upphleyptar bólur eða nabbar.
- Ýmist í sama lit og húðin í kring, bleikar eða dekkri en húðin
Þessi einkenni geta verið merki um frauðvörtur.
Útbrot á kynfærum
- Sár á kynfærum
- Þroti typpi eða á skapabörmum
- Bólga á kynfærasvæði
Þessi einkenni geta verið merki um kynsjúkdóm.
Ungabörn og útbrot
Rauðir, gulir og hvítir blettir á ungabörnum
- Upphleyptir rauðir, gulir og hvítir blettir (e. Erythema toxicum) geta komið fram á ungabörnum. Kallað hormónabólur.
- Yfirleitt á andliti, búk, upphandleggjum og lærum.
- Útbrotin geta komið og farið en ættu að hverfa eftir nokkrar vikur án meðhöndlunar.
Litlar bólur í andliti ungabarns
- Mjög litlir blettir (e. Milia) myndast stundum á andliti ungabarna þegar þau eru nokkra daga gömul.
- Blettirnir virðast stundum hvítur eða gulir en það fer eftir húðlit barnsins.
- Blettirnir hverfa yfirleitt innan nokkra vikna og þurfa enga meðferð.
Rauðir flekkir á kynfærasvæði barns
- Roði og eymsli á kynfærasvæði barns sem gengur með bleyju er dæmi um bleyjuútbrot.
- Roði, eymsli og kláði á kynfærum getur einnig verið dæmi um sveppasýkingu á kynfærasvæði og þá getur einnig komið útferð frá kynfærum.
Frekari upplýsingar um útbrot hjá ungabörnum.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Ef útbrot eru að valda óþægindum skal leita til næstu heilsugæslu