Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Meningókokkasýking

Kaflar
Útgáfudagur

Tvær algengustu tegundir sýkingar af völdum meningókokka baktería eru heilahimnubólga og blóðsýking. Um það bil 1 af hverjum 10 einstaklingum er með þessar bakteríur aftan í nefi og hálsi án þess að veikjast. Ef bakterían kemst inn í líkamann getur hún valdið sýkingu. 

Sjúkdómurinn er algengastur í börnum en getur komið fram á öllum aldri. Útbreiðsla er oft tilviljanakennd en sjúkdómurinn getur stundum orðið að faraldri. Mikilvægt er að fylgst sé náið með sjúkdómnum svo hægt sé að grípa til aðgerða ef fjöldi tilfella verður mikill.

Einkenni

Einkenni sjúkdómsins geta verið lúmsk og í upphafi verið svipuð kvefpest eða flensu.

Almenn einkenni eru:

Önnur einkenni:

Börn geta auk þess haft eftir farandi einkenni: 

Heilahimnubólgu eða blóðsýkingu skal alltaf hafa í huga hjá barni með óútskýrðan hita og áberandi veikindi. Hnakkastífleiki er ekki alltaf til staðar og er því mikilvægt að líta eftir húðblæðingum eða marblettum.

Meðferð

Nauðsynlegt er að meðhöndla sjúklinga með meningókokkasjúkdóm sem fyrst á sjúkrahúsi með sýklalyfjum til að koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. 

Þegar einstaklingur greinist með alvarlega meningókokkasýkingu geta einstaklingar í nánasta umhverfi þurft á fyrirbyggjandi lyfjagjöf að halda

Forvarnir

Til eru margar gerðir meningókokkasýkinga, þær helstu sem eru að valda veikindum eru gerðir A, B, C, W, X og Y.

Bólusetning gegn meningókokkum er hluti af barnabólusetningum.

Með tilkomu bólusetningu snarfækkaði tilfellum meningókokkasýkinga á Íslandi. Bólusetning gegn Meningókokkum C hófst hér á landi árið 2002 og voru einstaklingar fæddir árið 1983 og yngri bólusett.

 Bólusetning gegn Meningókokkum A, C, W og Y hófst árið 2023.

Fyrirkomulag barnabólusetninga.