Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Sáraristilbólga

Kaflar
Útgáfudagur

Sáraristilbólga (e. colitis ulcerosa) er langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum. Bólgan er staðbundin í efsta lagi slímhúðar og myndar yfirborðssár sem blæðir úr. Algengt er að bólgan leggst á endaþarm og teygir sig upp ristilinn. Bólga getur komið fram í öllum ristlinum en nær ekki upp í smáþarmana.

Áhættuþættir

  • Reykingar

Orsök

Orsök er ekki þekkt en talið er að erfðir og sjálfsofnæmi hafi þarna áhrif. 

Einkenni

Greining

  • Blóðprufa
  • Saursýni
  • Ristilspeglun
  • Röntgenmynd
  • Tölvusneiðmynd

Meðferð

  • Lyfjameðferð
  • Skurðaðgerð þar sem hluti úr ristli er fjarlægður

Eftir skurðaðgerð er litið svo á að sáraristilsbólga sé læknuð.

Fylgikvillar

Sáraristilbólga eykur líkurnar á:

Sáraristilbólga getur einnig orsakað vaxtarskerðingu og seinkuðum kynþroska hjá börnum og ungmennum.

Hvað get ég gert?

  • Hollt mataræði
  • Drekka vel af vatni
  • Ekki reykja
  • Forðast matvæli sem virðast hafa áhrif á að einkenni blossi upp
  • Ræða við lækni eða lyfjafræðing áður en ný lyf eru tekin inn, sum lyf eins og íbúprófen geta ýtt undir einkenni
  • Stunda reglubundna hreyfingu
  • Takmarka áfengisdrykkju

Langvarandi bólgur geta haft áhrif á upptöku og nýtingu næringarefna og því er ráðlagt að velja næringarríkan og fjölbreyttan mat. 

Þegar einkenni blossa upp er mælt með að borða auðmeltan mat. Byrja á fljótandi fæði og færa sig yfir í maukfæði þegar einkenni minnka. Þegar föst fæða er tekin aftur inn er ráðlagt að tyggja matinn vel og gefa sér tíma til að borða. Borða reglulega og ekki of stórar máltíðir í einu, forðast að borða seint á kvöldin. Sjóða grænmeti og forðast mat sem getur verið að erta bólgur eins og maísbaunir, poppkorn, feitan, saltaðan, súran, unnin eða sykraðan mat.

  • Ef niðurgangur er til staðar er ráðlagt að drekka vökva sem inniheldur steinefni. 
  • Ef þyngdartap hefur átt sér stað er ráðlagt að nota næringardrykki sem viðbót.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef einkenni sáraristilbólgu eru til staðar skal leita til læknis.

Ef einkenni eru endurtekin er hægt að bóka tíma hjá sérfræðing í ristilspeglun.

Finna næstu heilsugæslu hér.