Framundan er tími eftirvæntingar og tilhlökkunar. Meðgangan er tími mikilla breytinga, líkamlegra, andlegra og félagslegra sem krefst töluverðrar aðlögunar. Verðandi foreldrar þurfa að takast á við og aðlagast þessum breytingum á tiltölulega stuttu tímabili lífsins. Hver meðganga er einstök og er ekki aðeins mismunandi milli kvenna, sama konan getur brugðist öðruvísi við einni þungun en annarri.
Á meðgöngu verða líkamlegar breytingar mest áberandi. Þær verða vegna áhrifa hormóna sem valda því að líkaminn hefur undirbúning fyrir það sem framundan er, fæðingu tvíbura og brjóstagjöf. Meðal breytinga má nefna breytingu á blóðrás, stækkun legvöðvans, það teygist á legböndum og brjóstin stækka. Tvíburameðganga er á margan hátt frábrugðin meðgöngu einbura og þessar breytingar gerast mun hraðar hjá konum sem ganga með tvíbura og það er meira álag á líkamann. Við 32ja vikna meðgöngu tvíbura getur stærð legins verið jafnmikil og við 40 vikna meðgöngu einbura. Markmið líkamans með breytingunum er að hlúa að hinu vaxandi lífi. Líkaminn lagar sig að breyttu hlutverki og konan finnur stöðugt fyrir þessum umskiptum.
Að eignast tvíbura þarf ekki endilega að vera tvöföld vinna og álag en það er alveg öruggt að það er frábrugðið því að eignast eitt barn. Margir vilja halda því fram að þeir foreldrar sem eiga von á tvíburum njóti ákveðinna forréttinda vegna þess að þeir fái að kynnast þeirri einstöku reynslu og gleði sem fylgir því að verða foreldri tvíbura.
Hérlendis er meðallengd tvíburameðgöngu 36 vikur. Almennt er talið æskilegt að eðlileg tvíburameðganga vari ekki lengur en 37-38 vikur. Eineggja tvíburar með sameiginlega fósturbelgi og fylgju fæðast oftast fyrir tímann en eineggja tvíburar í aðskildum fósturbelgjum fæðast oftast fullburða. Tvíeggja tvíburar fæðast oftast fullburða. Börn teljast fullburða við fulla 37 vikna meðgöngu.
Móðirin
Breytingar í brjóstum byrja strax á fyrstu vikum meðgöngunnar. Brjóstin stækka og eru viðkvæm. Mjólkurkirtlarnir þroskast og broddurinn myndast og það getur lekið úr brjóstunum. Það er farið að þrengjast um buxnastrenginn vegna þess að legið stækkar hratt.
Tíð þvaglát skapast af því að blóðflæði til nýrna hefur aukist og aukinn þrýstingur er á þvagblöðruna vegna stækkandi legs. Það er eðlilegt að finna fyrir samdráttum í leginu og togverkjum í nára, vegna þess hve ört legið stækkar og legböndin lengjast. Samdrættir í leginu eru verkjalausir.
Vegna hormónaáhrifa getur konan fundið fyrir ógleði, aðallega að morgni eða að kvöldi þegar þreytan segir til sín og e.t.v. kastar hún líka upp. Rannsóknir sýna að allt að 50-70% kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngunni. Lyktarskyn er oft næmara á meðgöngunni og bragðskynið getur breyst. Það hefur áhrif á ógleði, fæðuval og löngun.
Breytingar sem verða á blóðrás konunnar á meðgöngu geta valdið því að hún finnur fyrir svima og örum hjartslætti. Blóðmagnið í líkama móðurinnar eykst, það veldur því að allar slímhúðir í líkamanum verða þrútnari og það getur blætt frá tannholdi og jafnvel fær konan blóðnasir af litlu tilefni.
Parið getur upplifað þungunina mjög mismunandi á þessu tímabili. Ef til vill er þungunin óraunveruleg í huga makans meðan hún er stöðug líkamleg upplifun hjá móðurinni.
Brjóstin halda áfram að stækka og legið stækkar í takt við börnin sem vaxa ört. Kúlan kemur í ljós. Þessar breytingar kalla á breytingu á klæðaburði. Togverkir í nára geta enn gert vart við sig. Brjóstsviði er kvilli sem margar konur finna fyrir á meðgöngu. Ástæðan er meðal annars sú að stækkandi leg þrýstir á maga móðurinnar og loft og magasýrur berast upp í vélindað. Á þessu tímabili meðgöngunnar líður móðurinni jafnan vel; ógleðin er oftast horfin, þreytan er á undanhaldi og orkan er meiri. Sumum konum finnst þeim jafnvel aldrei líða eins vel og um miðbik meðgöngunnar. Fyrstu hreyfingar barnanna birtast í fyrstu eins og loftbólur eða ólga í maganum en smám saman skynjar móðirin greinileg spörk og hreyfingar sem gefa henni staðfestingu á lífinu sem vex innra með henni. Móðir sem gengur með tvö börn finnur oftast hreyfingar fyrr en móðir sem gengur með eitt barn og hreyfingarnar eru meiri. Þegar fram líða stundir getur móðirin jafnvel farið að greina mismunandi hreyfingar milli barnanna. Sumar verðandi tvíburamæður finna hreyfingar í 16. viku, aðrar ekki fyrr en í 20. viku og hvort tveggja er alveg eðlilegt.
Pabbinn/makinn fer ef til vill að finna fyrir vaxandi ábyrgðartilfinningu og fjölskylduhugsunin fer að gera vart við sig. Þungunin verður raunverulegri því í lok þessa tímabils getur pabbinn/makinn þreifað á hreyfingum barnanna.
Legið þenst út og heldur áfram að stækka í takt við börnin sem stækka. Álag á grind og bak getur valdið óþægindum eða verkjum og haft áhrif á hreyfigetuna. Flestar konur finna fyrir vökvasöfnun/bjúg í einhverjum mæli. Vökvasöfnun er oftast mest áberandi á höndum og fótum. Flestar konur verða andstuttar þegar líður á meðgönguna. Þetta stafar af því að legið þrýstir á þindina og konunni finnst hún ekki geta fyllt lungun af lofti. Brjóstsviði getur nú gert vart við sig hafi hann ekki þegar verið til staðar. Svefnmynstur breytist oft á þessum tíma meðgöngunnar. Konan sefur léttar og vaknar oft upp á nóttunni. Ein kenningin er sú að Móðir náttúra létti svefninn til þess að undirbúa væntanlega móður að vakna til barnanna. Þetta gerist fyrir tilstilli hormónabreytinga. Hin verðandi móðir er því strax farin að æfa móðurhlutverkið! Líkamlegar breytingar þ.e. umfang legsins og barnanna hefur þau áhrif að erfitt getur verið að láta fara vel um sig og sofa í löngum dúrum, auk þess sem salernisferðir geta verið tíðar. Síðustu vikur meðgöngunnar getur útferð frá leggöngum verið töluverð. Eðlileg útferð er hvítleit eða glær, hún er þunn, lyktarlaus og án kláða eða sviða. Móðirin finnur hreyfingar barnanna sem mjak og hnoð. Hún fylgist með daglegum hreyfingum þeirra sem gefa henni tækifæri til þess að vera í nánum tengslum við þau og eru merki um góða líðan þeirra.
Væntanleg fæðing kemur æ oftar upp í hugann. Eftirvænting og tilhlökkun við það að sjá börnin, fá þau í fangið og snerta þau er ofarlega í huga. Einnig geta áhyggjur af því hvernig fæðingin muni ganga og hvort allt verði í lagi með börnin gert vart við sig. Tilhugsunin um fjölskyldu er mikil. Væntanlegir foreldrar eru farnir að undirbúa fæðingu barnanna og foreldrahlutverkið. Samræður fara að snúast um börnin, hægt er að spjalla við þau í móðurkviði og syngja fyrir þau.
Breytingar í brjóstum byrja strax á fyrstu vikum meðgöngunnar. Brjóstin stækka og eru viðkvæm. Mjólkurkirtlarnir þroskast og broddurinn myndast og það getur lekið úr brjóstunum. Það er farið að þrengjast um buxnastrenginn vegna þess að legið stækkar hratt.
Tíð þvaglát skapast af því að blóðflæði til nýrna hefur aukist og aukinn þrýstingur er á þvagblöðruna vegna stækkandi legs. Það er eðlilegt að finna fyrir samdráttum í leginu og togverkjum í nára, vegna þess hve ört legið stækkar og legböndin lengjast. Samdrættir í leginu eru verkjalausir.
Vegna hormónaáhrifa getur konan fundið fyrir ógleði, aðallega að morgni eða að kvöldi þegar þreytan segir til sín og e.t.v. kastar hún líka upp. Rannsóknir sýna að allt að 50-70% kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngunni. Lyktarskyn er oft næmara á meðgöngunni og bragðskynið getur breyst. Það hefur áhrif á ógleði, fæðuval og löngun.
Breytingar sem verða á blóðrás konunnar á meðgöngu geta valdið því að hún finnur fyrir svima og örum hjartslætti. Blóðmagnið í líkama móðurinnar eykst, það veldur því að allar slímhúðir í líkamanum verða þrútnari og það getur blætt frá tannholdi og jafnvel fær konan blóðnasir af litlu tilefni.
Parið getur upplifað þungunina mjög mismunandi á þessu tímabili. Ef til vill er þungunin óraunveruleg í huga makans meðan hún er stöðug líkamleg upplifun hjá móðurinni.
Brjóstin halda áfram að stækka og legið stækkar í takt við börnin sem vaxa ört. Kúlan kemur í ljós. Þessar breytingar kalla á breytingu á klæðaburði. Togverkir í nára geta enn gert vart við sig. Brjóstsviði er kvilli sem margar konur finna fyrir á meðgöngu. Ástæðan er meðal annars sú að stækkandi leg þrýstir á maga móðurinnar og loft og magasýrur berast upp í vélindað. Á þessu tímabili meðgöngunnar líður móðurinni jafnan vel; ógleðin er oftast horfin, þreytan er á undanhaldi og orkan er meiri. Sumum konum finnst þeim jafnvel aldrei líða eins vel og um miðbik meðgöngunnar. Fyrstu hreyfingar barnanna birtast í fyrstu eins og loftbólur eða ólga í maganum en smám saman skynjar móðirin greinileg spörk og hreyfingar sem gefa henni staðfestingu á lífinu sem vex innra með henni. Móðir sem gengur með tvö börn finnur oftast hreyfingar fyrr en móðir sem gengur með eitt barn og hreyfingarnar eru meiri. Þegar fram líða stundir getur móðirin jafnvel farið að greina mismunandi hreyfingar milli barnanna. Sumar verðandi tvíburamæður finna hreyfingar í 16. viku, aðrar ekki fyrr en í 20. viku og hvort tveggja er alveg eðlilegt.
Pabbinn/makinn fer ef til vill að finna fyrir vaxandi ábyrgðartilfinningu og fjölskylduhugsunin fer að gera vart við sig. Þungunin verður raunverulegri því í lok þessa tímabils getur pabbinn/makinn þreifað á hreyfingum barnanna.
Legið þenst út og heldur áfram að stækka í takt við börnin sem stækka. Álag á grind og bak getur valdið óþægindum eða verkjum og haft áhrif á hreyfigetuna. Flestar konur finna fyrir vökvasöfnun/bjúg í einhverjum mæli. Vökvasöfnun er oftast mest áberandi á höndum og fótum. Flestar konur verða andstuttar þegar líður á meðgönguna. Þetta stafar af því að legið þrýstir á þindina og konunni finnst hún ekki geta fyllt lungun af lofti. Brjóstsviði getur nú gert vart við sig hafi hann ekki þegar verið til staðar. Svefnmynstur breytist oft á þessum tíma meðgöngunnar. Konan sefur léttar og vaknar oft upp á nóttunni. Ein kenningin er sú að Móðir náttúra létti svefninn til þess að undirbúa væntanlega móður að vakna til barnanna. Þetta gerist fyrir tilstilli hormónabreytinga. Hin verðandi móðir er því strax farin að æfa móðurhlutverkið! Líkamlegar breytingar þ.e. umfang legsins og barnanna hefur þau áhrif að erfitt getur verið að láta fara vel um sig og sofa í löngum dúrum, auk þess sem salernisferðir geta verið tíðar. Síðustu vikur meðgöngunnar getur útferð frá leggöngum verið töluverð. Eðlileg útferð er hvítleit eða glær, hún er þunn, lyktarlaus og án kláða eða sviða. Móðirin finnur hreyfingar barnanna sem mjak og hnoð. Hún fylgist með daglegum hreyfingum þeirra sem gefa henni tækifæri til þess að vera í nánum tengslum við þau og eru merki um góða líðan þeirra.
Væntanleg fæðing kemur æ oftar upp í hugann. Eftirvænting og tilhlökkun við það að sjá börnin, fá þau í fangið og snerta þau er ofarlega í huga. Einnig geta áhyggjur af því hvernig fæðingin muni ganga og hvort allt verði í lagi með börnin gert vart við sig. Tilhugsunin um fjölskyldu er mikil. Væntanlegir foreldrar eru farnir að undirbúa fæðingu barnanna og foreldrahlutverkið. Samræður fara að snúast um börnin, hægt er að spjalla við þau í móðurkviði og syngja fyrir þau.
Fóstrin
Eggið hefur frjóvgast og hröð frumuskipting á sér stað. Fylgjan byrjar að myndast strax á þriðju viku og er full mynduð og farin að starfa á tíundu viku. Fylgjan, sem er einskonar dreifingarmiðstöð, lætur fóstrunum í té bæði næringu og súrefni. Einnig sér fylgjan um að flytja úrgangsefni frá fóstrunum.
Legvatnið myndast snemma á meðgöngu og eykst dag frá degi. Við 10 vikna meðgöngu er það um 30 ml og undir lok meðgöngu er það um 700-1000 ml. Legvatnið gegnir ýmsu hlutverki, m.a. ver það fóstrin fyrir hnjaski og veitir þeim aukið rými til að hreyfa sig og vaxa. Auk þess sér það um að jafna hitastigið umhverfis fóstrin. Legvatnið endurnýjast stöðugt, fóstrin kyngja því og pissa sem stuðlar að eðlilegri hringrás legvatnsins.
Vöxtur er mikill og hraður. Öll líffærin myndast á fyrstu tólf vikunum en eru smá og óþroskuð. Hjarta fóstranna byrjar að slá á fjórðu viku eftir getnað. Hjartsláttur þeirra er hraður, næstum tvöfalt hraðari en hjartsláttur móðurinnar. Húðin er aðlöguð því að vera í vatni. Hún er varin með vaxkenndu efni sem kallast fósturfita. Fósturfitan ver húðina gegn núningi. Fitan þekur húðina alla meðgönguna og veldur því að börnin eru sleip og kámug við fæðingu. Fyrstu hárin myndast um leið og húðin verður fullþroska við u.þ.b. 12 vikur.
Fóstrin eru á sífelldri hreyfingu og sofa aðeins í smá dúrum en vegna smæðar þeirra finnur móðirin ekki fyrir hreyfingunum ennþá. Undir lok þessa tímabils eru þau farin að sjúga fingur og kyngja. Kyn barnanna, hár og augnlitur ákvarðast snemma. Öll fóstur þroskast eins á fyrstu mánuðunum og þar á meðal tvíburar. Höfuð tvíburanna stækka mest í byrjun meðgöngunnar og í þriðja mánuði er höfuðið tæplega helmingurinn af stærð barnanna. Í lok þessa tímabils eru fóstrin orðin fullsköpuð, komin á þau mannsmynd og öll líffærin eru til staðar þó þau séu enn óþroskuð.
Tvíburarnir halda áfram að vaxa og hafa tekið á sig greinilega mannsmynd. Líffærin sem höfðu myndast öll á fyrsta tímabili eru nú að stækka og þroskast og andlitsdrættir eru að skýrast. Allur líkami þeirra er þakinn fíngerðu dúnkenndu fósturhári sem hverfur fyrir fæðingu. Það eru komin hár á koll tvíburanna og fíngerðar augabrúnir. Í 16. – 20. viku hefst myndun litfruma í hárunum. Augnlokin sem huldu augun opnast í 26.viku. Tvíburarnir hreyfa sig svipað að degi og nóttu og þau sofa aldrei nema nokkrar mínútur í einu. Hreyfingar þeirra verða kröftugri þegar líður á meðgönguna. Þau rétta og kreppa fæturna og æfa fótaspörk. Í leginu er nóg rými fyrir þau til þess að hreyfa sig og skipta um stöðu. Þau njóta þess að vera vaggað í legvatninu með hreyfingum móðurinnar. Fóstrin vaxa mest á lengdina í þriðja til fimmta mánuði, u.þ.b. 5 sm. á mánuði. Eftir 20.viku getur þyngd og stærð verið mjög mismunandi. Nú er höfuðið orðið einn þriðji af stærð barnanna. Frá 24. viku eru tvíburarnir orðnir einstaklingar sem hafa hvor sitt svefn- og vökumynstur og hreyfa sig mismunandi.
Tvíburarnir í móðurkviði halda áfram að vaxa og þroskast. Þyngdin eykst mest á áttunda og níunda mánuði. Höfuðið sem stækkaði mest í byrjun meðgöngunnar og var tæplega helmingur af stærð barnsins er nú undir lok meðgöngunnar einn fjórði af stærð barns. Fram að 28. viku hafa tvíburarnir vaxið eins og einburar gera en eftir 32. viku meðgöngu vaxa tvíburar örlítið hægar. Á þessu tímabili hefst fitusöfnun og tvíburarnir safna holdi og nú getur mismunur komið fram í vexti þeirra. Tvíburar fæðast ekki endilega jafnþungir og meðalþyngd þeirra við fæðingu er örlítið minni en hjá einburum. Neglur vaxa framyfir fingurgóma og höfuðhárin lengjast. Tvíburarnir heyra nú þegar og þekkja hljóðin frá líkama móðurinnar, hjartslátt hennar og öndun. Þeir heyra einnig hvað um er að vera utan móðurlífs og sýna viðbrögð. Stundum hreyfa þeir sig í takt við tónlist. Þeir þekkja vel taktinn og hljómfallið í rödd móður sinnar og læra einnig að þekkja raddir þeirra sem eru nálægt móðurinni, t.d. rödd föður. Þeir eru næmir fyrir ljósi og blikka auga. Það er talið að á þessum tíma sé meðvitund vöknuð og hæfileikinn til að muna. Tvíburarnir gera nú öndunaræfingar og geta fengið hiksta. Það eru dægursveiflur í hreyfingum þeirra, þeir sofa nú lengri dúra í einu. Minna verður um spörk sökum plássleysis og meira verður um mjak og hnoð. Á þessum tíma fer að þrengja svolítið að tvíburunum og þeir liggja þétt saman.
Eggið hefur frjóvgast og hröð frumuskipting á sér stað. Fylgjan byrjar að myndast strax á þriðju viku og er full mynduð og farin að starfa á tíundu viku. Fylgjan, sem er einskonar dreifingarmiðstöð, lætur fóstrunum í té bæði næringu og súrefni. Einnig sér fylgjan um að flytja úrgangsefni frá fóstrunum.
Legvatnið myndast snemma á meðgöngu og eykst dag frá degi. Við 10 vikna meðgöngu er það um 30 ml og undir lok meðgöngu er það um 700-1000 ml. Legvatnið gegnir ýmsu hlutverki, m.a. ver það fóstrin fyrir hnjaski og veitir þeim aukið rými til að hreyfa sig og vaxa. Auk þess sér það um að jafna hitastigið umhverfis fóstrin. Legvatnið endurnýjast stöðugt, fóstrin kyngja því og pissa sem stuðlar að eðlilegri hringrás legvatnsins.
Vöxtur er mikill og hraður. Öll líffærin myndast á fyrstu tólf vikunum en eru smá og óþroskuð. Hjarta fóstranna byrjar að slá á fjórðu viku eftir getnað. Hjartsláttur þeirra er hraður, næstum tvöfalt hraðari en hjartsláttur móðurinnar. Húðin er aðlöguð því að vera í vatni. Hún er varin með vaxkenndu efni sem kallast fósturfita. Fósturfitan ver húðina gegn núningi. Fitan þekur húðina alla meðgönguna og veldur því að börnin eru sleip og kámug við fæðingu. Fyrstu hárin myndast um leið og húðin verður fullþroska við u.þ.b. 12 vikur.
Fóstrin eru á sífelldri hreyfingu og sofa aðeins í smá dúrum en vegna smæðar þeirra finnur móðirin ekki fyrir hreyfingunum ennþá. Undir lok þessa tímabils eru þau farin að sjúga fingur og kyngja. Kyn barnanna, hár og augnlitur ákvarðast snemma. Öll fóstur þroskast eins á fyrstu mánuðunum og þar á meðal tvíburar. Höfuð tvíburanna stækka mest í byrjun meðgöngunnar og í þriðja mánuði er höfuðið tæplega helmingurinn af stærð barnanna. Í lok þessa tímabils eru fóstrin orðin fullsköpuð, komin á þau mannsmynd og öll líffærin eru til staðar þó þau séu enn óþroskuð.
Tvíburarnir halda áfram að vaxa og hafa tekið á sig greinilega mannsmynd. Líffærin sem höfðu myndast öll á fyrsta tímabili eru nú að stækka og þroskast og andlitsdrættir eru að skýrast. Allur líkami þeirra er þakinn fíngerðu dúnkenndu fósturhári sem hverfur fyrir fæðingu. Það eru komin hár á koll tvíburanna og fíngerðar augabrúnir. Í 16. – 20. viku hefst myndun litfruma í hárunum. Augnlokin sem huldu augun opnast í 26.viku. Tvíburarnir hreyfa sig svipað að degi og nóttu og þau sofa aldrei nema nokkrar mínútur í einu. Hreyfingar þeirra verða kröftugri þegar líður á meðgönguna. Þau rétta og kreppa fæturna og æfa fótaspörk. Í leginu er nóg rými fyrir þau til þess að hreyfa sig og skipta um stöðu. Þau njóta þess að vera vaggað í legvatninu með hreyfingum móðurinnar. Fóstrin vaxa mest á lengdina í þriðja til fimmta mánuði, u.þ.b. 5 sm. á mánuði. Eftir 20.viku getur þyngd og stærð verið mjög mismunandi. Nú er höfuðið orðið einn þriðji af stærð barnanna. Frá 24. viku eru tvíburarnir orðnir einstaklingar sem hafa hvor sitt svefn- og vökumynstur og hreyfa sig mismunandi.
Tvíburarnir í móðurkviði halda áfram að vaxa og þroskast. Þyngdin eykst mest á áttunda og níunda mánuði. Höfuðið sem stækkaði mest í byrjun meðgöngunnar og var tæplega helmingur af stærð barnsins er nú undir lok meðgöngunnar einn fjórði af stærð barns. Fram að 28. viku hafa tvíburarnir vaxið eins og einburar gera en eftir 32. viku meðgöngu vaxa tvíburar örlítið hægar. Á þessu tímabili hefst fitusöfnun og tvíburarnir safna holdi og nú getur mismunur komið fram í vexti þeirra. Tvíburar fæðast ekki endilega jafnþungir og meðalþyngd þeirra við fæðingu er örlítið minni en hjá einburum. Neglur vaxa framyfir fingurgóma og höfuðhárin lengjast. Tvíburarnir heyra nú þegar og þekkja hljóðin frá líkama móðurinnar, hjartslátt hennar og öndun. Þeir heyra einnig hvað um er að vera utan móðurlífs og sýna viðbrögð. Stundum hreyfa þeir sig í takt við tónlist. Þeir þekkja vel taktinn og hljómfallið í rödd móður sinnar og læra einnig að þekkja raddir þeirra sem eru nálægt móðurinni, t.d. rödd föður. Þeir eru næmir fyrir ljósi og blikka auga. Það er talið að á þessum tíma sé meðvitund vöknuð og hæfileikinn til að muna. Tvíburarnir gera nú öndunaræfingar og geta fengið hiksta. Það eru dægursveiflur í hreyfingum þeirra, þeir sofa nú lengri dúra í einu. Minna verður um spörk sökum plássleysis og meira verður um mjak og hnoð. Á þessum tíma fer að þrengja svolítið að tvíburunum og þeir liggja þétt saman.
Fleira gagnlegt um tvíbura
Flestar konur sem ganga með tvíbura eru heilbrigðar alla meðgönguna og flestir tvíburar fæðast heilbrigðir og fullburða eftir eðlilega fæðingu.
Tvíburameðgöngu fylgir þó áhætta. Til dæmis er mun hærri tíðni fyrirburafæðinga og þær konur sem ganga með tvíbura eru í meiri hættu á að fá meðgöngueitrun og e.t.v. meðgöngusykursýki. Auk þess er hætta á misræmi í vexti tvíburanna, vaxtarskerðingu hjá öðrum þeirra eða báðum og tvíbura-tvíbura blóðrennslissjúkdómi.
Tvíburar sem deila fósturbelg og fylgju eru í meiri áhættu en tvíburar sem hafa sinn fósturbelginn hvorn og sína fylgjuna hvora.
Tvíburafæðingum hefur fjölgað í heiminum, sérstaklega eftir 1990. Hormónameðferðir og tæknifrjóvganir hafa þar mest áhrif eða í um fjórðungi tilfella. Langflestir tvíburar sem fæðast eftir slíkar meðferðir eru tvíeggja.
Tíðni tvíburafæðinga almennt er háð kynþætti og aldri mæðra.
Flestir tvíburar fæðast í Afríku og fæstir í Asíulöndum. Hjá hvíta kynstofninum er tíðnin mitt á milli. Af öllum náttúrulegum tvíburum eru 70% tvíeggja og um 30% eineggja. Frá árinu 1998 hafa tvíburafæðingar verið á bilinu 1.6% - 2.5% af öllum fæðingum á Íslandi.
Hlutfall tvíburafæðinga eftir tæknifrjóvgun er hærra og á Íslandi var það 15 % árið 2007 en tæp 23% árið áður. Ef tæknifrjóvganir og hormónameðferðir eru undanskilin er u.þ.b. þriðjungur tvíbura eineggja, þriðjungur tvíeggja af sama kyni og þriðjungur tvíeggja, hvor af sínu kyni.
Af íslenskum tvíburum eru mestu líkur á því að tvíburaparið sé af báðum kynjum (40,6%), því næst tveir drengir (32,3%) og síðan tvær stúlkur (27,1%).
Líkur á því að eignast eineggja tvíbura eru næstum þær sömu hjá öllum og því hefur fjöldi eineggja tvíbura verið svipaður síðustu ár. Að eignast eineggja tvíbura tengist ekki erfðum, kynþætti, aldri móður eða öðrum utanaðkomandi þáttum. Til eru rannsóknir sem sýna örlítið auknar líkur á því að eineggja tvíburar eignist eineggja tvíbura. Líkurnar á því að eignast tvíeggja tvíbura tengjast hins vegar erfðum, hormónameðferð, aldri móður og fjölda fyrri þungana. Almennt má segja að því eldri sem móðirin er og því fleiri börn sem hún hefur fætt aukist líkur á því að hún eignist tvíeggja tvíbura.
Eineggja tvíburar verða til þegar eitt egg, frjóvgað af einni sæðisfrumu, skiptir sér og það myndast tvö sjálfstæð fóstur. Skiptingin verður í síðasta lagi 13 dögum eftir frjóvgun. Eineggja tvíburar hafa sömu erfðaeiginleika og eru mjög líkir í útliti, af sama kyni, með sama augnlit og háralit, svipaða líkamsbyggingu en með mismunandi tennur og fingraför. Því fyrr sem eggið skilur sig eftir frjóvgun því ólíkari geta eineggja tvíburar verið. Eineggja tvíburar geta haft sameiginlega fylgju, samvaxnar fylgjur eða sína fylgjuna hvor. Ef eggið skiptir sér snemma eftir frjóvgun í tvö fóstur, eru miklar líkur á því að fylgjurnar verði tvær. Það gerist í um það bil 30% tilvika.
Utan um fóstur eru tvöfaldir fósturbelgir: ytri fósturbelgur (æðabelgur) og innri fósturbelgur (líknarbelgur). Algengast er að eineggja tvíburar hafi ytri fósturbelg sameiginlegan en hafi sinn innri fósturbelginn hvor. Eineggja tvíburar geta haft sinn innri og ytri fósturbelginn hvor. Stöku sinnum gerist það að eineggja tvíburar hafa ytri og innri fósturbelgi sameiginlega.
Þegar tvö egg frjóvgast af tveimur sæðisfrumum verða til tvíeggja tvíburar. Þeir geta verið af sama kyni eða hvor af sínu kyni. Fóstrin geta þroskast og vaxið hvort með sínu móti og erfðaeiginleikar þeirra eru eins og hjá öðrum systkinum. Tvíeggja tvíburar hafa alltaf sína fylgjuna hvor. Fylgjurnar geta þó verið samvaxnar og þá þarf að meta eftir fæðingu hvort um eina eða tvær fylgjur hafi verið að ræða. Tvíeggja tvíburar hafa alltaf sinn fósturbelginn hvor, bæði innri og ytri.
Með ómskoðun er hægt að greina hvort belgjaskil milli fóstranna eru þykk eða þunn. Þunn belgjaskil gefa til kynna að fóstrin séu eineggja en ef belgjaskilin eru þykk eru mestar líkur á því að þau séu tvíeggja. Ef fóstrin eru af sínu kyninu hvort er enginn vafi á því að þau eru tvíeggja.
Greining á belgjaskilum og fylgjugerð hjá tvíburum er gerð með ómskoðun snemma á meðgöngu til að meta áhættu fyrir meðgöngu og fæðingu. Mikilvægt er að greina hvort belgjaskil sjást á milli fóstranna og hvort þau eru þykk eða þunn. Það gefur til kynna hvort fóstrin hafa fósturbelgi og/eða fylgju sameiginlega eða hvort í sínu lagi. Ef belgjaskil eru þykk hafa fóstrin alltaf sinn fósturbelginn hvort, bæði ytri og innri. Ef belgjaskil eru þunn hafa fóstrin ytri fósturbelg sameiginlegan en þann innri hvort í sínu lagi. Ef belgjaskil sjást ekki á milli fóstranna hafa þau ytri og innri fósturbelgi sameiginlega.
Mynd 1: Tvíeggja tvíburar-Þykk belgjaskil
Tvö egg frjóvgast af tveimur sæðisfrumum. Fóstrin hafa sinn ytri og innri fósturbelginn hvort og sína fylgjuna hvort
Mynd 2: Eineggja tvíburar- Þykk belgjaskil
Eitt egg frjóvgast af einni sæðisfrumu. Skiptingin gerist snemma og fóstrin hafa sinn ytri og innri fósturbelginn hvort og sína fylgjuna hvort. Mynd 1 og 2: 70% allra tvíbura. Annað hvort eru þeir tvíeggja (80%) eða eineggja (20%).
Mynd 3: Eineggja tvíburar - Þunn belgjaskil
Eitt egg frjóvgast af einni sæðisfrumu. Skiptingin gerist seinna og fóstrin hafa ytri fósturbelg og fylgju sameiginlega en hafa sinn innri fósturbelginn hvort. 30% allra tvíbura.
Mynd 4: Eineggja tvíburar - Engin belgjaskil
Eitt egg frjóvgast af einni sæðisfrumu. Skiptingin gerist seinna og fóstrin hafa ytri og innri fósturbelgi, og fylgju sameiginlega.<1% allra tvíbura.
Myndir fengnar frá: www.paternityangel.com
Ef barn fæðist fyrir 37 vikna meðgöngu telst það fyrirburi.
Síendurteknir samdrættir á meðgöngu geta verið merki um hættu á fyrirburafæðingu. Í meðgöngu tvíbura er virkni í leginu meiri en þegar um meðgöngu einbura er að ræða. Í upphafi meðgöngu er venjulega lítil samdráttarvirkni í leginu. Þó eru til staðar vægir staðbundnir samdrættir án þess að konan taki eftir þeim. Samdrættirnir geta aukist þegar legið stækkar og þegar líður á meðgönguna og konan skynjar samdrættina eins og spennuverki. Það er eðlilegt að kona geti fundið tíu til fimmtán samdrætti á dag og allt að fjóra á klukkustund.
Ef samdrættir eru meiri en þetta eða ef móðirin hefur á tilfinningunni að eitthvað sé að, ætti hún að hafa samband við ljósmóður eða lækni.
Mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum um fyrirburafæðingu:
- Samdrættir sem koma á 5-10 mínútna fresti og hafa staðið yfir í eina til tvær klukkustundir
- Túrverkir
- Bakverkir. Þeir geta leitt út í mjaðmir og fram í kvið
- Þrýstingur niður í grind
- Legvatn lekur
- Blæðing frá leggöngum
Flestir tvíburar vaxa eðlilega og algengast er að vöxtur þeirra sé nokkuð jafn. Erfiðara er að meta stærð þeirra með hefðbundnum aðferðum og því er boðið er upp á ómskoðanir til að fylgjast með vexti tvíburanna. Ef um vaxtarskerðingu og/eða misræmi í vexti er að ræða getur það lýst sér með eftirfarandi hætti:
Annar tvíburinn er lítill miðað við meðgöngulengd.
Báðir tvíburar eru litlir miðað við meðgöngulengd.
Annar tvíburinn er töluvert minni en hinn.
Meiri hætta er á misræmi í vexti tvíbura hjá þeim sem deila fósturbelg og fylgju (belgjaskil eru þunn eða engin). (Lesa meira um belgjaskil á síðunni Tvíburameðganga)
Misræmi í fósturvexti byrjar oftast við 28 vikna meðgöngu. Fram hefur komið í rannsóknum að vaxtarmisræmi hjá tvíburum er um 10,3. Vaxtarmisræmi kemur fram hjá 15 – 20% tvíbura við fæðingu.
Orsakir vaxtarmisræmis eru oft vegna erfðafræðilegra þátta. Til dæmis geta tvíeggja tvíburar verið misstórir. Alvarlegra vaxtarmisræmi getur orsakast vegna tvíbura-tvíbura blóðrennslissjúkdóms, sýkingar í móðurkviði sem veldur vaxtarskerðingu hjá öðru barninu, eða ákveðnum þáttum í fylgjunni. Þar má nefna tregðu í blóðflæði um fylgju sem annar ekki næringarþörf tveggja barna. Einnig getur staðsetning naflastrengja í fylgju skipt máli. Ef annar strengurinn er út í rönd á fylgjunni er meiri hætta á að sá tvíburi verði minni.
Tvíbura-tvíbura blóðrennslissjúkdómur (Twin-to Twin Transfusion Syndrome, TTTS) á upptök í fylgju og þróast eingöngu hjá eineggja tvíburum sem hafa ytri fósturbelg og fylgju sameiginlega. TTTS greinist með ómskoðun. (Lesa meira um belgjaskil á síðunni Tvíburameðganga)
TTTS á sér stað vegna óeðlilegrar æðatengingar í fylgjunni milli tvíburanna snemma í fósturskeiði, líklega fyrir tilviljun. Blóðflæði verður meira til annars tvíburans sem fær of mikið blóð meðan hinn fær of lítið blóð og verður blóðlaus og smár. Þetta veldur misræmi í fósturvexti og legvatnsmagni hjá tvíburunum.
Minni tvíburinn ber öll merki vaxtarskerðingar og hefur lítið legvatn á meðan hinn tvíburinn er stór og hefur of mikið legvatn. Það mikla blóðmagn sem stærri tvíburinn fær, skapar mikið álag á hjarta hans og blóðrásarkerfi. Hann er í hættu á að fá hjartabilun í móðurkviði eða eftir fæðingu.
Komi sjúkdómurinn í ljós snemma á meðgöngu er mikil hætta á fósturláti því þá er ekki hægt að meðhöndla hann. Oftast greinist sjúkdómurinn á seinni hluta meðgöngu og þá er hægt að meðhöndla sum tilfelli af TTTS en stundum getur lausnin falist í fæðingu fyrir tímann.
Með ómskoðunum er fylgst með ástandi tvíburanna og metið á hverjum tíma hvaða meðferð á við.
Meðferðin getur falist í því að tappa legvatni af hjá stóra barninu og þá getur þurft að gera það oftar en einu sinni. Einnig er hægt að brenna fyrir æðar í fylgjunni með laser og draga þannig úr því mikla blóðflæði sem er til annars tvíburans. Sú meðferð er eingöngu veitt erlendis.
Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur og gerist hjá 10-15% eineggja tvíbura sem deila ytri fósturbelg og fylgju. Árlega greinast 2,6-3,9 tilvik hér á landi.
Upplýsingar um réttindi í barneignarferli má finna hér.