Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Hundaæði

Kaflar
Útgáfudagur

Hundaæði (e. rabies) er sjaldgæfur en alvarlegur veirusjúkdómur sem berst í fólk með biti eða klóri sýktra spendýra. Til er árangursrík meðferð til að koma í veg fyrir sjúkdóminn en nauðsynlegt er að leita stax til læknis verði fólk fyrir biti eða klóri spendýra í löndum þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Það gildir jafnt um bólusett og óbólusett fólk. Sjúkdóminn er ekki að finna á Íslandi.

Einkenni

Fyrstu einkenni hundaæðis koma venjulega fram innan 12 vikna frá biti eða klóri spendýrs. Þau eru:

Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist geta komið fram alvarlegri einkenni:

  • Kyngingarerfiðleikar
  • Ofskynjanir
  • Ruglástand
  • Vöðvakrampar
  • Flog
  • Lömun

Orsök

Veiran berst með munnvatni sýktra spendýra, aðallega hunda. Smit berst í fólk við bit eða klór af sýktum dýrum, en einnig ef dýrin sleikja opin sár eða munnvatn þeirra kemst í nálægð við munn eða augu fólks. Hundaæði smitast ekki í gegnum heila húð. 

Meðferð

Meðferð skal hefjast sem fyrst eftir bit eða klór. Rétt meðferð veitir fullan bata en sjúkdómurinn er banvænn hefjist meðferð ekki áður en einkenni koma fram. Meðferð felst í eftirfarandi: 

  • Sárahreinsun
  • Heilbrigðisstarfsmaður metur þörfina á meðferð sem getur verið fólgin í bólusetningu, oft nokkrum skömmtum og mótefnum

Hvað get ég gert?

Sé fólk bitið eða klórað af dýri í landi þar sem hundaæði er landlægur sjúkdómur þarf að gera eftirfarandi:

  1. Hreinsa sárið strax með volgu vatni og sápu í nokkrar mínútur
  2. Sótthreinsa sárið með sótthreinsivökva sem inniheldur alkóhól
  3. Fara strax til læknis á heilsugæslu eða bráðamóttöku. 

Ekki bíða með að fá læknishjálp þar til ferðalagi lýkur.

Forvarnir
  • Forðast nálægð við villt dýr, bæði lifandi og dauð. Ekki gefa dýrum að borða og ekki klappa dýrum.
  • Hindra að leðurblökur komist nærri sofandi ferðalöngum, sérstaklega börnum sem geta ekki sagt frá atvikum

Mælt er með bólusetningu ef ferðast er til lands þar sem hundaæði er landlægur sjúkdómur og: 

  • Dvalið er fjarri heilbrigðisþjónustu
  • Ætlunin er að vinna við eða vera í návígi við dýr