Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Leiðir að minni saltneyslu

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
  • Velja lítið unnin matvæli – tilbúnir réttir, pakkasúpur og -sósur eru yfirleitt saltrík.
  • Takmarka notkun salts við matargerð og borðhald – fjöldi annarra krydda getur kitlað bragðlaukana, t.d. ýmis jurtakrydd. Vert er að taka það fram að tegund salts skiptir ekki máli, NaCl úr hvaða salti sem er getur hækkað blóðþrýsting. Athugið að margar kryddblöndur eru saltríkar.
  • Minnka smátt og smátt saltnotkun og venja bragðlaukana við minna salt en það er hægt að gera án þess að það komi niður á bragðupplifun.
  • Lesa á umbúðir og vanda valið við innkaupin.
  • Velja vörur merktar skráargatinu.

Skráargatið. Einfalt að velja hollara

Skoðaðu saltið