Fara á efnissvæði

Þröng forhúð

Kaflar
Útgáfudagur

Forhúð er þunnt lag af húð sem hylur enda getnaðarlimsins. Þröng forhúð (e. phimosis) er kvilli þegar forhúðin er þrengri en hún ætti að vera. Þá reynist erfitt að toga forhúðina yfir kónginn og í kjölfarið komið ýmsir fylgikvillar. 

Algengt er að forhúðin sé þrengri á barnsaldri og lagast að jafnaði með hækkandi aldri. Hjá flestum ungum strákum er ekki hægt að bretta forhúðina niður fyrr en eftir 5-10 ára aldur. Hins vegar getur þröng forhúð valdið vandræðum hjá ungum strákum og þá er þörf á að leita til læknis. 

Einkenni/fylgikvillar

Þröng forhúð veldur að jafnaði ekki vandræðum nema eftirfarandi fylgikvillar komi fram: 

  • Blóð í þvagi  
  • Blæðing eða þykk útferð undir og/eða frá forhúð
  • Bólga eða eymsli í getnaðarlim
  • Tíðar þvagfærasýkingar 
  • Verkir við stinningu og/eða kynlíf  
  • Verkir við þvaglát eða veik þvagbuna
  • Vond lykt undan forhúð  

Hjá ungum drengjum er algengast að forhúðin teygist með hækkandi aldri og vandamálið fer án meðferðar.

Meðferð

Meðferð fer eftir einkennum/fylgikvillum. Dæmi um meðferð er:

Hvað get ég gert?

  • Halda svæðinu hreinu, oftast ekki þörf á að þvo með sápu
  • Nota mildar og lyktarlausar sápur ef valið er að nota sápu á kynfærasvæði. Ekki er ráðlagt að setja ilmefni, til dæmis ilmvatn og/eða aðra lyktareyða á kynfærasvæði.  

Fullorðnir: Draga forhúðina varlega til baka eins langt og hægt er, þvo vel undir forhúðinni og draga síðan aftur til baka í upprunalega stöðu. 

Ef forhúðin er þeim mun þrengri getur reynst erfitt að draga hana til baka. Þetta getur leitt af sér bólgu sem veldur verkjum. Í þessum tilfellum er gott að nýta sér sleipikrem/efni. Ef tilraunir til að ná forhúð til baka í upprunalega stöðu ganga ekki eftir, er ráðlagt að leita til læknis sem fyrst upp á frekari aðstoð.  

Börn: Ekki er ráðlagt að bretta niður forhúð á ungum strákum þar sem það getur verið sársaukafullt og valdið frekari fylgikvillum í kjölfarið. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til næstu heilsugæslu ef: 

  • Sársauki við stinningu
  • Tíðar þvagfærasýkingar
  • Verkur við þvaglát 
  • Þroti og/eða eymsli í getnaðarlim
  • Þykk útferð og/eða vond lykt undir forhúð 

Hægt er að bóka tíma beint hjá þvagfæraskurðlækni án tilvísunar frá heimilislækni. 

Finna næstu heilsugæslustöð.