Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Botnlangabólga

Kaflar
Útgáfudagur

Botnlanginn er tengdur við ristil og er staðsettur neðarlega í kvið hægra megin.

Við botnlangabólgu bólgnar botnlanginn upp og sýking kemur í hann. Ef ekkert er að gert getur komið rof á botnlangann og sýkingin borist út í kviðarholið og blóðrásina og valdið lífhimnubólgu.

Einkenni

  • Hiti - hjá börnum - hjá fullorðnum
  • Kviðverkur, getur verið við nafla eða neðarlega í kvið, oftar hægra megin
  • Lystarleysi
  • Niðurgangur
  • Ógleði og uppköst
  • Verkur stigmagnast, verri við hreyfingu eða hósta

Meðferð

  • Skurðaðgerð
  • Sýklalyf

Þegar botnlangi bólgnar upp er hann fjarlægður með skurðaðgerð og gefin eru sýklalyf. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef kviðverkir stigmagnast skal leita til læknis

Börnum á höfuðborgarsvæðinu er vísað á barnaspítala til frekara mats, fullorðnir fara á bráðamóttöku.

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér.