Bráð gallblöðrubólga (e. acute cholecystitis) er alvarlegur fylgikvilli gallsteina. Ef gallsteinn festist í gallblöðrurásinni eykst þrýstingur innan gallblöðrunnar sem veldur bólgumyndun og hættu á sýkingu. Bráð gallblöðrubólga þarfnast meðferðar á sjúkrahúsi.
Mikilvægt
Ef grunur er um bráða gallblöðrubólgu þarf að leita strax til læknis Fylgikvillar geta verið alvarlegir.
Gallblaðran er lítið pokalaga líffæri hægra megin í kviðarholi fyrir neðan lifrina. Lifrin framleiðir gall sem meltir fitu. Gallið safnast í gallblöðru sem hefur það hlutverk að geyma gall þar til meltingarkerfið þarf á því að halda. Ef melta þarf fitu losar gallblaðran gall til meltingarkerfisins.
Einkenni
- Sársaukafullur og skyndilegur verkur yfir hægri hluta kviðarhols.
- Verkur getur leitt upp í hægri öxl
- Viðvarandi verkur
Önnur þekkt einkenni
- Kviður þrútinn eða aumur viðkomu
- Hiti - hjá börnum - hjá fullorðnum
- Lystarleysi
- Ógleði og vanlíðan
- Hraður hjartsláttur
- Gula - húð gulleit eða hvíta í augum gul
Orsök
Gallsteinar eru algengasta orsök gallblöðrubólgu. Þegar gallsteinn stíflar gallganginn safnast gall upp í gallblöðrunni og þrýstingur í henni eykst sem veldur bólgu. Við þessar aðstæður eykst hætta á sýkingu.
Gallblöðrubólgu án gallsteina er sjaldgæf og ástæður ekki alltaf augljósar. Áverkar eða alvarleg veikindi geta valdið gallblöðrubólgu.
Greining
Helstu þættir sem koma til sögu við greiningu:
- Sjúkrasaga
- Skoðun á kvið og einkennum
Dæmi um rannsóknir sem mögulega þarf að gera:
- Blóðprufur
- Ómskoðun
Meðferð
Innlögn á sjúkrahús kann að vera nauðsynleg sé um bráða gallblöðrubólgu að ræða. Meðferð felur í sér:
- Föstu til að minnka álag á gallblöðruna
- Vökvagjöf í æð
- Verkjalyf
- Sýklalyf
- Skurðaðgerð ef fjarlægja þarf gallblöðru
Gallblaðran er fjarlægð með lítilli aðgerð. Fólk jafnar sig á fáeinum dögum, sýkingarhætta er lítil og ör verða sáralítil.
Fólk þarf ekki að gera breytingar á lífi sínu eftir slíka aðgerð þó mælt með að forðast fæðu með mikilli mettaðri fitu.
Lifrin heldur áfram að framleiða gall til að melta fæðu en gallið drýpur stöðugt út í meltingarkerfið frekar en að safnast upp í gallblöðru.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Ef einkenni bráðrar gallblöðrubólgu eru til staðar leitaðu þá strax lænisaðstoðar
Talið er að jákvæðar breytingar á lífsstíl og að ná sinni kjörþyngd, sé fólk í yfirþyngd, geti komið í veg fyrir myndun gallsteina.
Með því að fylgja ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og reglulega hreyfingu má ná og viðhalda góðri heilsu og vellíðan.
Þar sem gallsteinar virðast aðallega myndast úr kólesteróli er fólki ráðlagt að forðast fæðu með mikilli mettaðri fitu. Hér má nefna:
- Kökur og kex
- Smjör, smjörolía og dýrafita
- Rjómi og harðir ostar
- Pylsur og kjötálegg
- Kókos- og pálmaolíu
Ekki er mælt með skyndilausnum í mataræði og léttast of hratt með megrunarkúrum. Slíkt getur truflað samsetningu galls og aukið frekar hættuna á að gallsteinar myndist.