Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Tengsl foreldra og ungbarna

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
Í öruggum höndum

Heilbrigður þroski á fyrstu æviárunum leggur grunninn að:

  • Námsfærni
  • Efnahagslegri velmegun
  • Ábyrgri samfélagsþátttöku
  • Ævilangri heilsu
  • Sterkum samfélögum
  • Árangursríku uppeldi komandi kynslóða.

Þessi þrjú næstu myndbönd eru þýdd með leyfi frá Center on the Developing Child við Harvard háskóla. Þau sýna hvernig framfarir í taugavísindum, sameindalíffræði og erfðafræði hafa aukið skilning okkar á því hvernig reynsla barns á fyrstu æviárunum hefur varanleg áhrif á líkama þess og heilastarfsemi, ýmist til góðs eða ills.

Reynslan stýrir uppbyggingu heilans

Grunnstoðir heilans eru myndaðar í gegnum ferli sem hefst snemma á ævinni og heldur áfram inn í fullorðinsárin. Einfaldar straumrásir myndast fyrst og flóknari straumrásir byggðar ofan á þær síðar. Erfðir veita grunn að uppbyggingu heilans en reynsla barns hefur áhrif á hvort og hvernig genin koma fram. Saman móta erfðir og reynsla gæði heilastoðanna og mynda ýmist sterkan eða veikan grunn fyrir allt framtíðarnám, hegðun og heilbrigði. Mótanleiki heilans, eða geta hans til endurskipulags og aðlögunar, er mest á fyrstu árum ævinnar og minnkar með aldri.

Sending og svörun móta straumrásir heilans

Einn mikilvægasti áhrifaþáttur fyrir uppbyggingu heila í mótun eru samskipti við umönnunaraðila sem byggjast á „sendingu og svörun“. Ung börn leita ósjálfrátt eftir samskiptum við aðra með babbli, svipbrigðum og látbragði og fullorðnir svara þeim með samskonar hljóðum og látbragði. Þetta ferli, sem fer fram og til baka með „sendingu“ frá barni og „svörun“ frá fullorðnum, er ómissandi fyrir heilbrigða uppbyggingu heilans, sérstaklega á fyrstu árunum.  

Skaðlega streita hindrar heilbrigðan þroska

Að læra að takast á við mótlæti er mikilvægur hluti af heilbrigðum þroska. Hófleg og tímabundin streita getur ýtt undir þroska en skaðleg streita felst í mikilli og viðvarandi virkjun streitusvörunar í líkamanum án stuðnings frá verndandi umönnunaraðila.

Ef enginn fullorðinn aðili er til staðar til að vernda börn gegn neikvæðum áhrifum, eins og: 

  • Fátæktar
  • Vanrækslu
  • Ofbeldis
  • Alvarlegs þunglyndis móður

Slík reynsla getur veikt grunnstoðir heila sem er í mótun með langvarandi afleiðingum fyrir nám, hegðun, andlega og líkamlega heilsu.