Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hálsbólga

Kaflar
Útgáfudagur

Hálsbólga (e. sore throat) er í um 90% tilvika af völdum veirusýkingar, til dæmis ef fólk er kvefað. Í þeim tilfellum ætti hálsbólgan að læknast af sjálfu sér á viku og oftast er óþarfi að leita til heilsugæslunnar. Hins vegar getur hálsbólga líka verið af völdum baktería sem nefnast streptókokkar en það er sjaldgæfara eða í um 10% tilfella. Ef hálsbólga er vegna streptókokka þarf langoftast að gefa sýklalyf. Særindi í hálsi geta líka verið vegna ofnæmis eða reykinga.

Einkenni

Veiru hálsbólga
  • Særindi í hálsi
  • Sárt að kyngja
  • Hæsi
  • Þurrkur eða kláði í hálsi
  • Roði aftast í munninum
  • Bólgnir eitlar á hálsi
  • Nefrennsli
  • Hósti
  • Roði í augum
Streptókokka hálsbólga

Fólk með streptókokka hálsbólgu hefur yfirleitt ekki hósta, nefrennsli eða roða í augum, heldur eru einkennin oftast:

  • Hiti - hjá börnumhjá fullorðnum
  • Aumir/bólgnir eitlar á hálsi
  • Mjög sár verkur í hálsi
  • Hvítar skellur á hálskirtlum og bólginn úfur
Veiru hálsbólga
  • Særindi í hálsi
  • Sárt að kyngja
  • Hæsi
  • Þurrkur eða kláði í hálsi
  • Roði aftast í munninum
  • Bólgnir eitlar á hálsi
  • Nefrennsli
  • Hósti
  • Roði í augum
Streptókokka hálsbólga

Fólk með streptókokka hálsbólgu hefur yfirleitt ekki hósta, nefrennsli eða roða í augum, heldur eru einkennin oftast:

  • Hiti - hjá börnumhjá fullorðnum
  • Aumir/bólgnir eitlar á hálsi
  • Mjög sár verkur í hálsi
  • Hvítar skellur á hálskirtlum og bólginn úfur

Hvað get ég gert?

  • Hægt er að fá streptókokka próf í apótekum sem taka má heima
  • Hvíld
  • Taka verkjalyf sem fást í apótekum án lyfseðils. Á sérlyfjaskrá má finna fylgiseðla lyfja.
  • Drekka vel
  • Sumum finnst gott að fá sér heitt sítrónuvatn með hunangi
  • Nota hálstöflur (ekki fyrir börn undir 4 ára) eða hunang til að draga úr óþægindum og hósta
  • Taka minni en fleiri sopa ef sárt er að kyngja
  • Sumum finnst gott að fá raka, til dæmis með að skrúfa frá heita vatninu inni á lokuðu baðherbergi
  • Forðast reykingar
  • Halda sig heima þar til þú hefur verið hitalaus í sólarhring

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til heilsugæslunnar ef:

  • Þú hefur einkenni steptókokkahálsbólgu, sjá hér að ofan
  • Streptókokka próf er jákvætt
  • Ungt barn með kvef eða hálsbólgu fer að slefa meira en venjulega
  • Þú færð útbrot
  • Þú færð liðverki
  • Gengur illa að drekka vökva og hætta er á ofþornun
  • Þú ert með veiklað ónæmiskerfi, til dæmis vegna sykursýki eða krabbameinsmeðferðar
  • Þú ert með háan hita og hroll
  • Einkenni lagast ekki innan nokkurra daga eða versna

Leita til bráðamóttöku strax ef:

  • Þú átt í vandræðum með andardrátt
  • Þú getur alls ekki kyngt
  • Ef það heyrist flaut (hátíðnihljóð) við öndun
  • Tungan eða hálsinn er orðin bólginn og heftir öndun

Finna næstu bráðamóttöku eða heilsugæslustöð.

Forvarnir

Góður reglulegur handþvottur dregur úr líkum á smiti.