Fara á efnissvæði

Blóðtappi í útlimum

Kaflar
Útgáfudagur

Blóðtappi í útlimum (e. deep vein thrombosis, DVT) verður þegar efni í blóðinu þykkna og hindra eða loka fyrir blóðflæði í æðinni.

Blóðtappi í útlimum er oftast staðsettur í  bláæðum í fótum. Blóðtappi getur þó einnig komið fram í bláæðum í handleggjum þó það sé sjaldgæfara. 

Einkenni

  • Bólgnar æðar sem eru harðar eða viðkvæmar 
  • Bólga í fæti, algengast er að bólgan sé bara í öðrum fætinum
  • Hiti í húðinni kring um verkjaða svæðið
  • Roði eða dekkri húð í kring um verkjaða svæðið, það getur verið erfiðara að sjá slíkt á dökkri húð
  • Sársaukafullur verkur í öðrum fætinum (sjaldan sem verkur er í báðum fótum)
  • Verkur sem kemur fram við gang eða þegar staðið er upp 

Áhættuþættir

Þó blóðtappi geti komið án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eru þekkir ákveðnir áhættuþættir.

Eftirfarandi atriði auka lýkur á að fá blóðtappa:

Aðstæður sem auka lýkur á blóðtappa:

  • Ert inniliggjandi á sjúkrahúsi eða nýleg sjúkrahúslega
  • Ert rúmliggjandi 
  • Ferðir lengri en 3 klukkustundir í flugi, lest eða bíl
  • Ert ófrísk eða ný búin að eiga barn (síðustu 6 vikur)  
  • Vökvaskortur

Greining

Læknir greinir blóðtappa með skoðun og rannsóknum. Þar getur verið um að ræða ómskoðun, sneiðmyndatöku eða röntgenmyndatöka.

Meðferð

Meðferð fer fram á sjúkrahúsi og felst í lyfjameðferð og í sumum tilvikum aðgerð.

Hvað get ég gert?

Hafir þú einkenni sem bent geta til blóðtappa er ráðlegt að leita strax til heilsugæslunnar. Læknir gerir greiningu og ráðleggur með framhaldið. Ef þú ert með blóðtappa færðu meðferð og í framhaldinu er gott að huga að forvörnum. Sjá neðar á þessari síðu.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til næstu heilsugæslu ef: 

Einkenni eru til staðar sem bent geta til blóðtappa

Leitaðu til næstu bráðamóttöku ef: 

Einkenni eru um blóðtappa ásamt:

  • Brjóstverk
  • Erfiðleikum við öndun 

Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir fara á rek í líkamanum.

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku.

Forvarnir

Til þess að minnka líkur á að fá blóðtappa: