Fara á efnissvæði

Hib bakteríusýking

Kaflar
Útgáfudagur

Haemophilus influenzae b eða Hib er hópur baktería sem eru flokkaðar eftir gerð þeirra. Hib getur valdið ýmsum sjúkdómum, sumum alvarlegum.

Sjúkdómar sem Hib bakterían getur valdið:

Smitleiðir

Hib baktería berst á milli manna með úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra. Fólk getur verið smitandi þó engin einkenni séu til staðar ef bakterían er til staðar. 

Forvarnir

Bólusetning er öflugasta forvörnin gegn sýkingum af völdum haemophilus influenzae b. Bólusetning hér á landi hófst á níunda áratug síðustu aldar sem hluti af almennum bólusetningum barna. Almennt eru litlar aukaverkanir af bólusetningunni. Sjá nánar um  fyrirkomulag barnabólusetninga.

Hægt er að gefa einstaklingum sem útsettir eru fyrir smiti viðeigandi sýklalyf í forvarnarskyni.

Finna næstu heilsugæslustöð eða bráðamóttöku