Fara á efnissvæði

Sykursýki 2

Kaflar
Útgáfudagur

Sykursýki (e. Diabetes) er langvinnur efnaskiptasjúkdómur þar sem sykurmagn eykst í blóði. 

Einkenni eru mismikil milli einstaklinga, sumir fá lítil einkenni og því getur tekið langan tíma að greina sjúkdóminn. Fólk með sykursýki getur lært að stjórna meðferðinni sjálft og lifað fullkomlega eðlilegu lífi. 

Nánar

Við sykursýki 2 þá minnkar næmni fruma líkamans með tímanum og þær verða fyrir minni áhrifum insúlíns. Frumur líkamans ná þá ekki að taka upp jafn mikinn sykur úr blóðinu og áður og blóðsykur hækkar. 

Einkenni

Helstu einkenni við sykursýki 2 eru:

  • Tíðari og meiri þvaglát
  • Finna oft fyrir þorsta,drekka meiri vökva
  • Léttast  án þess að reyna það 
  • Sár eru lengi að gróa
  • Sinadráttur, náladofi í fingrum og þrálátar sýkingar í húð
  • Sjónskerðing
  • Þreyta og slappleiki

Skert sykurþol hefur þau áhrif að sykurmagn eykst í blóði. Það er oft undanfari á sykursýki 2 og geta einkenni því verið mismikil og í langan tíma áður en sjúkdómurinn er greindur. 

Áhættuþættir

Hvað get ég gert?

Hreyfing

Aukin hreyfing gerir það að verkum að frumur líkamans auka næmi sitt fyrir insúlíni. Regluleg hreyfing er árangursríkasti þátturinn í að bæta virkni insúlíns og blóðsykursstjórnun.

Rösk hreyfing, t.d. að hjóla í 30-40 mín getur bætt blóðsykurstjórnun í allt að tvo daga á eftir.

Ef þú þarft aðstoð við að koma hreyfinu inn í líf þitt ættir þú að ræða við lækninn þinn um að fá hreyfiseðil.

Mikilvægt að finna hreyfingu sem hentar þér og stunda hana reglulega. Ganga, hjóla, synda og róa eru dæmi um góða hreyfingu fyrir sykursjúka. Gott er að miða við 30 mínútur á dag, flesta daga.

Muna að vera ávallt í góðum skóm til að passa upp á fæturna.

Mataræði

Breyttar matarvenjur hafa áhrif á næmni frumna til að taka upp insúlín. Með breyttum lífsstíl geta einkenni gengið til baka.

Fyrsta skrefið er að skoða vel matarvenjurnar:

  • Hvað borðar þú venjulega á morngana, hádeginu og kvöldin? 
  • Borðar þú lítið unnin og næringarríkan mat eða mikið unnin og tilbúin mat?
  • Hversu stóra skammta borðar þú? og hversu saddur/södd verður þú eftir máltíðir?
  • Hvenær og hvar borðar þú? t.d. yfir sjónvarpi eða tölvu?

Þegar þú hefur skoðað matarvenjurnar þínar er gott að setja sér markmið um nýjar venjur. En að breyta matarvenjum getur verið erfitt og því e.t.v. betra að gera litlar breytingar í einu sem þú treystir þér til að fylgja til lengri tíma. Hér getur þú lesið þér til um breytingar á venjum þínum.

Hér eru dæmi um nokkrar breytingar:

  • Borða fjölbreytta fæðu, grænmeti, kjöt, fisk, heilkorn og sneiða hjá viðbættum sykri.
  • Dreifa matmálstímum jafnt yfir daginn. gott að venja sig á að borða morgun-, hádegis- og kvöldmat og 1-3 létt millimál þess á milli.
  • Bæta grænmeti við hverja máltíð og stefna á að ná að borða >250 gr af grænmeti á dag.
  • Borða 2-3 ávexti á dag, en helst ekki nema einn í einu.
  • Trefjar, s.s. kartöflur, hrísgrjón, heilhveitipasta eða heilhveiti/súrdeigsbrauð með hverri kvöldmáltíð.
  • Velja "góðu" fituna úr fæðunni. Nota olíu í matargerð og fituminna smjör á brauð.
  • Drekka vatn og drykki án viðbætts sykurs.

Minnka neyslu á:

  • Sætabrauði og kexi
  • Gosi og sætum drykkjum
  • Sykri, sírópi og hunangi
  • Sælgæti og ís
  • Salti og söltuðum matvörum
  • Unnum kjötvörum og skyndibita
Tóbak og áfengi

Reykingar

Reykingar auka áhættu á öllum fylgikvillum sykursýki til muna. Þannig er fólk sem er með sykursýki og reykir í aukinni áhættu á að:

  • Deyja, vegna hjartaáfalls eða heilablóðfalls.
  • Hafa hærra LDL kólesteról (vonda kólesterólið).
  • Hafa verri blóðsykursstjórn.
  • Fá meiri taugaskaða
  • Fá nýrnasjúkdóm
  • Fá fótasár og missa tær og fætur vegna lélegrar blóðrásar.

Hjálp við að hætta að reykja

Hægt er að óska eftir reykleysismeðferð í síma 1700

Áfengi

Áfengi getur hækkað blóðsykurinn og blóðþrýstinginn. Gæta því að neyta áfengis í hófi og aðeins með mat.

Eftirlit og fætur

Koma reglulega í eftirlit til heilsugæslunnar hjá sykursýkisteymi sem þar eru starfandi.

Fara reglulega til augnlæknis, á 2 ára fresti.

Fara reglulega til tannlæknis.

Skoða fæturna reglulega.

Hreyfing

Aukin hreyfing gerir það að verkum að frumur líkamans auka næmi sitt fyrir insúlíni. Regluleg hreyfing er árangursríkasti þátturinn í að bæta virkni insúlíns og blóðsykursstjórnun.

Rösk hreyfing, t.d. að hjóla í 30-40 mín getur bætt blóðsykurstjórnun í allt að tvo daga á eftir.

Ef þú þarft aðstoð við að koma hreyfinu inn í líf þitt ættir þú að ræða við lækninn þinn um að fá hreyfiseðil.

Mikilvægt að finna hreyfingu sem hentar þér og stunda hana reglulega. Ganga, hjóla, synda og róa eru dæmi um góða hreyfingu fyrir sykursjúka. Gott er að miða við 30 mínútur á dag, flesta daga.

Muna að vera ávallt í góðum skóm til að passa upp á fæturna.

Mataræði

Breyttar matarvenjur hafa áhrif á næmni frumna til að taka upp insúlín. Með breyttum lífsstíl geta einkenni gengið til baka.

Fyrsta skrefið er að skoða vel matarvenjurnar:

  • Hvað borðar þú venjulega á morngana, hádeginu og kvöldin? 
  • Borðar þú lítið unnin og næringarríkan mat eða mikið unnin og tilbúin mat?
  • Hversu stóra skammta borðar þú? og hversu saddur/södd verður þú eftir máltíðir?
  • Hvenær og hvar borðar þú? t.d. yfir sjónvarpi eða tölvu?

Þegar þú hefur skoðað matarvenjurnar þínar er gott að setja sér markmið um nýjar venjur. En að breyta matarvenjum getur verið erfitt og því e.t.v. betra að gera litlar breytingar í einu sem þú treystir þér til að fylgja til lengri tíma. Hér getur þú lesið þér til um breytingar á venjum þínum.

Hér eru dæmi um nokkrar breytingar:

  • Borða fjölbreytta fæðu, grænmeti, kjöt, fisk, heilkorn og sneiða hjá viðbættum sykri.
  • Dreifa matmálstímum jafnt yfir daginn. gott að venja sig á að borða morgun-, hádegis- og kvöldmat og 1-3 létt millimál þess á milli.
  • Bæta grænmeti við hverja máltíð og stefna á að ná að borða >250 gr af grænmeti á dag.
  • Borða 2-3 ávexti á dag, en helst ekki nema einn í einu.
  • Trefjar, s.s. kartöflur, hrísgrjón, heilhveitipasta eða heilhveiti/súrdeigsbrauð með hverri kvöldmáltíð.
  • Velja "góðu" fituna úr fæðunni. Nota olíu í matargerð og fituminna smjör á brauð.
  • Drekka vatn og drykki án viðbætts sykurs.

Minnka neyslu á:

  • Sætabrauði og kexi
  • Gosi og sætum drykkjum
  • Sykri, sírópi og hunangi
  • Sælgæti og ís
  • Salti og söltuðum matvörum
  • Unnum kjötvörum og skyndibita
Tóbak og áfengi

Reykingar

Reykingar auka áhættu á öllum fylgikvillum sykursýki til muna. Þannig er fólk sem er með sykursýki og reykir í aukinni áhættu á að:

  • Deyja, vegna hjartaáfalls eða heilablóðfalls.
  • Hafa hærra LDL kólesteról (vonda kólesterólið).
  • Hafa verri blóðsykursstjórn.
  • Fá meiri taugaskaða
  • Fá nýrnasjúkdóm
  • Fá fótasár og missa tær og fætur vegna lélegrar blóðrásar.

Hjálp við að hætta að reykja

Hægt er að óska eftir reykleysismeðferð í síma 1700

Áfengi

Áfengi getur hækkað blóðsykurinn og blóðþrýstinginn. Gæta því að neyta áfengis í hófi og aðeins með mat.

Eftirlit og fætur

Koma reglulega í eftirlit til heilsugæslunnar hjá sykursýkisteymi sem þar eru starfandi.

Fara reglulega til augnlæknis, á 2 ára fresti.

Fara reglulega til tannlæknis.

Skoða fæturna reglulega.

Fylgikvillar

Helstu fylgikvillar sykursýki eru æðasjúkdómar sem skiptast í:

Smáæðasjúkdóma: sem hrjá augnbotna, nýru og úttaugar og geta valdið blindu, nýrnabilun og verkjum eða skyntruflun í fótum.

Stóræðasjúkdóma: sem hrjá kransæðar, heilaæðar og aðrar slagæðar og geta valdið kransæðastíflu, heilablóðfalli og blóðrásartruflunum í fótum. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef einkenni sykursýkis eru til staðar skal leita til læknis

Finna næstu heilsugæslu hér.