Flogaveiki er skilgreint sem aukin tilhneiging til að fá flog. Flogaveiki er taugaröskun sem orsakast af breytingum á rafboðum í heila sem einkennist af endurteknum flogum.
Einkenni geta verið mismunandi, allt frá stuttum störum yfir í flog með vöðvakippum og skerðingu á meðvitund.
Einkenni
Einkenni geta komið mismunandi fram eftir því hvaða svæði heilans á í hlut. Dæmi um einkenni:
- Andleg einkenni eins og hræðsluköst
- Froðumyndun í munni
- Máttleysi (falla í jörðina)
- Meðvitundarskerðing
- Sumir halda meðvitund á meðan aðrir missa meðvitund
- Missa skynjun á umhverfi
- Missa þvag
- Skyntruflanir til dæmis truflun á sjón, heyrn, bragði eða lykt
- Stífleiki
- Óviðráðanlegir vöðvasamdrættir eða skjálfti
- Undarleg tilfinning og óróleiki í kvið, náladofi í útlimum eða breyting á lykt eða bragði
Orsök
Oftast er orsök óþekkt en getur verið tengd erfðum. Einnig getur flogaveiki komið í kjölfarið á:
- Alvarlegum höfuðáverka
- Heilablóðfalli
- Heilaæxli
- Misnotkun á fíkniefnum eða áfengi
- Sýkingu í heila
- Súrefnisskorti í fæðingu
Greining
- Sjúkrasaga
- Heilalínurit
Margar orsakir geta verið fyrir flogum og því geta aðrar rannsóknir verið gerðar, til dæmis:
- Tölvusneiðmynd
- Segulómun
Flogaveiki greinist oftast hjá börnum eða hjá fólki yfir 60 ára en getur komið fram á hvaða aldri sem er.
Meðferð
- Helsta meðferðin er lyfjameðferð
- Sumir þurfa lyfjameðferð alla ævi meðan aðrir hætta að fá flog með tímanum.
- Önnur meðferð getur verið skurðaðgerð.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Hringja skal í 112 ef:
- Þetta er fyrsta flog
- Einstaklingur fær flog í vatni
- Einstaklingur hefur meitt sig
- Endurtekin flog
- Flog varir í 5 mínútur eða lengur
- Áhyggjur eru af einstaklingi
Leita skal til læknis ef einstaklingur fær flog þrátt fyrir lyfjameðferð.
Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér.