Fara á efnissvæði

Beinbrunasótt

Kaflar
Útgáfudagur

Beinbrunasótt (e. Dengue) er veirusýking sem berst í fólk með bitum sýktra moskítóflugna. Veiran smitast ekki á milli manna. Einkenni beinbrunasóttar eru oftast flensulík einkenni, margir eru einkennalausir en í einstaka tilfellum geta einkenni orðið alvarleg.

Þar sem bóluefni er ekki til gegn beinbrunasótt er mikilvægt að huga vel að forvörnum gegn moskitóbitum.

Einkenni

Sjúkdóminn eru í flestum tilvikum nánast einkennalaus. Einkenni koma fram 4-10 dögum eftir bit, helstu einkenni eru:   

Í fáeinum tilfellum getur beinbrunasótt þróast í lífshættulegt ástand. Helstu einkenni eru:  

  • Blóð í hægðum eða uppköstum
  • Blæðingar í húð og slímhúðum líkamans, marblettir 
  • Blæðing úr nefi eða tannholdi 
  • Hröð öndun
  • Kviðverkur
  • Marblettir
  • Mikil þreyta

Greining

Sjúkdómsgreining felst aðallega í upplýsingum um ferðalag, hugsanleg moskitóbit og lýsingu á einkennum. Beinbrunasótt er staðfest með því að mæla mótefni í blóðsýni.

Orsök og smitleiðir

Beinbrunasótt er moskítóborin veirusýkingin. Veiran er landlæg í Asíu, Mið- og Suður Ameríku og í Karabíska hafinu. Beinbrunasótt er ekki landlæg í Evrópu en séu umhverfisaðstæður hagstæðar þá geta moskítóflugur borið sjúkdóminn og valdið staðbundinni útbreiðslu. Tilkynnt hefur verið um tilfelli á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. 

Meðferð 

Meðferð við alvarlegri beinbrunasótt miðar að því að draga úr skaðsemi einkennanna og draga þannig úr líkum á dauðsföllum. Slík meðferð fer fram á sjúkrahúsum, oftast á gjörgæslu. Ekki eru til lyf sem lækna beinbrunasótt. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef fram koma einkenni eins og hár hiti, höfuðverkur eða útbrot innan 2ja vikna eftir að ferðalagi lýkur til lands þar sem hætta er á beinbrunasótt er ráðlegt að leita til næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku. Sjúkrahúsinnlögn kann að vera nauðsynleg.

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku.

Fyrirbyggjandi

Mælt er með að kynna sér vel aðstæður og smithættu á þeim stöðum sem ferðast er til. Það má til dæmis gera á fitfortravel.nhs.uk

Kynntu þér rækilega varnir gegn moskítóbiti.