Fara á efnissvæði

Þroski 7-9 mánaða

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Á þessum aldri fara flest börn að hreyfa sig úr stað og nota til þess ýmsar aðferðir. Jafnvægið þróast þannig að þau geta setið upprétt án stuðnings og hafa gott vald á hreyfingum handanna og gera nú greinarmun á fólki.

7 mánaða

Grófhreyfingar

  • Veltir sér af baki yfir á maga.
  • Getur togað sig upp til að sitja með því að halda í tvo fingur á þeim sem hjálpar.
  • Situr óöruggt, gleitt með stóran undirstöðuflöt. Notar hendur til að styðja sig eftir þörfum.
  • Hoppar þegar því er haldið uppréttu með fætur á gólfi.

Fínhreyfingar

  • Lemur kubbum og höndum í borð.
  • Tekur hlut með annarri hendinni og heldur honum þó það seilist eftir öðrum hlut með hinni hendinni. 
  • Setur allt í munninn sem það handfjatlar.
  • Nartar sjálft í kexköku.

Samskipti

  • Brosir við sjálfu sér í spegli.
  • Klappar á spegilmynd sína.
  • Hermir eftir einföldum hreyfingum.
  • Gerir greinamun á þeim sem það þekkir og ókunnugum.
  • Réttir handleggi á móti þeim sem það vill láta taka sig.
  • Bíður spennt eftir endurtekningu á skemmtilegum leik.
  • Klemmir saman varirnar ef því mislíkar fæða.

Málþroski

  • Hjalar við sjálfu sér í spegli
  • Hermir eftir einföldum hljóðum
  • Hjalið orðið fjölbreyttara, ba-ba, da-da og ga-ga.
  • Snýr höfðinu markvisst í átt að hljóði.
  • Hlustar þegar talað er við það.
  • Kannast við algeng orð eins og drekka.
8 mánaða

Grófhreyfingar

  • Betra jafnvægi þegar það situr.
  • Hallar sér fram til að ná í hlut en nær sér ekki upp aftur.
  • Stendur við húsgögn og heldur sér.

Fínhreyfingar

  • Tekur litla hluti milli þumals og vísifingurs með fingurna beina. Þetta er byrjunin á því að þróa tangargripið.
  • Byrjar að sleppa hlutum sjálfrátt.

Málþroski

  • Hermir eftir og bætir í hljóðasafnið pa-pa og ma-ma.
9 mánaða

Grófhreyfingar

  • Sest upp sjálft. Situr lengi með gott jafnvægi og getur snúið sér í hring á rassinum.
  • Kemst úr sitjandi stöðu yfir á magann.
  • Ýtir sér aftur á bak þegar það ætlar að toga sig áfram á maganum.
  • Hreyfir sig um á maganum.
  • Hallar sér fram til að ná í hlut sitjandi og nær jafnvægi aftur.
  • Togar sig upp til að standa, stendur upp við húsgögn.
  • Tvístígur með stuðningi

Fínhreyfingar

  • Tekur um skaft á skeið.
  • Matar sig með höndum.
  • Heldur sjálft á pela.
  • Slær tveimur kubbum saman.
  • Reynir að taka báðum höndum um drykkjarmál, drekkur sjálft úr því með aðstoð.

Samskipti

  • Hlustar eftir hljóðum til dæmis tikk í klukku, tónlist eða rödd.
  • Skilur að fela sig á bak við eitthvað.
  • Mislíka þegar leikfang er tekið af því.
  • Fagnar þegar vinur birtist
  • Bandar frá sér þegar því er snýtt eða þurrkað um munn.
  • Tekur húfu eða tusku af höfði sér.

Málþroski

  • Fer að mynda stutt orð
  • Ma-ma og pa-pa bætast í hljóðasafnið.
  • Skilur algeng orð sem notuð eru í umönnun barnsins.
Örvun

Hæfileikinn til að herma eftir er ein leið til að læra. Barnið hermir eftir einföldum hljóðum og hreyfingum. Þessi eiginleiki er endalaus uppspretta leikja sem efla þroskann.

Barnið vill komast úr stað og notar ýmsar aðferðir til að gera það. Rúllar sér, veltir, reynir að toga sig upp. Það er gott að hjálpa barninu við þessar tilraunir til dæmis með því að hjálpa því að sitja með stuðningi eða standa upp við stól í stutta stund. Leyfa því að vera á gólfinu þar sem það getur rúllað sér að vild. Öll hreyfing hjálpar til við þroska barnsins og aldrei of mikið af leik með þeim sem annast barnið. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Lestur örvar málþroskann og er mælt með því að foreldrar lesi fyrir barnið á hverjum degi, áður en það byrjar að tala. Til eru einfaldar myndabækur og bækur sem gefa frá sér hljóð sem barnið getur leikið sér með. Smám saman lærir það að fletta bókinni sjálft og skoða hana. 

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

7 mánaða

Grófhreyfingar

  • Veltir sér af baki yfir á maga.
  • Getur togað sig upp til að sitja með því að halda í tvo fingur á þeim sem hjálpar.
  • Situr óöruggt, gleitt með stóran undirstöðuflöt. Notar hendur til að styðja sig eftir þörfum.
  • Hoppar þegar því er haldið uppréttu með fætur á gólfi.

Fínhreyfingar

  • Lemur kubbum og höndum í borð.
  • Tekur hlut með annarri hendinni og heldur honum þó það seilist eftir öðrum hlut með hinni hendinni. 
  • Setur allt í munninn sem það handfjatlar.
  • Nartar sjálft í kexköku.

Samskipti

  • Brosir við sjálfu sér í spegli.
  • Klappar á spegilmynd sína.
  • Hermir eftir einföldum hreyfingum.
  • Gerir greinamun á þeim sem það þekkir og ókunnugum.
  • Réttir handleggi á móti þeim sem það vill láta taka sig.
  • Bíður spennt eftir endurtekningu á skemmtilegum leik.
  • Klemmir saman varirnar ef því mislíkar fæða.

Málþroski

  • Hjalar við sjálfu sér í spegli
  • Hermir eftir einföldum hljóðum
  • Hjalið orðið fjölbreyttara, ba-ba, da-da og ga-ga.
  • Snýr höfðinu markvisst í átt að hljóði.
  • Hlustar þegar talað er við það.
  • Kannast við algeng orð eins og drekka.
8 mánaða

Grófhreyfingar

  • Betra jafnvægi þegar það situr.
  • Hallar sér fram til að ná í hlut en nær sér ekki upp aftur.
  • Stendur við húsgögn og heldur sér.

Fínhreyfingar

  • Tekur litla hluti milli þumals og vísifingurs með fingurna beina. Þetta er byrjunin á því að þróa tangargripið.
  • Byrjar að sleppa hlutum sjálfrátt.

Málþroski

  • Hermir eftir og bætir í hljóðasafnið pa-pa og ma-ma.
9 mánaða

Grófhreyfingar

  • Sest upp sjálft. Situr lengi með gott jafnvægi og getur snúið sér í hring á rassinum.
  • Kemst úr sitjandi stöðu yfir á magann.
  • Ýtir sér aftur á bak þegar það ætlar að toga sig áfram á maganum.
  • Hreyfir sig um á maganum.
  • Hallar sér fram til að ná í hlut sitjandi og nær jafnvægi aftur.
  • Togar sig upp til að standa, stendur upp við húsgögn.
  • Tvístígur með stuðningi

Fínhreyfingar

  • Tekur um skaft á skeið.
  • Matar sig með höndum.
  • Heldur sjálft á pela.
  • Slær tveimur kubbum saman.
  • Reynir að taka báðum höndum um drykkjarmál, drekkur sjálft úr því með aðstoð.

Samskipti

  • Hlustar eftir hljóðum til dæmis tikk í klukku, tónlist eða rödd.
  • Skilur að fela sig á bak við eitthvað.
  • Mislíka þegar leikfang er tekið af því.
  • Fagnar þegar vinur birtist
  • Bandar frá sér þegar því er snýtt eða þurrkað um munn.
  • Tekur húfu eða tusku af höfði sér.

Málþroski

  • Fer að mynda stutt orð
  • Ma-ma og pa-pa bætast í hljóðasafnið.
  • Skilur algeng orð sem notuð eru í umönnun barnsins.
Örvun

Hæfileikinn til að herma eftir er ein leið til að læra. Barnið hermir eftir einföldum hljóðum og hreyfingum. Þessi eiginleiki er endalaus uppspretta leikja sem efla þroskann.

Barnið vill komast úr stað og notar ýmsar aðferðir til að gera það. Rúllar sér, veltir, reynir að toga sig upp. Það er gott að hjálpa barninu við þessar tilraunir til dæmis með því að hjálpa því að sitja með stuðningi eða standa upp við stól í stutta stund. Leyfa því að vera á gólfinu þar sem það getur rúllað sér að vild. Öll hreyfing hjálpar til við þroska barnsins og aldrei of mikið af leik með þeim sem annast barnið. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Lestur örvar málþroskann og er mælt með því að foreldrar lesi fyrir barnið á hverjum degi, áður en það byrjar að tala. Til eru einfaldar myndabækur og bækur sem gefa frá sér hljóð sem barnið getur leikið sér með. Smám saman lærir það að fletta bókinni sjálft og skoða hana. 

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.