Fara á efnissvæði

Meðgönguvernd tvíbura

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Markmið meðgönguverndar er að:

  • stuðla að heilbrigði móður og barna
  • veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf
  • greina áhættuþætti og bregðast við þeim
  • veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu

Meðgönguvernd fer fram á öllum heilsugæslustöðvum og er þjónustan ókeypis. Meðgönguverndin er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heilsugæslulækna. Samvinna er á milli þeirra og fæðingarlækna. Reynt er að sjá til þess að sama ljósmóðirin annist konuna/verðandi foreldra alla meðgönguna. Í meðgönguverndinni gefst tækifæri til umræðna og spurninga (t.d. um líðan, mataræði, hreyfingu, skimanir á meðgöngu, fósturrannsóknir, þjónustu sem er í boði á meðgöngu, val á fæðingarstað, fæðinguna, bjargráð í fæðingu, fæðingarorlof, brjóstagjöf og fleira).

Skoðanir /viðtöl

Í fyrsta viðtali eru almennar upplýsingar um heilsufar skráðar ásamt fyrri meðgöngu-og fæðingarsögu ef við á. Boðið er uppá skimanir fyrir blóðleysi, blóðflokkun, lifrarbólgu B, HIV, rauðum hundum og sárasótt. Einnig eru boðnar upplýsingar um fósturskimun. Blóðþrýstingur er mældur ásamt hæð og þyngd, þvag skoðað og almenn líðan metin. Upplýsingarnar eru skráðar í mæðraskrá sem fylgir konunni alla meðgönguna og í fæðinguna.

Frá 12. viku er hægt að hlusta eftir hjartslætti fóstranna og eftir 20. viku er stærð legsins mæld, frá lífbeini að legbotni (sjá rauðar örvar á mynd).

Fjöldi skoðana er 12-14. Þjónustan í meðgönguverndinni er einstaklingsmiðuð og þarfir konunnar/verðandi foreldra eru metnar hverju sinni.
Eldri systkini eru velkomin með í meðgönguverndina.

Þær konur sem þurfa sérstaklega náið eftirlit eru í skoðun á Landspítala. Það á við um eftirfarandi:
Konan hefur sögu um eitthvað af þessu: Fyrirburafæðingu, vaxtarseinkun fósturs, háþrýsting, meðgöngueitrun eða meðgöngusykursýki.
Belgjaskil milli tvíbura eru þunn eða engin. Lesa meira um belgjaskil hér.

Hér kemur tafla sem sýnir fjölda skoðana sem eru í boði hjá ljósmóður, heimilislækni, fæðingarlækni og fjölda ómskoðana. Þetta á við þegar belgjaskil sjást vel og eru þykk.

Vikur 11-14 16 20 22 26 30 33 34 35 36 37 38
Ljósmóðir x x    x x x x  x  x x  x  x
Fæðingarlæknir x           x     x    
Heilsugæslulæknir x        x              
Ómun x    x   x  x  x      x    

Skimanir

Boðið er upp á fjölda skimana í meðgönguverndinni. Tilgangur þessara skimana er að athuga hvort eitthvað komi í ljós sem gæti haft áhrif á heilsufar móður og barna á meðgöngunni.

Í upphafi meðgöngu er skimað er fyrir blóðleysi, lifrarbólgu B, HIVrauðum  hundum, sárasótt og rauðkornamótefnum. Einnig er skimað fyrir þvagfærasýkingu. Í ákveðnum tilfellum er skimað fyrir meðgöngusykursýki. Þessar skimanir eru gerðar með blóð- og þvagsýnatöku hjá móður.

Boðið er upp á ómskoðanir og aðrar fósturrannsóknir í samstarfi við Fósturgreiningardeild Landsspítalans eða aðrar stofnanir sem sjá um fósturómskoðanir. 

Í 16 vikna skoðun er gert ráð fyrir að skimað sé fyrir þunglyndi og kvíða.

Upplýsingar um réttindi í barneignarferli má finna hér