Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Svimi vegna steinaflakks

Kaflar
» Hvað get ég gert?
Útgáfudagur

Steinaflakk í eyrum (e. vertigo) byrjar oft sem svimi á morgnanna þegar fólk snýr sér í rúminu eða sest upp þá er eins og umhverfið sé á hreyfingu. Steinaflakk er algengara með hækkandi aldri. 

Einkennandi er að fólk sé verst þegar það leggst útaf. Einnig koma einkenni fram við hallabreytingar á höfði, horfa upp eða lúta niður. 

Frekari upplýsingar um svima fá finna hér.

Hvað get ég gert?

Til er hreyfing sem hægt er að gera til að koma steinum á sinn stað. Hreyfingin er mismunandi eftir því í hvoru eyranu steinaflakkið á sér stað.

Ef fólk er með steinaflakk í hægra eyra þá kemur meiri svimi við að velta sér til hægri í rúminu.

Hér fyrir neðan er skýringarmyndband. 

Svimi vegna steinaflakks