Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Mýgulusótt

Kaflar
Útgáfudagur

Mýgulusótt eða gulusótt (e. Yellow fever) er veirusjúkdómur sem er landlægur víða Afríku og í Mið- og Suður Ameríku. Útbreiðsla mýgulusóttar hefur verið að breytast og er mikilvægt að skoða áhættusvæði út frá ferðatilhögun hverju sinni.

Einkenni

Fyrstu einkenna gulusóttar verður vart 3-6 dögum eftir að fólk fær veiruna í sig. Flestir fá væg flensulík einkenni án öndunarfæraeinkenna:

Um einn af hverjum 5-10 (10-20%) sem veikjast fá alvarlegri einkenni:

  • Gula (gulur húðlitur og gul hvíta í augum)
  • Blæðing frá munn- og nefholi, augum eða eyrum
  • Blóðug uppköst
  • Blóðugur niðurgangur
  • Heilabólga

Um helmingur þeirra sem fá alvarleg einkenni (5-10% af þeim sem veikjast) deyr úr gulusótt.

Orsök

Moskítóflugur bera veiruna í fólk með biti. Veiran er landlæg í mörgum löndum og moskítóflugur sem bera hana finnast í borgum og í dreifbýli. Þær bíta allan sólarhringinn en þó aðallega yfir daginn. Moskítóbit geta einnig valdið öðrum lífshættulegum sjúkdómum. Gulusótt smitast ekki á milli manna.

Greining

  • Lýsing á nýafstöðnu ferðalagi og aðstæðum þar
  • Lýsing á einkennum
  • Blóðprufa til að greina sýkinguna

Ef grunur vaknar um gulusótt á ferðalagi þar sem sjúkdómurinn er landlægur skal án tafar leita læknisaðstoðar. Verði einkenna vart eftir að komið er heim úr ferðalagi skal hafa samband við næstu heilsugæslustöð.

Meðferð

• Engin lækning er til við gulusótt
• Væg veikindi standa oftast yfir í 3-4 daga, versnun á 4-7 degi er merki um alvarleg veikindi.
• Margir ná fullum bata en dánartíðni er há á meðal þeirra sem fá alvarleg einkenni
• Á meðan á veikindum stendur er mikilvægt að tryggja næga vökvainntekt, notast við hitalækkandi- og verkjalyf eins og parasetamol og ibúfen

Finna næstu heilsugæslustöð.

Forvarnir
  • Bólusetning er öruggasta vörnin gegn mýgulusótt og gildir ævilangt. Það tekur líkamann 10 daga að mynda mótefni.
  • Forðast moskítóbit. Með því móti má koma í veg fyrir fjölda sjúkdóma.
  • Sum ríki gera kröfu um að ferðafólk sé bólusett gegn mýgulusótt og hafi meðferðis alþjóðlegt skírteini því til staðfestingar.
  • Mælt er með því að kynna sér vel reglur þeirra landa sem ferðast er til.
  • Á netspjallinu hér á síðunni er hægt að sækja um ráðgjöf vegna ferðalaga. Ráðgjöfin byggir á fyrri bólusetningum viðkomandi ásamt upplýsingum um ferðalagið. 

Bólusetning:

  • Bóluefnið inniheldur lifandi en veiklaðar veirur. Það veldur því að fólk t.d. á ónæmisbælandi meðferð er ráðið frá því að þiggja bólusetningu.
  • Ekki er mælt með því að gefa bóluefnið eftir sextugt. 
  • Ef bólusetning er ekki ráðlögð þarf fólk að hafa læknisvottorð því til staðfestingar.
  • Bólusetning gegn gulusótt veitir ævilanga vörn og því ekki þörf á örvunarbólusetningu síðar.