Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Sýking í ennis- og kinnholum

Kaflar
Útgáfudagur

Sýking getur komið í ennis- og kinnholum vegna veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingar. Veirusýking er algengasti orsakavaldurinn og ástandið læknast vanalega án meðferðar á 2-3 vikum.

Nánar

Það eru fjögur pör af holum, einnig kallað skútar staðsettar í andlitinu. Þessar holur framleiða slím sem hreinsar og rakamettar loftið sem við öndum að okkur. Slímið berst í nef- og munnholið gegnum lítil op. Ef þessi op stíflast t.d. í kjölfar kvefs eða ofnæmis þá fyllast hólfin af vökva og úr verður hagstætt umhverfi fyrir bakteríur og veirur til að taka sér bólfestu.    

Einkenni

  • Andremma
  • Gult eða grænt slím úr nefi
  • Höfuðverkur
  • Hár hiti
  • Stífla í nefi
  • Skert lyktarskyn
  • Tannverkur
  • Verkur, bólga eða eymsli í kinnum, augum eða enni

Ungabörn geta einnig verið örg við að drekka ef nef er stíflað og þau leitast til að anda með munninum.

Orsakir

Algengasta orsökin er kvef, en einnig geta aðrar veirur, bakteríur eða sveppir orsakað sýkingu í ennis- og kinnholum. Ofnæmi veldur bólgum í slímhúð sem getur einnig leitt til sýkingar. Þeir sem eru með skert ónæmiskerfi eru líklegri en aðrir til að fá sveppasýkingu í holunum.

Meðferð

  • Í flestum tilfellum lagast bólgurnar af sjálfu sér á án meðferðar 10-14 dögum
  • Nefsprey sem inniheldur stera
  • Sýklalyf ef um bakteríusýkingu er að ræða

Hvað get ég gert?

  • Anda að heitri vatnsgufu
  • Drekka vatn (6-8 glös á dag)
  • Hvíld
  • Hækka undir höfðalagi á nóttu
  • Leggja heitt, rakt þvottastykki yfir andlit
  • Skola nefgöng með saltvatni eða nefsprey
  • Taka inn ofnæmislyf ef orsök er ofnæmi
  • Verkjalyf og bólgueyðandi lyf
  • Forðast reykingar

Ef um tíðar skútabólgur er að ræða getur verið ráð að skola reglulega nef með saltvatni. Hægt er að kaupa áhöld til þess í apóteki.

Hvenær skal leita aðstoðar?

  • Hár hiti 39°C eða hærri  
  • Litað slím úr nefi; gult eða grænt  
  • Tíðar skútabólgur sem verkjalyf og hvíld ná ekki að slá á  
  • Verkur yfir ennis- og kinnholum
  • Þrýstingsverkur í höfði sem fer ekki við verkjalyf, hvíld og næga vatnsinntöku 

Finna næstu heilsugæslu hér.