Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Lyme sjúkdómur

Kaflar
Útgáfudagur

Lymesjúkdómur (e. lyme disease) er smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi. Bakterían berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Því fyrr sem sjúkdómur greinist því auðveldara er að meðhöndla hann.

Nánari upplýsingar

Skógarmítlar hoppa ekki eða fljúga, heldur lenda á húð einstaklinga þegar ber húð fer um gras og snertir þannig mítil. Þegar ferðast er til landa þar sem skógarmítlar eru, skal klæðast háum sokkum og fötum sem hylja fætur þegar gengið er um skóglendi.

Ekki eru miklar líkur á smiti frá skógarmítli en ráðlagt er að fjarlægja mítilinn sem fyrst til að minnka líkur enn frekar á smiti.   

Gott er að skoða húð reglulega ef dvalist er í landi það sem skógarmítlar eru, sérstaklega hjá börnum. 

Einkenni

  • Útbrot: Fyrsta einkenni lyme sjúkdómsins getur verið húðroði sem dreifir sér í hring út frá bitinu eins og sjá má á myndinni. Yfirleitt myndast roðinn á fyrstu 4 vikum eftir bit en getur tekið allt að 3 mánuðum að koma fram.

Lyme sjúkdómur

Sumir fá einnig flensulík einkenni sem geta varið vikum saman sem dæmi:

Langvarandi einkenni

Útbreidd sýking verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt.

Flest mítlabit eru skaðlaus. Aðeins lítill hluti mítla ber með sér bakteríuna sem orsakar lyme sjúkdóm. Mítlabit er aðeins smitandi ef mítillinn hefur áður bitið dýr sem er smitað. Það eru litlar líkur á að veikjast eftir mítlabit og óþarfi að gera neitt í málinu nema roði myndist á stungustað eða fólk finni fyrir vanlíðan.

Greining

  • Líkamsskoðun
  • Blóðprufa
  • Strok frá sári

Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn þar sem einkennum svipar til ýmissa annara sjúkdóma og húðroði er ekki alltaf augljós. Hægt er að greina sjúkdóminn með mótefnamælingu í blóði, stundum í mænuvökva. Áreiðanleiki slíkra mælinga er ekki nógu góður fyrst eftir smit þar sem mótefnin finnast oft ekki fyrr en nokkrum vikum eftir sýkingu. Stundum er þó hægt að finna bakteríuna sjálfa í húðsýni frá húðroða.

Meðferð

Sýklalyf eru gefin við Lyme-sjúkdómi. Ef sýkingin svarar ekki vel sýklalyfjameðferð þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. Langflestir jafna sig eftir að hafa fengið sýklalyfjameðferð við sjúkdómnum.

Hafðu samband við heimilislækni ef einkenni eru enn til staðar eða koma aftur eftir sýklalyfjameðferð.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til heilsugæslunnar ef þú hefur verið á svæði undanfarna mánuði þar sem sýktir mítlar finnast og finnur fyrir:

  • Flensulíkum einkennum – hita, slappleika, höfuðverk, vöðva- eða beinverkjum
  • Hringlaga húðroða

Láttu starfsfólk heilsugæslunnar vita um grun þinn á mítlabiti

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku.​