Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Pneumókokkasýking

Kaflar
Útgáfudagur

Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum einkum hjá ungum börnum og fullorðnum eldri en 60 ára.

Bakterían finnst í slímhúðum í nefi og hálsi hjá frískum einstaklingum í öllum aldurshópum einkum ungum börnum án þess að valda sjúkdómseinkennum. Bakteríurnar geta tekið sig upp, dreift sér um líkamann og valdið sjúkdómum.

Sjúkdómar sem pneumókokka bakterían getur valdið:

Smitleiðir

Bakterían smitast á milli manna með úða frá öndunarvegum. Talið er að einungis 1-3 dagar líði frá smiti þar til sjúkdómseinkenni koma fram. Einkenni geta verið frá nokkrum dögum í nokkrar vikur. 

Forvarnir

Bólusetning gegn pneumokokkum er hluti af barnabólusetningu

Bólusetning gegn sjúkdómnum er öflugasta forvörnin. Með því að bólusetja gegn hættulegustu stofnum bakteríunnar má koma í veg fyrir allt að 90% sjúkdóma af völdum pneumókokka hjá börnum yngri en fimm ára. 

Mælt með því að 60 ára og eldri fái bólusetningu við pneumókokkum.

Fyrirkomulag barnabólusetninga.