Hitaslag er þegar hár lofthiti eða sterk sól veldur því að líkamshitinn hækkar. Í miklum hita á líkaminn erfitt með að kæla sig niður með svita.
Einkenni
- Hár hiti
- Hraðari öndun eða hjartsláttur
- Höfuðverkur
- Svimi
- Svitaköst, föl húð eða útbrot
- Ógleði
- Þreyta
- Þorsti
Alvarlegri einkenni
- Húðin er heit, rauð en ekki sveitt
- Krampi
- Skert meðvitund
- Skortur á samhæfingu
Einkenni hitaslags eru oft þau sömu bæði í börnum og fullorðnum en börn geta einnig orðið örg.
Hvað get ég gert?
- Fara á svalan stað
- Fjarlægja allan óþarfa fatnað eins og jakka eða sokka
- Drekka kalt vatn eða íþróttadrykki
- Kæla húðina. Til dæmis með því að bleyta með köldu vatni og/eða vera við viftu. Einnig er hægt að setja kalda bakstra aftan á háls eða í handarkrika
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leitaðu á næstu heilsugæslu ef:
- Einkenni fara ekki á 30 mínútum
- Vanlíðan sökum einkenna
Leitaðu á næstu bráðamóttöku ef:
- Ef eitt af alvarlegri einkennunum koma fram
- Einkenni minnka ekki á 30 mínútum þrátt fyrir meðferð
Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér.
Forvarnir
- Drekka kalda drykki, sérstaklega við hreyfingu
- Nota sólkrem
- Klæðast ljósum, víðum fatnaði og vera með hatt
- Vera í skugga yfir heitasta tíma dags
- Forðast koffín, heita og áfenga drykki
- Draga úr líkamlegu erfiði
- Fara í kalda sturtu eða bleyta húð og föt með köldu vatni
- Vera innandyra, draga fyrir gluggatjöld, loka gluggum og kveikja á viftu
- Börn, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru líklegri til að fá hitaslag
Hreyfing sem og dvöl í heitu loftslagi eykur líkur á hitaslagi.