Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Tóbak og brjóstagjöf

Kaflar
Útgáfudagur

Móður með barn á brjósti er ráðlagt að nota ekki tóbak. Nikótín skilst út í brjóstamjólk og er heilsuspillandi fyrir barnið.

Reykingar og munntóbaksnotkun draga úr framleiðslu á hormóninu prólaktíni sem er nauðsynlegt til að framleiða brjóstamjólk. Mæður sem nota tóbak framleiða því minni mjólk en þær myndu annars gera. 

Móðir sem treystir sér ekki til að hætta að nota tóbak er ráðlagt að hafa barn sitt á brjósti en draga úr tóbaksnotkun eins og kostur er. Bíða með brjóstagjöf í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund eftir tóbaksnotkun þar sem styrkur nikótíns er hár í þann tíma. 

Óbeinar reykingar eru sérstaklega hættulegar fyrir börn. Aukin hætta er á astma, eyrnabólgu, magakveisu, ofnæmi og vöggudauða. Foreldrar ættu ávallt að tryggja börnum sínum tóbakslaust umhverfi

Hægt er að fá meðferð og stuðning við að hætta tóbaksnotkun á netspjalli hér á síðunni og í síma 5131700.

Hér á síðunni eru líka góð ráð til að hætta eða draga úr tóbaksnotkun. 

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12