Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ráðleggingarnar á einni mínútu

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Í ráðleggingum um mataræði er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni. Mælt er með því að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða.

Með því að fylgja ráðleggingum um mataræði er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan.

Þannig má minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum auk þess sem auðveldara er að halda heilsusamlegu holdafari. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en þó er mælt með því að taka D-vítamín aukalega á veturna og konum á barneignaaldri er ráðlagt að taka fólat.

Auk þess að veita orku og nauðsynleg næringarefni til vaxtar og viðhalds gegnir maturinn mikilvægu félagslegu hlutverki og er hluti af menningu og sérkennum hverrar þjóðar.

Að breyta venjum sínum er einfalt á pappírnum en getur reynst flókið. En það er hægt að breyta og þarf ekki að vera flókið. Góð leið getur verið að taka eitt skref í einu og festa það í sessi. Hér er að finna einfaldar leiðir að betra mataræði. 

Borða meira af
  • Grænmeti, ávöxtum og berjum
  • Hnetum og fræjum
  • Fiski og sjávarfangi
Borða minna af
  • Rauðu kjöti og unnum kjötvörum
  • Mikið unnum vörum og skyndibita
  • Snakki, sælgæti og gosi
  • Salti
  • Sykri
Breyta yfir í
  • Heilkornavörur
  • Mýkri og hollari fitu
  • Fituminni og hreinar mjólkurvörur
Borða meira af
  • Grænmeti, ávöxtum og berjum
  • Hnetum og fræjum
  • Fiski og sjávarfangi
Borða minna af
  • Rauðu kjöti og unnum kjötvörum
  • Mikið unnum vörum og skyndibita
  • Snakki, sælgæti og gosi
  • Salti
  • Sykri
Breyta yfir í
  • Heilkornavörur
  • Mýkri og hollari fitu
  • Fituminni og hreinar mjólkurvörur

Skrárgatið. Einfalt að velja hollara.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Hér getur þú séð hver staðan er og hvernig þú getur bætt þig.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína