Eftirfarandi eru nokkur hollráð um örugga netnotkun og þá sérstaklega þegar kemur að því að meðhöndla viðkvæm gögn sem við viljum ekki að rati í rangar hendur.
- Notum örugga nettengingu, ekki opin net í almenningi svo sem kaffihúsum, flugvöllum, hótelum og svo framvegis
- Hlaðið ekki niður viðkvæmum gögnum á tæki sem aðrir hafa aðgang að
- Skráum okkur út eftir notkun og lokum vafragluggum
- Læsum tækjum sem við notum til að meðhöndla viðkvæm gögn
- Sendum ekki frá okkur persónugreinanleg gögn að óþörfu