Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Þroski 0-3 mánaða

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þroski barna er ferli þar sem eitt leiðir af öðru og hlutirnir koma í réttri röð. Barnið þroskast frá hvirfli til ilja ef svo má segja. Það nær fyrst tökum á að stjórna hreyfingum höfuðsins, síðan höndum, bol og síðast fótum. Hversu hratt þetta gerist er mjög einstaklingsbundið. Ræður þar bæði upplag einstaklingsins og sú örvun og hvatning sem barnið fær. 

Þroski og örvun

Fyrstu þrír mánuðir í lífi barns einkennast af því að foreldrar og barnið eru að kynnast hvort öðru og læra á ný hlutverk. Hafi foreldrar áhyggjur af þroska barna sinna eru þeir hvattir til að leita til starfsfólks Heilsugæslunnar í ung- og smábarnavernd. Einnig má notfæra sér spjallið hér á síðunni. 

Börn hafa frá fæðingu mismunandi skapgerð og þroski þeirra er mishraður. Hér fyrir neðan eru viðmið sem horfa má til þegar fylgst er með þroska barna.

1 mánaða

Grófhreyfingar

  • Meðfædd viðbrögð ríkjandi.
  • Bolur og útlimir mest í beygju.
  • Andlit oftast til annarrar hliðarinnar.
  • Lyftir höfði örlítið þegar það liggur á maganum.

Fínhreyfingar

  • Hnefar oftast krepptir.
  • Mótstaða þegar lófar eru opnaðir.

Samskipti

  • Bregst við hljóði (glennir upp augu).
  • Róast augnablik við að sjá andlit.
  • Nær augnsambandi smástund.
  • Festir augu, fylgir örlítið eftir út til hliðanna.
  • Strokur eða brjóstagjöf róar.
  • Róast af rödd og þegar það er tekið upp.

Málþroski

  • Grætur af svengd.
  • Veik kokhljóð, ah-eh-uh.
2 mánaða

Grófhreyfingar

  • Hreyfingar eru eins báðum megin.
  • Lyftir höfði smástund þegar það liggur á maganum.
  • Veltir höfði af öðrum vanga yfir á hinn.
  • Heldur ekki höfði nema andartak.
  • Spriklar.

Fínhreyfingar

  • Hnefar eru að mestu  krepptir en opnar lófana stöku sinnum.

Samskipti

  • Fylgir andliti eða hlutum eftir með augunum stutta leið.
  • Fylgist með hreyfingum þess sem annast það.
  • Brosir við andliti, hreyfir sig fjörlega.
  • Bregður við hávaða.

Málþroski

  • Hjal verður tíðara og fjölbreyttara.
3 mánaða

Grófhreyfingar

  • Liggi barnið á maganum lyftir það höfði og heldur því.
  • Hefur betra vald á höfðinu þegar haldið er á því.

Fínhreyfingar

  • Lófar eru mest opnir.
  • Skoðar á sér hendurnar.
  • Sýnir áhuga þegar eitthvað er rétt að því.
  • Er að fá viljabundið grip.
  • Hreyfir hringlu sem sett er í lófann.

Samskipti

  • Snýr höfði að hlut, festir augun og fylgir eftir í allar áttir með augunum.
  • Sýnir merki þess að það þekki foreldra sína.
  • Fylgir fólki á hreyfingu eftir með augunum, brosir við því.
  • Snýr höfði í átt að hljóði.

Málþroski

  • Brosir og hjalar þegar talað er til þess.
  • Endurtekur mismunandi atkvæði t.d. íá, la, ui, gú.
  • Hjalar ef kjáð er framan í það. Starir á andlit.
  • Hlær, skríkir af ánægju.
Örvun

Nýfædd börn sofa mestan hluta sólarhringsins en þess á milli vaka þau og þá er mikilvægt að nýta tímann og kynnast þessari nýju mannveru með því að vera saman og njóta samvistanna. Barnið nýtur þess að vera strokið og fá að kúra í fanginu hjá mömmu eða pabba. Það þekkir raddir foreldranna og hlustar og fer að hjala sjálft innan tíðar. Hlustið á hjal barnsins og talið til þess þegar því er sinnt án þess þó að tala ofan í hjalið. Máltakan byrjar strax og hún fer fram í gegnum þessi samskipti barnsins við þá sem annast það.

Til að örva hreyfiþroska barnsins er gott að leyfa því að sprikla frjálsu við bleiuskipti eða eftir bað. Gott er að leyfa því að liggja á maganum stund og stund og spreyta sig á að lyfta höfðinu og horfa í kringum sig. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Gott er að snúa höfðinu ýmist til vinstri eða hægri þegar barnið er lagt á bakið og leyfa því að liggja í mismunandi stellingum frekar en að sitja í stól. Leiðir til að koma í veg fyrir legutengda skekkju ungra barna.

Umhverfi barnsins og upplifun hefur mikil áhrif á þroska barnsins og getur örvað þroska þess.  Á þessum aldri festa börn augun gjarnan á óróa eða hlutum sem eru svart-hvítir eða mislitir með stórgerðu mynstri.

Leikur er stór liður í þroska barnsins og skemmtilegustu leikföngin á þessum aldri eru hendur, andlit og svipbrigði þeirra sem annast það. Létt hringla eða lágvært ýludýr gæti mögulega slegið í gegn.

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

1 mánaða

Grófhreyfingar

  • Meðfædd viðbrögð ríkjandi.
  • Bolur og útlimir mest í beygju.
  • Andlit oftast til annarrar hliðarinnar.
  • Lyftir höfði örlítið þegar það liggur á maganum.

Fínhreyfingar

  • Hnefar oftast krepptir.
  • Mótstaða þegar lófar eru opnaðir.

Samskipti

  • Bregst við hljóði (glennir upp augu).
  • Róast augnablik við að sjá andlit.
  • Nær augnsambandi smástund.
  • Festir augu, fylgir örlítið eftir út til hliðanna.
  • Strokur eða brjóstagjöf róar.
  • Róast af rödd og þegar það er tekið upp.

Málþroski

  • Grætur af svengd.
  • Veik kokhljóð, ah-eh-uh.
2 mánaða

Grófhreyfingar

  • Hreyfingar eru eins báðum megin.
  • Lyftir höfði smástund þegar það liggur á maganum.
  • Veltir höfði af öðrum vanga yfir á hinn.
  • Heldur ekki höfði nema andartak.
  • Spriklar.

Fínhreyfingar

  • Hnefar eru að mestu  krepptir en opnar lófana stöku sinnum.

Samskipti

  • Fylgir andliti eða hlutum eftir með augunum stutta leið.
  • Fylgist með hreyfingum þess sem annast það.
  • Brosir við andliti, hreyfir sig fjörlega.
  • Bregður við hávaða.

Málþroski

  • Hjal verður tíðara og fjölbreyttara.
3 mánaða

Grófhreyfingar

  • Liggi barnið á maganum lyftir það höfði og heldur því.
  • Hefur betra vald á höfðinu þegar haldið er á því.

Fínhreyfingar

  • Lófar eru mest opnir.
  • Skoðar á sér hendurnar.
  • Sýnir áhuga þegar eitthvað er rétt að því.
  • Er að fá viljabundið grip.
  • Hreyfir hringlu sem sett er í lófann.

Samskipti

  • Snýr höfði að hlut, festir augun og fylgir eftir í allar áttir með augunum.
  • Sýnir merki þess að það þekki foreldra sína.
  • Fylgir fólki á hreyfingu eftir með augunum, brosir við því.
  • Snýr höfði í átt að hljóði.

Málþroski

  • Brosir og hjalar þegar talað er til þess.
  • Endurtekur mismunandi atkvæði t.d. íá, la, ui, gú.
  • Hjalar ef kjáð er framan í það. Starir á andlit.
  • Hlær, skríkir af ánægju.
Örvun

Nýfædd börn sofa mestan hluta sólarhringsins en þess á milli vaka þau og þá er mikilvægt að nýta tímann og kynnast þessari nýju mannveru með því að vera saman og njóta samvistanna. Barnið nýtur þess að vera strokið og fá að kúra í fanginu hjá mömmu eða pabba. Það þekkir raddir foreldranna og hlustar og fer að hjala sjálft innan tíðar. Hlustið á hjal barnsins og talið til þess þegar því er sinnt án þess þó að tala ofan í hjalið. Máltakan byrjar strax og hún fer fram í gegnum þessi samskipti barnsins við þá sem annast það.

Til að örva hreyfiþroska barnsins er gott að leyfa því að sprikla frjálsu við bleiuskipti eða eftir bað. Gott er að leyfa því að liggja á maganum stund og stund og spreyta sig á að lyfta höfðinu og horfa í kringum sig. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Gott er að snúa höfðinu ýmist til vinstri eða hægri þegar barnið er lagt á bakið og leyfa því að liggja í mismunandi stellingum frekar en að sitja í stól. Leiðir til að koma í veg fyrir legutengda skekkju ungra barna.

Umhverfi barnsins og upplifun hefur mikil áhrif á þroska barnsins og getur örvað þroska þess.  Á þessum aldri festa börn augun gjarnan á óróa eða hlutum sem eru svart-hvítir eða mislitir með stórgerðu mynstri.

Leikur er stór liður í þroska barnsins og skemmtilegustu leikföngin á þessum aldri eru hendur, andlit og svipbrigði þeirra sem annast það. Létt hringla eða lágvært ýludýr gæti mögulega slegið í gegn.

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.