Fara á efnissvæði

Nóróveirusýking

Kaflar
Útgáfudagur

Nóróveirur (e. norovirus) er flokkur skyldra veira sem valda sýkingu í smágirni sem lýsa sér meðal annars með niðurgangi og uppköstum, oftast í 1–3 daga. Allir geta sýkst og það oftar en einu sinni.

Einkenni

 Algeng einkenni nórósýkinga

Önnur einkenni nórósýkinga

Smitleiðir

Nóróveiran þarf að berast í meltingarveginn til að valda sýkingu. Hún fer úr umhverfinu í munninn, oftast með höndum eða menguðum matvælum eða áhöldum.

Veirurnar eru mjög smitandi því að örfáar veirur geta valdið sýkingu. Þeir sem smitast verða smitandi þegar þeir fá einkenni og eru smitandi þar til nokkrum dögum eftir að einkenni hverfa og jafnvel lengur í stöku tilfellum.

Hvorki er til bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóminn né lyf til að lækna þá sem veikjast.

Nóróveirur dreifast fljótt á milli manna í afmörkuðu rými t.d. á hjúkrunarheimilum, leikskólum, skólum og skemmtiferðaskipum.
Nóróveirur eru taldar ein helsta ástæða matarsýkinga.

Algengt að fólk smitist við að:

  • Borða mat eða drekka vökva sem eru mengaðir nóróveirum.
  • Snerta yfirborð eða hluti sem eru með nóróveirur og setja síðan fingurna í
    munninn.
  • Vera í beinni snertingu við einstakling með nóróveirusýkingu, t.d. við að annast
    veika eða neyta matvæla með sameiginlegum áhöld.

Hér eru gagnlegar ráðleggingar ef taka þarf saursýni.

Forvarnir

Verndaðu þig og aðra gegn nóróveirum með því að fylgja eftirtöldum ráðum:

  • Handþvottur. Þvo hendur vandlega með vatni og sápu, sérstaklega eftir salernisferðir og bleyjuskipti og alltaf áður en matur er tilreiddur. Einnig má nota handspritt með alkóhóli. Slík hreinsiefni fækka sýklum á höndunum en þau koma ekki í stað handþvottar.
  • Sýna varúð í eldhúsinu við meðferð matvæla. Hreinsaðu ávexti og salat vandlega og eldaðu hvers kyns skelfisk fyrir neyslu.

Nánari upplýsingar um niðurgang

Í köflunum um niðurgang barna og niðurgang fullorðinna er að finna ráðleggingar um niðurgang.

Finna næstu heilsugæslustöð eða bráðamóttöku.

Hvað get ég gert?

  • Drekka vökva sem inniheldur sölt
  • Ekki að elda mat fyrir aðra á meðan einkenni vara og í a.m.k. 2 daga eftir að einkenni hætta.
  • Passa upp á hreinlæti
  • Fjarlæga og þvo fatnað og rúmfatnað sem mengast hafa af uppköstum eða niðurgangi. Þvo hendur vel á eftir. Mengað tau er þvegið með þvottaefni, við hæsta mögulega hitastig skv. því sem tauið þolir og þurrkað helst í þurrkara.
  • Hreinsað og sótthreinsa mengað yfirborð. Til dæmis ef uppköst eða niðurgangur hafa farið í umhverfið. Þurrka upp með pappír, þvo yfir svæðið og sótthreinsa síðan t.d. með klórblöndu 1000 ppm að styrk (Bleikiklór 5% í hlutföllunum 1 hluti klórs á móti 50 hlutum vatns).
  • Ef grunur leikur á að barn hafi verið veikt af nóróveiru ætti það að vera heima í tvo daga eftir að niðurgangi eða uppköstum lýkur til þess að koma í veg fyrir að þau smiti aðra af sjúkdómnum.