Fara á efnissvæði

Sárasótt

Kaflar
Útgáfudagur

Sárasótt (e. syphylis) er kynsjúkdómur af völdum bakteríunnar Treponema pallidum. 

Einkenni

Fyrstu einkenni sárasóttar eru sár á kynfærum, við endaþarm og/eða munn. Oftast eru sárin sársaukalaus og það getur komið fram aðeins eitt sár. Algengt er að einkenni komi fram allt að 3 vikum eftir að einstaklingur smitast.  

Önnur einkenni: 

  • Bólgnir eitlar  
  • Einkenni kvefs svo sem hár hiti, höfuðverkir og þreyta  
  • Hármissir á höfði, skeggsvæði eða augabrúnum  
  • Hvítar eða gráleitar vörtur á kynfærasvæði  
  • Hvítar skellur í munni  
  • Útbrot í lófum og iljum sem geta breytt úr sér um líkamann - valda yfirleitt ekki kláða 

Einkenni eru oftast mild og erfitt að koma auga á þau. Einkenni geta einnig verið breytileg og geta komið og farið yfir tímabil. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þrátt fyrir að einkenni hverfi, þýðir það ekki að sýkingin sé farin og hætta á að smita aðra er enn til staðar. 

Smitleið

  • Mengað kynlífstæki er deilt milli einstaklinga  
  • Mengaðar sprautunálar deilt á milli einstaklinga  
  • Snerting við blöðrur/sáru á kynfærum eða í munni  
  • Óvarið kynlíf hvort sem það eru kynmök, endaþarmsmök eða munnmök

Smokkurinn verndar einungis þann hluta kynfæranna sem hann hylur, en er eina vörnin. Slímhúð og húð sem ekki er hulin getur sýkst.

Ómeðhöndluð sárasótt á meðgöngu getur valdið fósturskaða og/eða fósturláti 

Greining

  • Greining er gerð með blóðprufu 
  • Möguleiki er á skoðun á kynfærum

Í kjölfar greiningar er framkvæmd smitrakning. Í öllum tilvikum er þó skylt að gefa upplýsingar um bólfélaga. Þannig er reynt að draga úr frekari útbreiðslu sjúkdómsins. 

Meðferð

Sýklalyfjagjöf 

Bíða skal með kynmök þar til meðferð er lokið og búið er að staðfesta með blóðprufu að meðferðin hafi virkað. 

Fylgikvillar

Ef fullnægjandi meðferð er ekki gefin á fyrstu stigum sjúkdómsins getur bakterían valdið ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni á borð við hjarta- heila- og taugasjúkdóma. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til næstu heilsugæslu, til sérfræðilæknis eða á göngudeild kynsjúkdóma Landspítalans í síma 543-6050 milli kl 08:15-15:00 eða á smáforriti Landspítalans ef óskað er eftir að skima fyrir kynsjúkdómum og ef:

  • Sár eru á kynfærum, við endaþarm og/eða munn
  • Grunur er á smiti eftir kynmök
  • Tilkynning kemur frá lækni eða bólfélaga um smit

Finna næstu heilsugæslu hér.