Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum. Áhersla er lögð fræðslu og stuðning við fjölskylduna. Fylgst er með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs.
Hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðvum sjá um ung- og smábarnavernd. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
Gagnlegt fræðsluefni fyrir foreldra er að finna undir Börn og uppeldi og einnig undir Sjúkdómar, frávik og einkenni.
Heimavitjanir og heimsóknir á heilsugæslustöð
Ung- og smábarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu sé fólk sjúkratryggt á Íslandi. Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á vitjanir heim fyrstu vikurnar. Frá 6 vikna aldri býðst að koma í skoðun með barnið á heilsugæslustöð. Í vitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi umönnun barnsins. Einnig fá foreldrað stuðning og hugað er að líðan þeirra í nýju hlutverki.
Foreldrum er velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.
Skoðanir og bólusetningar
Hjúkrunarfræðingur: Heimavitjanir
Hjúkrunarfræðingur og læknir: Skoðun, þroskamat og bólusetning gegn rótaveiru með munndropum.
Hjúkrunarfræðingur: Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð
Hjúkrunarfræðingur og læknir: Skoðun, þroskamat og bólusetning gegn rótaveiru með munndropum, kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
Hjúkrunarfræðingur: Skoðun og bólusetning gegn rótaveiru með munndropum, kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
Hjúkrunarfræðingur: Skoðun og þroskamat
Hjúkrunarfræðingur: Skoðun
Hjúkrunarfræðingur og læknir: Skoðun og þroskamat
Hjúkrunarfræðingur: Skoðun, þroskamat og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu og Meningókokkum í þriðju sprautu.
Hjúkrunarfræðingur og læknir: Skoðun, þroskamat og bólusetning gegn mislingum, hettusótt, rauðum hundum og hlaupabólu í einni sprautu.
Hjúkrunarfræðingur: Skoðun, þroskamat og bólusetning gegn hlaupabólu.
Hjúkrunarfræðingur: Skoðun, þroskamat, sjónpróf og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa í einni sprautu.
Á haustin er börnum á aldrinum 6 mánaða að 5 ára aldri boðin bólusetning gegn inflúensu.