Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hjartabilun

Kaflar
Útgáfudagur

Hjartabilun (e. Heart failure) er þegar afkastageta hjartans minnkar af einhverjum orsökum. Hjartað nær þá ekki að dæla nægilegu blóði til líkamans. Algengast er að sjúkdómurinn ágerist með hækkandi aldri.

Hjartabilun er langvinnur sjúkdómur og ekki er til eiginleg lækning við henni. Til eru ýmis lyf sem draga úr einkennum og auka þannig lífsgæði. Margir einstaklingar með hjartabilun geta tekið þátt í daglegum athöfnum og stundað vinnu. 

Nánari upplýsingar

Hjartabilun má skipta í mismunandi flokka eftir einkennum:

  • Flokkur I Engin skerðing á þreki.
  • Flokkur II Væg skerðing á þreki. Engin einkenni í hvíld en venjuleg áreynsla veldur þreytu, mæði eða hjartsláttareinkennum.
  • Flokkur III Mikil skerðing á þreki. Einkenni koma fram við litla áreynslu.
  • Flokkur IV Einkenni eru oft til staðar í hvíld og aukast við minnstu áreynslu

Hjartabilun má skipta í tvær gerðir eftir því hvort dælugeta hjartans sé minnkuð eða ekki.

  • Hjartabilun með minnkaðri dælugetu: Hjartað dregst ekki nóg og vel saman sem veldur minnkaðri getu hjartans til að dæla blóði út í blóðrásina.
  • Hjartabilun án minnkaðrar dælugetu: Geta hjartans til að dragast saman er til staðar en hjartað er of stíft.

Einkenni

Í fyrstu geta einkenni komið einungis fram við mikla áreynslu en eftir því sem hjartabilunin þróast koma einkenni fram við sífellt minni áreynslu, helstu einkenni eru:

  • Fótabjúgur, getur verið betri á morgnana og aukist þegar líður á daginn
  • Mæði, erfiðleikar við að liggja flatur útaf
  • Svimi og yfirlið
  • Þreyta og magnleysi

Önnur einkenni:

  • Bjúgur á kvið / þaninn kviður.
  • Breyting á matarlyst
  • Breyting á þyngd, oftast þyngdaraukning en stundum þyngdartap
  • Breytt öndunarhljóð
  • Hósti í lengri tíma, getur verið verri á kvöldin
  • Hækkaður- , þungur- eða óreglulegur hjartsláttur
  • Kvíði og/eða depurð
  • Óáttun eða skerðing á hugrænni starfsemi
  • Uppþemba

Algengi

  • Árlega greinast um 5-10 einstaklingar með hjartabilun
  • Algengast er að hún komi fram með hækkandi aldri en hún getur greinst á hvaða aldri sem er
  • Karlar greinast oftar með hjartabilun

Orsök

Helstu orsakir:

  • Háþrýstingur
  • Kransæðasjúkdómur

Aðrar mögulegar orsakir:

  • Hjartavöðvasjúkdómar
  • Hjartalokusjúkdómar
  • Hjartsláttartruflanir
  • Lungnaháþrýstingur
  • Meðfæddir hjartagallar 

Greining

  • Blóðprufa
  • Hjartalínurit
  • Hjartaómun
  • Röntgenmyndataka
  • Sjúkrasaga

Meðferð

Hjartabilun er langvinnur sjúkdómur og yfirleitt þarf lyfjameðferð ævilangt. Lyfjameðferð getur haft mjög góð áhrif á þann hátt að halda einkennum niðri í lengri tíma en slík meðferð er oftast samsett af lyfjum sem hafa áhrif á virkni hjartans og æðakerfisins.   

  • Lyfjameðferð
  • Gangráður
  • Hjartabilunarþjónusta, sérhæft eftirlit með þróun og einkennum hjartabilunar 

Hvað get ég gert?

  • Forðast saltríka fæðu
  • Fylgjast með einkennum og halda skrá um þau, t.d. fylgjast með þyngd og bjúgmyndun
  • Forðast óhóflega áfengisneysla
  • Hollt og fjölbreytt matarræði
  • Regluleg hreyfing
  • Taka inn ráðlögð lyf á réttum tímum samkvæmt fyrirmælum
  • Tóbaksleysi

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til næstu heilsugæslu ef:

  • Fótabjúgur
  • Mæði 
  • Skyndileg þyngdaraukning (meira en 1-2 kg á sólarhring eða 2-3 kg á viku)
  • Mikill svimi eða yfirlið
  • Óreglulegur hjartsláttur
  • Óáttun eða skerðing á hugrænni starfsemi
  • Önnur einkenni hjartabilunar
  • Þreyta eða magnleysi 

Leitaðu til næstu bráðamóttöku ef eftirfarandi einkenni eru til staðar:

  • Andþyngsli
  • Bleik froða í munni
  • Hækkaður-, þungur- eða óreglulegur hjartsláttur
  • Óeðlileg öndunarhljóð

Finna næstu heilsugæslu hér