Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hiti hjá fullorðnum

Kaflar
Útgáfudagur

Mismunandi er á milli fólks hver þeirra venjulegi líkamshiti er en miðað er við 37°C. Líkamshiti breytist yfir sólarhringinn og er til dæmis oft örlítið hærri á kvöldin. Almennt er talað um hita hjá fullorðnum þegar hiti hefur náð 38°C eða hærra.  

Einkenni

  • Heit húð
  • Kuldahrollur 
  • Roði í húð 
  • Svitna mikið eða kaldsvitna
  • Orkuleysi
  • Þreyta

Gott getur verið að fylgjast með líkamshita með hitamæli ef þessi einkenni eiga við.  

Orsök

Margt getur orsakað hita en algengasta ástæðan er sýking af völdum veiru eins og kvef eða inflúensu. Hiti getur einnig komið fram vegna t.d. bakteríusýkingu, bólgusjúkdóma, útsetningu fyrir sólarljósi í of langan tíma eða vegna lyfjatöku.

Meðferð

  • Drekka nóg af vökva
  • Hvíld
  • Taka inn hitalækkandi og verkjastillandi lyf ef hiti er að valda óþægindum
Paracetamol

Paracetamol er verkjastillandi og hitalækkandi lyf.

Skammtastærð fyrir fullorðna og unglinga eldri en 12 ára (≥ 40 kg):

  • 1000 mg (tvær töflur) 3-4 sinnum á sólarhring með 4-6 klst millibili.
    Hámarks dagskammtur á ekki að fara yfir 8 töflur (4000 mg) á sólarhring. 
Ibuprofen

Ibuprofen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID-lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar) og draga úr verkjum, bólgum og hita:

Skammtastærð fyrir fullorðna og unglinga eldri en 12 ára (≥ 40 kg):

  • 200-400 mg 2-3 sinnum á sólahring með 6-8 klst. millibili. 
    Hámarks dagsskammtur á ekki að fara yfir 3 töflur (1200 mg) á sólarhring. 
Paracetamol

Paracetamol er verkjastillandi og hitalækkandi lyf.

Skammtastærð fyrir fullorðna og unglinga eldri en 12 ára (≥ 40 kg):

  • 1000 mg (tvær töflur) 3-4 sinnum á sólarhring með 4-6 klst millibili.
    Hámarks dagskammtur á ekki að fara yfir 8 töflur (4000 mg) á sólarhring. 
Ibuprofen

Ibuprofen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID-lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar) og draga úr verkjum, bólgum og hita:

Skammtastærð fyrir fullorðna og unglinga eldri en 12 ára (≥ 40 kg):

  • 200-400 mg 2-3 sinnum á sólahring með 6-8 klst. millibili. 
    Hámarks dagsskammtur á ekki að fara yfir 3 töflur (1200 mg) á sólarhring. 

Forvarnir

  • Forðast snertingu við nef, munn og augu, þar er helsta smitleið fyrir veirur og bakteríur
  • Ekki deila glösum eða áhöldum með öðrum
  • Halda fyrir munn og nef við hnerra og hósta
  • Reglulegur handþvottur

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til næstu heilsugæslu ef:

  • Hiti lagast ekki eða versnar þrátt fyrir hitalækkandi meðferð

Leita til næstu bráðamóttöku ef:

  • Óráð 
  • Minnkuð meðvitund 

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku.