Fara á efnissvæði

Þroski 10-12 mánaða

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þetta tímabil einkennist af því að barnið er nú farið að koma sér frá einum stað til annars og standa upp við húsgögn sjálft. Mikilvægt er á þessum tíma að tryggja að barnið fari sér ekki að voða.

10 mánaða

Grófhreyfingar

  • Ruggar sér á fjórum fótum.
  • Skríður á fjórum fótum fram og aftur.
  • Togar sig á fætur með því að taka í húsgögn.
  • Tekur skref á staðnum og til hliðar.
  • Gengur með stuðningi við húsgögn.

Fínhreyfingar

  • Potar í smáhluti með vísifingri.
  • Setur allt það smæsta sem verður á vegi þess upp í sig.
  • Tangargripið heldur áfram að þróast og nú fer barnið að beygja liðamót fingranna þegar smáhlutur eru teknir upp með þumli og vísifingri.

Samskipti

  • Hjálpar til við að klæða sig. Réttir út arma í ermar og fætur í skálmar og skó. 
  • Klappar saman lófum og hermir eftir hreyfingum.
  • Endurtekur það sem hlegið er að. Byrjar að skilja hrós.
  • Tekur kubb úr dollu og setur ofan í.
  • Lyftir loki af dós þegar búið er að sýna það.
  • Lærir fljótt nýja hluti

Málþroski

  • Skilur „nei“.
  • Hermir eftir orðum eins og datt, mamma, pabba.
  • Skilur „hvar er pabbi/mamma?“ „hvar er ljósið?“
  • Réttir fram kubb án þess að sleppa, þegar sagt er takk og hönd rétt fram eftir kubbinum og sagt „takk“.
11 mánaða

Grófhreyfingar

  • Getur stigið í aðra ilina þegar það skríður.
  • Getur gengið þegar það fær stuðning með því að halda í báðar hendur.

Fínhreyfingar

  • Réttir fram kubb og sleppir þegar sagt er „takk“.

Samskipti

  • Hjálpar til við að borða og drekka.
  • Hættir í smástund því sem er bannað.
  • Togar til sín hluti í bandi.
  • Finnur falinn hlut, kastar dóti af ásetningi.
  • Rúllar bolta á milli.

Málþroski

  • Skilur nokkur einföld boð með bendingu.
  • Kemur þegar kallað er á það.
  • Hristir höfuð þegar það meinar nei.
  • Byrjar að nota orð til að fá sitt fram.
12 mánaða

Grófhreyfingar

  • Gengur á fjórum „fótum“, iljar og lófar í gólfi með rassinn út í loftið.
  • Getur gengið með stuðningi annarrar handar.

Fínhreyfingar

  • Opnar lófann í samræmi við stærð hlutar.
  • Tekur með annarri hendi tvo litla kubba, getur haldið á þremur kubbum með báðum höndum.
  • Stingur smáhlut niður um stút á flösku.
  • Staflar tveimur kubbum hvorum ofan á annan.
  • Hendir dóti í gólf hvað eftir annað.
  • Drekkur sjálft úr bolla.
  • Reynir að borða sjálft með skeið.

Samskipti

  • Sækir dót ef það er hvatt til þess.
  • Lánar leikfang og vill fá það til baka aftur. Takk/gjörðu svo vel leikurinn.
  • Næstum hætt að athuga dót með munninum.
  • Skilur eltingarleik.

Málþroski

  • Skilur einfaldar setningar eins og „hvar er skórinn?“
  • Segir nokkur orð með merkingu.
  • Skilur mörg orð og stuttar setningar.
  • Næstum hætt að slefa.
Örvun

Barnið er að fá meiri og meiri skilning á heiminum og um að gera að njóta þess með barninu. 

Leikur barnsins verður sífellt markvissari og það er að uppgötva ýmsa nýja hluti. Leikföng sem taka mið af því verða skemmtileg. Þau uppgötva dýpt og hafa gaman af að setja hluti ofan í eitthvað og taka aftur upp. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Að tala, syngja, lesa/skoða bók og dansa saman örvar barnið. Nú fer það að geta lært ýmis dýrahljóð, vinka bless og þekkja líkamshluta. Á þessum aldri er hægt að kenna börnum að þekkja allt mögulegt og benda á. Það er aðeins hugmyndaflugið sem stoppar fólk. Þau skilja flest sem sagt er við þau og geta sótt hluti sem þau þekkja og hafa gaman af að rétta og fá til baka.

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

10 mánaða

Grófhreyfingar

  • Ruggar sér á fjórum fótum.
  • Skríður á fjórum fótum fram og aftur.
  • Togar sig á fætur með því að taka í húsgögn.
  • Tekur skref á staðnum og til hliðar.
  • Gengur með stuðningi við húsgögn.

Fínhreyfingar

  • Potar í smáhluti með vísifingri.
  • Setur allt það smæsta sem verður á vegi þess upp í sig.
  • Tangargripið heldur áfram að þróast og nú fer barnið að beygja liðamót fingranna þegar smáhlutur eru teknir upp með þumli og vísifingri.

Samskipti

  • Hjálpar til við að klæða sig. Réttir út arma í ermar og fætur í skálmar og skó. 
  • Klappar saman lófum og hermir eftir hreyfingum.
  • Endurtekur það sem hlegið er að. Byrjar að skilja hrós.
  • Tekur kubb úr dollu og setur ofan í.
  • Lyftir loki af dós þegar búið er að sýna það.
  • Lærir fljótt nýja hluti

Málþroski

  • Skilur „nei“.
  • Hermir eftir orðum eins og datt, mamma, pabba.
  • Skilur „hvar er pabbi/mamma?“ „hvar er ljósið?“
  • Réttir fram kubb án þess að sleppa, þegar sagt er takk og hönd rétt fram eftir kubbinum og sagt „takk“.
11 mánaða

Grófhreyfingar

  • Getur stigið í aðra ilina þegar það skríður.
  • Getur gengið þegar það fær stuðning með því að halda í báðar hendur.

Fínhreyfingar

  • Réttir fram kubb og sleppir þegar sagt er „takk“.

Samskipti

  • Hjálpar til við að borða og drekka.
  • Hættir í smástund því sem er bannað.
  • Togar til sín hluti í bandi.
  • Finnur falinn hlut, kastar dóti af ásetningi.
  • Rúllar bolta á milli.

Málþroski

  • Skilur nokkur einföld boð með bendingu.
  • Kemur þegar kallað er á það.
  • Hristir höfuð þegar það meinar nei.
  • Byrjar að nota orð til að fá sitt fram.
12 mánaða

Grófhreyfingar

  • Gengur á fjórum „fótum“, iljar og lófar í gólfi með rassinn út í loftið.
  • Getur gengið með stuðningi annarrar handar.

Fínhreyfingar

  • Opnar lófann í samræmi við stærð hlutar.
  • Tekur með annarri hendi tvo litla kubba, getur haldið á þremur kubbum með báðum höndum.
  • Stingur smáhlut niður um stút á flösku.
  • Staflar tveimur kubbum hvorum ofan á annan.
  • Hendir dóti í gólf hvað eftir annað.
  • Drekkur sjálft úr bolla.
  • Reynir að borða sjálft með skeið.

Samskipti

  • Sækir dót ef það er hvatt til þess.
  • Lánar leikfang og vill fá það til baka aftur. Takk/gjörðu svo vel leikurinn.
  • Næstum hætt að athuga dót með munninum.
  • Skilur eltingarleik.

Málþroski

  • Skilur einfaldar setningar eins og „hvar er skórinn?“
  • Segir nokkur orð með merkingu.
  • Skilur mörg orð og stuttar setningar.
  • Næstum hætt að slefa.
Örvun

Barnið er að fá meiri og meiri skilning á heiminum og um að gera að njóta þess með barninu. 

Leikur barnsins verður sífellt markvissari og það er að uppgötva ýmsa nýja hluti. Leikföng sem taka mið af því verða skemmtileg. Þau uppgötva dýpt og hafa gaman af að setja hluti ofan í eitthvað og taka aftur upp. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Að tala, syngja, lesa/skoða bók og dansa saman örvar barnið. Nú fer það að geta lært ýmis dýrahljóð, vinka bless og þekkja líkamshluta. Á þessum aldri er hægt að kenna börnum að þekkja allt mögulegt og benda á. Það er aðeins hugmyndaflugið sem stoppar fólk. Þau skilja flest sem sagt er við þau og geta sótt hluti sem þau þekkja og hafa gaman af að rétta og fá til baka.

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.