Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Magabólga

Kaflar
Útgáfudagur

Magabólga (e. gastritis) er þegar slímhúðin í maganum er ert og bólgnar upp. Slíkt getur valdið verk í kvið og frekari óþægindum. 

Einkenni

  • Kviðverkir
  • Meltingartruflanir 
  • Minnkuð svengdartilfinning
  • Uppgangur 
  • Uppköst  
  • Uppþemba 
  • Ógleði
  • Vindgangur

Orsök

  • Bakteríusýking af völdum bakteríu sem nefnist helicobacter pylori (H. pylori) 
  • Inntaka bólgueyðandi lyfja 
  • Magabólgur af völdum sjálfsónæmiskvilla  
  • Mikil streita eða alvarleg veikindi  
  • Óhófleg áfengisneysla 

Greining

Meðferð

Meðferð fer eftir orsök magabólgunnar, dæmi um meðferð: 

  • Sýklalyf 
  • Magasýruhemjandi lyf. Hægt er að fá ýmis magasýruhemjandi lyf í lausasölu í apóteki, gott að ráðfæra sig við lyfjafræðing ef óvissa er um notkun slíkra lyfja

Hvað get ég gert?

  • Forðast brasaðan/feitan-, sterkan- eða súran mat 
  • Hækka undir höfðalagi þegar lagst er útaf
  • Hætta að reykja  
  • Minnka eða hætta áfengisneyslu
  • Minnka neyslu koffíndrykkja svo sem kaffi, te, gosdrykkja og orkudrykkja
  • Takmarka inntöku bólgueyðandi lyfja. Hafa samband við heilbrigðisstarfsmann sé regluleg þörf á inntöku bólgueyðandi lyfja vegna verkja  
  • Vera í kjörþyngd 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita á næstu heilsugæslu ef:

  • Kviðverkir eða meltingarónot sem staðið hafa yfir í viku eða lengur 
  • Kviðverkir fara versnandi  
  • Tíð kviðverkjaköst 

Ert með einkenni magabólgu ásamt eftirfarandi einkennum: 

  • Fyrirferð í kvið  
  • Minnkuð matarlyst 
  • Verkir eða erfiðleikar við það að kyngja  
  • Þyngdartap án þess að hafa reynt á það sérstaklega

Ómeðhöndluð magabólga getur leitt til magasárs.  

Leita á næstu bráðamóttöku ef: 

  • Blóðug uppköst 
  • Sársaukafullur kviðverkur eða brjóstverkur, sem kom fram skyndilega  
  • Svartar og verulega lyktarmiklar hægðir 

Finna næstu heilsugæslu