Fara á efnissvæði

Þroski 1-2 ára barna

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Barnið þroskast hratt á þessum aldri. Það er forvitið að eðlisfari og vill snerta og handfjatla hluti til að kynnast þeim betur. Upp úr 12 mánaða aldri fer barnið að ganga. Það getur núna ferðast um rými á eigin spýtur til að skoða það betur og eiga foreldrar oft fullt í fangi með að fylgja því eftir. Það æfir sig í að klifra upp á stóla, tröppur, borð og þjálfar sig í að ganga í stigum. Stökkbreyting verður á málþroskanum.

Það er mikilvægt að foreldrar séu samstíga í uppeldi barna sinna. Öll hegðun er lærð, bæði sú sem við teljum æskilega og óæskilega, sjá nánar í hegðun og uppeldi. Mælt er með því að lágmarka skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. 

13-15 mánaða

Grófhreyfingar

  • Krýpur.
  • Gengur án stuðnings en er valt.
  • Stendur sjálft upp á miðju gólfi.
  • Skríður upp tröppur.

Fínhreyfingar

  • Æfir sig í að stafla einum kubbi ofan á annan. 
  • Matar sig með skeið, hvolfir.
  • Drekkur úr bolla, tekur hann upp, drekkur, leggur frá sér.
  • Heldur á skriffæri í lófa, þverhandargrip. Hreyfingin þegar barnið krotar kemur frá öxl og handleggurinn hreyfist allur sem ein heild.

Samskipti

  • Bendir til að sýna áhuga.
  • Bendir á þekkta hluti. Hvar er..? 
  • Er að læra hvað líkamshlutarnir heita og bendir á a.m.k. einn líkamshluta á sjálfu sér og öðrum.
  • Feluleikir eru skemmtilegir. Leikur „týndur - fundinn.“ 
  • Rúllar bolta á milli.
  • Heldur ekki jafnvægi þegar það kastar bolta standandi.

Málþroski

  • Skilur einföld boð án bendinga, eins og að ná í boltann.
  • Segir nokkur orð.
16-18 mánaða

Grófhreyfingar

  • Fer upp stiga með því að halda sér í.
  • Klifrar upp á stól.
  • Hoppar, svo rétt húsar undir fætur.

Fínhreyfingar

  • Byggir turn úr 2-4 kubbum.
  • Borðar með skeið og gaffli.
  • Klæðir sig úr skóm og sokkum. Rennir niður rennilás og tekur af sér vettlinga.

Samskipti

  • Leikur sér samhliða öðrum börnum.
  • Hendir bolta án þess að detta.
  • Æfir sig að grípa stóran bolta.

Málþroski

  • Orðaforðinn kominn í 5 til 20 orð og orðin skiljanlegri.
  • Flettir bók í a.m.k. 2 mínútur.
  • Bendir á myndir í bók þegar spurt er: „Hvar er..?“
  • Fylgir einföldum fyrirmælum sem studd eru látbragði.
  • Bregst við einföldum spurningum.
19-24 mánaða

Grófhreyfingar

  • Beygir sig niður eftir hlut á gólfi og reisir sig upp aftur.
  • Hleypur um, gengur sjálft upp og niður tröppur með því að styðja sig við, tekur eitt þrep í einu.

Fínhreyfingar

  • Getur þrætt perlur á band.
  • Hermir eftir til dæmis því að brjóta blað saman eða teikna línu með blýanti. Heldur með öllum fingrum um skriffæri (útsnúið þvergrip). Hreyfing kemur frá olnboga og framhandleggur hreyfist sem ein heild.
  • Setur hring, ferhyrning, þríhyrning rétt í formbretti.
  • Snýr hurðarhúni, skrúfar lok af dós.
  • Flettir einstökum síðum í bók.
  • Byggir turn úr mörgum kubbum.

Samskipti

  • Biður um að drekka og borða. Byrjar að segja til þvags og hægða. Vanið á kopp.
  • Togar í fólk til að sýna eitthvað áhugavert.
  • Hjálpar til að taka saman dótið.
  • Klæðir sig úr og í buxum, sokkum og skóm.
  • Þvær og þurrkar hendur
  • Kastar bolta aftur fyrir sig þegar það ætlar að kasta fram á við. Sparkar bolta.

Málþroski

  • Byrjar að nota setningar. Notar eignarfornöfn eins og þú, ég og mig.
  • Kann nafnið sitt.
  • Endurtekur það sem sagt er við það. Skilur tvöföld boð eins og „farðu fram og náðu í skóna þína".
  • Lærir líkamshlutana hratt. Þekkir að minnsta kosti fimm þeirra. 
Örvun

Leikur er liður í þroska barnsins. Á þessum aldri er barnið farið að skynja sig sem sjálfstæðan einstakling og þarf að fá tækifæri til að kanna umhverfi sitt. Umhverfi og upplifun hefur mikil áhrif á þroska barns. Leyfið barninu uppgötva og njóta sín í öruggu umhverfi. Verið með því og sýnið þolinmæði.  Notaleg samvera foreldra og barns er mikilvæg og ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti.

Mælt er með því að byrja að lesa reglulega fyrir barnið áður en það fer að tala, en lestur örvar orðaforða barna og býr barnið undir lestrarnám. Það lærir að hlusta og einbeita sér. Börnum finnst gaman að lesa sömu bækurnar aftur og aftur, en endurtekning styrkir skilning barna. 

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

13-15 mánaða

Grófhreyfingar

  • Krýpur.
  • Gengur án stuðnings en er valt.
  • Stendur sjálft upp á miðju gólfi.
  • Skríður upp tröppur.

Fínhreyfingar

  • Æfir sig í að stafla einum kubbi ofan á annan. 
  • Matar sig með skeið, hvolfir.
  • Drekkur úr bolla, tekur hann upp, drekkur, leggur frá sér.
  • Heldur á skriffæri í lófa, þverhandargrip. Hreyfingin þegar barnið krotar kemur frá öxl og handleggurinn hreyfist allur sem ein heild.

Samskipti

  • Bendir til að sýna áhuga.
  • Bendir á þekkta hluti. Hvar er..? 
  • Er að læra hvað líkamshlutarnir heita og bendir á a.m.k. einn líkamshluta á sjálfu sér og öðrum.
  • Feluleikir eru skemmtilegir. Leikur „týndur - fundinn.“ 
  • Rúllar bolta á milli.
  • Heldur ekki jafnvægi þegar það kastar bolta standandi.

Málþroski

  • Skilur einföld boð án bendinga, eins og að ná í boltann.
  • Segir nokkur orð.
16-18 mánaða

Grófhreyfingar

  • Fer upp stiga með því að halda sér í.
  • Klifrar upp á stól.
  • Hoppar, svo rétt húsar undir fætur.

Fínhreyfingar

  • Byggir turn úr 2-4 kubbum.
  • Borðar með skeið og gaffli.
  • Klæðir sig úr skóm og sokkum. Rennir niður rennilás og tekur af sér vettlinga.

Samskipti

  • Leikur sér samhliða öðrum börnum.
  • Hendir bolta án þess að detta.
  • Æfir sig að grípa stóran bolta.

Málþroski

  • Orðaforðinn kominn í 5 til 20 orð og orðin skiljanlegri.
  • Flettir bók í a.m.k. 2 mínútur.
  • Bendir á myndir í bók þegar spurt er: „Hvar er..?“
  • Fylgir einföldum fyrirmælum sem studd eru látbragði.
  • Bregst við einföldum spurningum.
19-24 mánaða

Grófhreyfingar

  • Beygir sig niður eftir hlut á gólfi og reisir sig upp aftur.
  • Hleypur um, gengur sjálft upp og niður tröppur með því að styðja sig við, tekur eitt þrep í einu.

Fínhreyfingar

  • Getur þrætt perlur á band.
  • Hermir eftir til dæmis því að brjóta blað saman eða teikna línu með blýanti. Heldur með öllum fingrum um skriffæri (útsnúið þvergrip). Hreyfing kemur frá olnboga og framhandleggur hreyfist sem ein heild.
  • Setur hring, ferhyrning, þríhyrning rétt í formbretti.
  • Snýr hurðarhúni, skrúfar lok af dós.
  • Flettir einstökum síðum í bók.
  • Byggir turn úr mörgum kubbum.

Samskipti

  • Biður um að drekka og borða. Byrjar að segja til þvags og hægða. Vanið á kopp.
  • Togar í fólk til að sýna eitthvað áhugavert.
  • Hjálpar til að taka saman dótið.
  • Klæðir sig úr og í buxum, sokkum og skóm.
  • Þvær og þurrkar hendur
  • Kastar bolta aftur fyrir sig þegar það ætlar að kasta fram á við. Sparkar bolta.

Málþroski

  • Byrjar að nota setningar. Notar eignarfornöfn eins og þú, ég og mig.
  • Kann nafnið sitt.
  • Endurtekur það sem sagt er við það. Skilur tvöföld boð eins og „farðu fram og náðu í skóna þína".
  • Lærir líkamshlutana hratt. Þekkir að minnsta kosti fimm þeirra. 
Örvun

Leikur er liður í þroska barnsins. Á þessum aldri er barnið farið að skynja sig sem sjálfstæðan einstakling og þarf að fá tækifæri til að kanna umhverfi sitt. Umhverfi og upplifun hefur mikil áhrif á þroska barns. Leyfið barninu uppgötva og njóta sín í öruggu umhverfi. Verið með því og sýnið þolinmæði.  Notaleg samvera foreldra og barns er mikilvæg og ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti.

Mælt er með því að byrja að lesa reglulega fyrir barnið áður en það fer að tala, en lestur örvar orðaforða barna og býr barnið undir lestrarnám. Það lærir að hlusta og einbeita sér. Börnum finnst gaman að lesa sömu bækurnar aftur og aftur, en endurtekning styrkir skilning barna. 

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.