Kólera (e. Cholera) er sýking af völdum Vibrio Choler bakteríu. Bakterían berst með menguðu vatni og matvælum í smáþarmana og veldur miklum vatnskenndum niðurgangi. Eiturefnin sem bakterían gefur frá sér hefur slæm áhrif á slímhúð þarma.
Einkenni
- Niðurgangur
Einkenni koma fram 12 klukkustundum til 5 dögum eftir að sýking hefur borist í fólk. Um 90% þeirra sem fá bakteríuna í sig hafa lítil eða væg einkenni og lagast án meðferðar.
- Illalyktandi, vatnskenndur niðurgangur kemur hjá innan við 10% þeirra sem veikjast en fæstir fá svæsin einkenni.
Svæsinn niðurgangur getur leitt til ofþornununar. Helstu einkenni þurrks eru:
- Hraður hjartsláttur
- Aukin þorstatilfinning
- Þurr húð
- Uppköst
- Stundum ruglástand
Vökvatap getur leitt til losts og dauða á örfáum klukkustundum fái fólk ekki viðeigandi meðferð.
Smitleiðir
- Mengað drykkjarvatn
- Neysla á sjávarfangi úr menguðu vatni - einkum skelfisk
- Neysla á matvöru sem sýkt fólk hefur meðhöndlað
- Einstaka smit getur orðið á milli manna. Bakteríurnar eru til staðar í hægðum smitaðra í 1-10 daga eftir sýkingu án meðferðar og geta borist aftur út í umhverfið og hugsanlega smitað annað fólk.
Kóleru sýkingar eru afar sjaldséðar á vesturlöndum en sjúkdómurinn er landlægur í þróunarlöndunum þar sem hreinlæti er ábótavant og vandamál er með vatnsveitur eða skólpkerfi. Faraldrar geysa stundum eftir náttúruhamfarir eins og eldgos og jarðskjálfta, þegar vatns- og skolplagnir fara í sundur. Flestir kóleru faraldrar verða í:
- Afríku
- Asíu, sérstaklega á Indlandi
- Suður og Mið-Ameríku
Greining
Kólera er greind með blóð- og saursýni.
Meðferð
- Vökvagjöf
- Sýklalyfjagjöf
Mikilvægt er að hefja meðferð um leið og svæsinna einkenna verður vart til að koma í veg fyrir ofþornun. Dánartíðni er há meðal þeirra sem ekki fá meðferð við slæmum einkennum kóleru.
Forvarnir
- Bursta tennurnar með drykkjarvatni úr flösku eða soðnu vatni
- Drekka vatn úr flöskum með öruggu innsigli eða soðið vatn
- Hreinlæti getur komið í veg fyrir smit á ferðalögum á svæðum þar sem kólera geysar
- Reglulegur handþvottur með hreinu vatni og sápu, einkum eftir salernisferðir, fyrir matseld og áður en matar er neytt.
- Bólusetning í undantekningartilvikum
Forðast:
- Neyslu á ósoðnu og hráum ávöxtum og grænmeti þ.m.t. salati sem ekki hefur verið þvegið með hreinu vatni.
- Að borða skelfisk og sjávarfang úr mögulega menguðu vatni eða sjó
- Sleppa ís og ísmolum
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leitaðu á heilsugæslu eða bráðamóttöku ef mikill vatnskenndur niðurgangur er til staðar eftir ferðalag á svæði þar sem kólera er landlæg.
- Er í vökvaformi og gefið sem drykkur
- Tveir skammtar eru gefnir fullorðnum með 1-6 vikum á milli skammta.
- Mikilvægt er að fá báða skammta fyrir brottför
- Virkni bóluefnis eru 2 ár
Hvað get ég gert?
- Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt
- Passa upp á hreinlæti