Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og fræðslu til fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna. Fylgst er með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs.
Hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðvum sjá um ung- og smábarnavernd. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Embættis landlæknis.
Gagnlegt fræðsluefni fyrir foreldra er að finna undir Börn og uppeldi og einnig undir Sjúkdómar, frávik og einkenni.
Heimavitjanir og heimsóknir á heilsugæslustöð
Ung- og smábarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu. Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi umönnun barnsins og eigin líðan.
Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis.
Foreldrum er velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.
Skoðanir og bólusetningar
Hér má sjá yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar í ung- og smábarnavernd eftir mismunandi aldri:
Aldur | Hver skoðar | Hvað er gert |
< 6 vikna | Hjúkrunarfræðingur | Heimavitjanir. |
6 vikna | Hjúkrunarfr. og læknir | Skoðun, þroskamat. |
9 vikna | Hjúkrunarfræðingur | Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð. |
3 mánaða | Hjúkrunarfr. og læknir |
Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, |
5 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu. |
6 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Skoðun og þroskamat. |
8 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Skoðun. |
10 mánaða | Hjúkrunarfr. og læknir | Skoðun og þroskamat. |
12 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu og Meningókokkum í þriðju sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna. |
18 mánaða | Hjúkrunarfr. og læknir | Skoðun og bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu. Hlaupabóla í annarri sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna. |
2 1/2 árs | Hjúkrunarfræðingur |
Skoðun og bólusetning gegn hlaupabólu sé barnið ekki bólusett, PEDS Mat foreldra á þroska barna, Brigance þroskaskimun. |
4 ára | Hjúkrunarfræðingur | Skoðun, sjónpróf, PEDS Mat foreldra á þroska barna, Brigance þroskaskimun. Bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa í einni sprautu. |