Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Eyrnabólga

Kaflar
Útgáfudagur

Eyrnabólga er algengur kvilli sem fer oft innan þriggja sólarhringa án meðferðar. Bólga í eyra kemurMyndin sýnir líffæri eyrans oftast þegar veirur eða bakteríur komast inn í miðeyrað frá nefopinu en einnig geta verið aðrar orsakir.

Eyrunum má skipta í þrjú hólf:
Innra eyra
Mið eyra
Ytra eyra
Fólk getur fengið staðbundna sýkingu í eitt af þessum hólfum í eyranu. Algengast er að sýkingar séu af völdum baktería eða veira en sýking í ytra eyra getur einnig komið til vegna exems, ofnæmis eða sveppasýkingar.  

Sýking hjá ungum börnum er algengust í miðeyra. Þegar er talað um eyrnabólgu er yfirleitt verið að vísa í þessa tegund af sýkingu í eyra.

Einkenni

Einkenni eyrnabólgu koma yfirleitt fram skyndilega og flestar eyrnabólgur jafna sig á þremur dögum, einkenni geta þó verið til staðar í allt að sjö daga. 

Dæmigerð einkenni:

  • Verkur og þrýstingur í eyra
  • Pirringur, tog/nudd í eyra og óværð hjá ungum börnum

Einnig geta fylgt:

Algengi

Algengara er fyrir börn að fá eyrnabólgu í miðeyra þar sem kokhlustin hjá þeim er styttri og láréttari en hjá fullorðnum. Því er greiðari leið fyrir veirur og bakteríur að komast í miðeyrað hjá börnum. 

Smitleiðir

Eyrnabólga er ekki smitandi. Kvef smitast hins vegar auðveldlega á milli fólks og það eykur líkur á eyrnabólgu.

Kokhlustin liggur á milli miðeyrans og nefkoksins en hlutverk hennar er að halda réttum þrýstingi í miðeyranu. Hjá heilbrigðum einstaklingi fer vökvi frá miðeyra og rennur niður kokhlustina. Við kvef eða ofnæmi getur vökvinn stíflast inni í kokhlust. Við það verða til kjöraðstæður fyrir veirur eða bakteríur og eykur það því líkur á eyrnabólgu.

Ekki er alltaf um eyrnabólgu eða sýkingu að ræða þrátt fyrir að það sjáist vökvi í miðeyra. Ef vökvi safnast upp í miðeyra getur myndast þrýstingur á hljóðhimnuna og valdið sársauka eða hellu.

Áhættuhópar

Börn eru í meiri hættu á að fá eyrnabólgu því kokhlustin hjá þeim er styttri og láréttari en hjá fullorðnum og því er greiðari leið fyrir veirur og bakteríur að komast í miðeyrað.

Eftirfarandi eykur líkur á miðeyrnabólgu:

Orsök

Orsök fer eftir staðsetningu sýkingar, algengustu orsakir eru:

  • Veirusýking
  • Bakteríusýking
  • Sveppasýking
  • Ofnæmi

Meðferð

Algengast er að eyrnabólga gangi yfir af sjálfu sér á 2-5 dögum og því er oft ekki þörf á meðferð.

  • Sýklalyf, ef grunur er á bakteríusýkingu í eyra 

Við endurteknar eyrnabólgur eða langvinnan vökva í miðeyra getur verið þörf á ástungu eða rör í eyra.

Forvarnir

  • Reykja ekki á heimili þar sem barn er því reykingar auka líkur á eyrnabólgu
  • Bólusetning gegn pneumókokkum sem gefin er við 3ja, 5, og 12 mánaða aldur dregur meðal annars úr eyrnabólgu hjá börnum
  • Huga vel að persónulegum smitvörnum eins og handþvotti til að minnka líkur á kvefsýkingum.

Hvað get ég gert?

  • Verkjalyf á 4-6 tíma fresti. Hjá börnum miðast skammtastærð við líkamsþyngd, sjá nánar hiti hjá börnum.
  • Volgur þvottapoki við eyra getur linað sársauka
  • Eyrnasprey eða dropar geta minnkað einkenni
  • Hækka undir höfðalagi í rúmi, til dæmis setja nokkur samanbrotin handklæði undir dýnuna
  • Bað eða sturta getur bætt líðan
  • Saltvatn/nefsprey getur létt á þrýstingi
  • Drekka vatn reglulega yfir daginn
  • Hreinsa útferð ef kemur úr eyra
  • Halda barni heima þar til það er orðið hitalaust og líður vel

Fylgikvillar

Vökvi getur verið til staðar í eyra eftir að sýking hefur verið meðhöndluð en slíkt getur valdið tímabundinni skerðingu á heyrn. Því er mikilvægt að fylgjast með heyrn yngri barna sem fá tíðar eyrnabólgur vegna hættu á hægum málþroska í kjölfarið.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til heilsugæslunnar ef: 

  • Einkenni eru ekki batnandi eftir þrjá daga
  • Barn er yngra en 1 árs 
  • Barn er mikið veikt með háan hita og mikla verki
  • Ef barnið er með einkenni í báðum eyrum
  • Bólga er í kringum eyrað
  • Barn fær tíðar eyrnabólgur
  • Vökvi lekur úr eyra

Finna næstu heilsugæslu hér.