Ofþornun á sér stað þegar vökvatap líkamans er meira en innbyrtur vökvi. Án meðferðar getur ástandið orðið alvarlegt.
Einkenni
- Þorsti
- Dökkt þvag með sterkri lykt
- Minnkuð þvaglát
- Sokkin augu
- Svimi
- Þreyta
- Þurrar varir, tunga og munnur
Einnig geta einkenni hjá ungum börnum verið:
- Dæld á hvirflinum
- Grátur án tára
- Syfja eða óeirð
Helstu orsakir
- Heilabilun
- Hreyfing í heitu veðri, mikil svitamyndun
- Löng dvöl í sól (hitaslag)
- Mikil áfengisdrykkja
- Sykursýki
- Þvagræsilyf
Auknar líkur eru á ofþornun í veikindum. Til dæmis þegar fólk er með:
Hvað get ég gert?
- Auka vökvainntöku. Gott ef drykkirnir innihalda smá sykur og salt eins og íþróttadrykkir
- Fara í svalt loft
- Forðast áfengisneyslu
- Forðast hita
Hvenær skal leita aðstoðar?
- Einkenni fara ekki þrátt fyrir aukna vökvainntekt
- Svimi fer ekki eða er endurtekinn
- Hraður hjartsláttur eða öndun
Leitaðu á bráðamóttöku ef:
- Skert meðvitund
- Dökkt þvag, minnkuð þvaglát (færri bleiuskipti hjá börnum)
- Grátur án tára
- Dæld á hvirfli ungabarns
Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér.
Forvarnir
Regluleg vökvainntaka getur dregið úr líkum á ofþornun. Gott viðmið er að þvagið haldist ljós gulum lit.
Að hjálpa aðstandendum
Við getum hjálpað fólkinu í kringum okkur sem ekki hefur tilfinningu fyrir vökvainntöku sinni með því að
- Fylgjast með vökvainntöku á matmálstímum
- Gera vökvainntöku að félagslegri athöfn, eins og ,,fá sér te eða kaffibolla”
- Bjóða fæðu með meiri vökvainnihaldi eins og til dæmis súpu eða safaríka ávexti