Fara á efnissvæði

Barnshafandi?

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Helstu einkenni þungunar eru þau að blæðingar stoppa, önnur einkenni geta verið þreyta, ógleði, spenna og eymsli í brjóstum. Ef grunur vaknar um þungun er fyrsta skrefið að fá það staðfest. Ein leið til þess að kanna það er með þungunarprófi. Þau fást í apótekum og sumum matvöruverslunum.

Þungunarpróf

Við þungun myndast hormón (human chorionic gonadotrophin, HCG) í líkamanum sem þungunarprófin skima fyrir í þvagi. Þungunarpróf er áreiðanlegt ef farið er nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem fylgja prófinu. 

Hægt er að kaupa þungunarpróf í næsta apóteki og sumum matvöruverslunum. Almennt eru þau marktæk um tveimur vikum eftir áætlaðan getnað. Einnig getur verið gott að miða við að taka þungunarpróf í vikunni eftir að næstu tíðir hefðu átt að hefjast. Ef ekki er þekkt hvenær næstu blæðingar ættu að byrja er ráðlegt að gera þungunarpróf þremur vikum eftir óvarðar samfarir. 

Tímalengd þungunar er reiknuð frá fyrsta degi síðustu blæðinga uns 12 vikna sónar hefur farið fram og meðgöngulengd staðfest. 

Jákvætt þungunarpróf

Ef þungunarprófið er jákvætt er næstum fullvíst að um þungun sé að ræða en gott er að hringja á sína heilsugæslustöð og panta fyrsta viðtal í meðgönguvernd. Mælt er með að fyrsta viðtal í meðgönguverndinni fari fram við 8-12 vikna meðgöngu.

Neikvætt þungunarpróf

Neikvætt þungunarpróf þýðir ekki alltaf að ekki sé um þungun að ræða. Ef prófið er gert áður en tíðablæðingar áttu að hefjast getur það verið neikvætt þó þungun sé til staðar. Ef grunur er um þungun þrátt fyrir neikvætt próf er gott að endurtaka prófið viku síðar. Ef það er líka neikvætt og tíðablæðingar ekki byrjaðar er mælt með að ræða við lækni.

Staðfesting þungunar

Hægt er að staðfesta þungun í legi í snemmsónar um það bil 7 vikum frá fyrst degi síðustu blæðinga. Tímabókun fer fram með því að hafa samband við stofu kvensjúkdómalækna eða ljósmæðra sem gera snemmsónar.

Ef spurning er um meðgöngulengd, einkenni þungunar eða annað tengt meðgöngunni ætti að ráðfæra sig við ljósmóður eða lækni fljótlega eftir að þungun er staðfest. Ljósmæður á heilsugæslustöðvunum bjóða upp á símatíma, svara spurningum og veita ráðleggingar.

Jákvætt þungunarpróf

Ef þungunarprófið er jákvætt er næstum fullvíst að um þungun sé að ræða en gott er að hringja á sína heilsugæslustöð og panta fyrsta viðtal í meðgönguvernd. Mælt er með að fyrsta viðtal í meðgönguverndinni fari fram við 8-12 vikna meðgöngu.

Neikvætt þungunarpróf

Neikvætt þungunarpróf þýðir ekki alltaf að ekki sé um þungun að ræða. Ef prófið er gert áður en tíðablæðingar áttu að hefjast getur það verið neikvætt þó þungun sé til staðar. Ef grunur er um þungun þrátt fyrir neikvætt próf er gott að endurtaka prófið viku síðar. Ef það er líka neikvætt og tíðablæðingar ekki byrjaðar er mælt með að ræða við lækni.

Staðfesting þungunar

Hægt er að staðfesta þungun í legi í snemmsónar um það bil 7 vikum frá fyrst degi síðustu blæðinga. Tímabókun fer fram með því að hafa samband við stofu kvensjúkdómalækna eða ljósmæðra sem gera snemmsónar.

Ef spurning er um meðgöngulengd, einkenni þungunar eða annað tengt meðgöngunni ætti að ráðfæra sig við ljósmóður eða lækni fljótlega eftir að þungun er staðfest. Ljósmæður á heilsugæslustöðvunum bjóða upp á símatíma, svara spurningum og veita ráðleggingar.

Ráðleggingar og aðstoð

Mælt er með að taka inn fólattöflu (fólasín, fólinsýra, fólín) daglega. Fólat, sem er eitt B-vítamínanna, er nauðsynlegt barnshafandi konum en það minnkar líkur á alvarlegum fósturgöllum á miðtaugakerfi. Mælt er með því að barnshafandi konur taki fólattöflu að minnsta kosti fyrstu 12 vikur meðgöngu. Almennt er ekki er talin þörf á að taka önnur bætiefni á meðgöngu en fólat og D-vítamín.

Mælt er með viðtali við lækni eða ljósmóður sem fyrst ef verðandi foreldri er með sjúkdóm, fjölþætta lyfjagjöf eða annan heilsufarsvanda sem þarfnast sérstakra eftirfylgni.

Ekki er mælt með notkun tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna á meðgöngu. Ef erfiðlega reynist að hætta neyslu tóbaks, áfengis eða vímuefna án aðstoðar, ætti að leita ráða hjá ljósmóður eða lækni á heilsugæslunni sem fyrst.  

Hér er að finna fróðleik um áhrif tóbaksnotkunar á fóstur.

Hér er að finna fróðleik um áhrif áfengisnotkunar á fóstur.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12

Óvelkomin þungun

Ef þungun er óvelkomin er hægt að fá ráðgjöf á heilsugæslunni hjá lækni eða ljósmóður eða móttökudeild kvenna Landspítala. Í þessum sporum er íhugað hvaða mögulegar eru í stöðunni. Hvaða stuðningur er til staðar til að ganga með og ala upp barn, er möguleiki á að gefa barn til ættleiðingar eða er óskað eftir að rjúfa þungunina. 

Á Íslandi er löggjöf sem heimilar að enda þungun fram að lokum 22. viku. Þungunarrof skal ætíð framkvæma eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12 viku þungunar, því er ráðlegt að bíða ekki með að fá ráðgjöf frá fagfólki.

Enda þungun

Ef þungun sem hefur verið staðfest með þungunarprófi er óæskileg og óskað er eftir að enda þungun er hægt að hringja í símsvara kvennadeildar í síma 543-3600 og leggja inn skilaboð. Taka skal fram nafn, kennitölu og símanúmer.

Í kjölfarið er sendur spurningalisti í Landspítala appið og fræðsluefni í gegnum Heilsuveru. Þegar búið er að svara spurningalista og lesa fræðsluefni er hægt að hringja í móttöku kvennadeildar og óska eftir tíma. Hægt er að bóka tíma virka daga frá 8:00-16:00 í síma 543-3224 og 543-3266.