Fara á efnissvæði

Sveppasýking á kynfærum

Kaflar
Útgáfudagur

Sveppasýking á kynfærum er oftast af völdum gersveppsins Candida albicanis. Þessi tegund svepps er hluti að eðlilegri flóru legganga kvenna og einnig finnst hann í litlu magni á húð. Ef mikil aukning verður á magni sveppsins getur það valdið óþægindum og kallast það sveppasýking. Sveppasýking er ekki flokkuð sem kynsjúkdómur en getur smitast manna á milli.

Orsök

Það er margt sem getur haft áhrif á bakteríuflóruna, t.d.

Vegna minni framleiðslu á kynhormóninu estrógeni er tíðni sveppasýkinga sjaldgæfari hjá ungum stelpum og hjá eldri konum eftir tíðahvörf.

Einkenni

Einkenni karla

  • Roði og bólga undir forhúð
  • Hvítleit skán
  • Kláði

Einkenni kvenna

  • Breytt útferð gjarnan hvítleit eða kekkjótt
  • Kláði
  • Roði og sviði á skapabörmum, jafnvel í kringum endaþarmsop
  • Sviði við þvaglát

Meðferð

Sveppasýking getur lagast af sjálfu sér. Ef einkenni valda óþægindum er hægt að meðhöndla þau með kremi, leggangastílum eða töflum til inntöku sem hægt er að fá án lyfseðils í apótekum.

Greining

Greining er gerð út frá einkennamati en einnig er hægt að taka strok hjá lækni.

Hvað get ég gert?

  • Halda svæðinu hreinu og þurru. Hér má lesa um hreinlæti kynfæra kvenna og karla
  • Ekki nota þröng föt, leyfa svæðinu að lofta
  • Nota nærföt úr bómull
  • Taka inn mjólkursýrugerla
  • Mataræði hefur áhrif. Til dæmis eykur sykurneysla lýkur á sveppasýkingu

Hvenær skal leita aðstoðar?

  • Einkenni lagast ekki
  • Einkenni eru mikil og rof er á húð
  • Illa lyktandi útferð
  • Óvisst er hvort um sveppasýkingu eða kynsjúkdóm er að ræða
  • Sýking er að koma í fyrsta skipti
  • Sýkingar eru endurteknar

Finna næstu heilsugæslustöð.