Fara á efnissvæði

Botnlangabólga

Kaflar
Útgáfudagur

Botnlangabyrjarbólga (e.appendicitis) er sýking í botnlanganum. Botnlanginn er hluti af ristlinum og er staðsettur neðarlega í kvið hægra megin.

Einkenni

  • Hiti - hjá börnum - hjá fullorðnum
  • Kviðverkur, byrjar oft við nafla og færist svo niður hægra megin í kviðarholi og versnar
  • Lystarleysi
  • Niðurgangur eða hægðatregða
  • Ógleði og uppköst
  • Verkur stigmagnast, verri við hreyfingu eða hósta

Meðferð

Fjarlægja þarf botnlangann með skurðaðgerð. Gefin eru sýklalylf í kjölfarið. Botnlanginn er líffæri sem auðvelt er að vera án. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef grunur er um botnlangabólgu þarf að leita til heilsugæslunnar. 

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér.