Fara á efnissvæði

Saltmagn

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Íslendingar neyta meira af salti en ráðlagt er – en margir vita ekki af því. Mælt er með að fullorðnir neyti ekki meira en sem nemur 6 grömmum af salti á dag. 

Af hverju að huga að saltneyslu?

Með því að minnka saltneyslu má draga úr hækkun blóðþrýstings en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Mest eru áhrifin hjá þeim sem eru með of háan blóðþrýsting og hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd en einnig má með því að minnka saltneyslu draga úr þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri.

Hvaðan fáum við salt?

Mest af saltinu er dulið í tilbúnum matvörum. Um 75% af salti kemur úr tilbúnum matvælum. Það kemur að stærstum hluta úr kjötvörum, brauðum, ostum, sósum og súpum. Matvælaframleiðendur gætu með vandaðri framleiðslu þar sem dregið er úr saltnotkun haft mikil áhrif í þá átt að draga úr saltneyslu en svo geta neytendur einnig tekið til sinna ráða.

Hér finnur þú ráð til að draga úr saltneyslu.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína