Fara á efnissvæði

Val á fæðingarstað

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Val á fæðingarstað er mikilvæg ákvörðun fyrir hverja konu. Því er gott að byrja snemma að velta fyrir sér þeim möguleikum sem eru fyrir hendi. Ákvörðunin ætti að byggja á góðum og réttum upplýsingum.

Hægt er að fæða heima, á ljósmæðrastýrðri einingu eða á sjúkrahúsi. Hver og einn þessara valmöguleika er almennt öruggur kostur til fæðingar. Endanleg niðurstaða um fæðingarstað er byggð á einstaklingsbundnum þörfum, áhættuþáttum og búsetu.

Ákveðin heilsufarsvandamál, fylgikvillar eða áhættuþættir á meðgöngu sem geta haft áhrif á fæðinguna, heilsu móður eða barns. Í þeim tilvikum er betri kostur að fæða á sjúkrahúsi. Þar eru sérfræðingar til staðar ef þörf er á sérhæfðri meðferð og þjónustu í fæðingunni.

Ljósmóðir í meðgönguvernd veitir upplýsingar sem geta hjálpað við að taka ákvörðun um fæðingarstað. Mikilvægt er að velja stað sem verðandi móðir er sátt við. Hægt er að skipta um skoðun hvenær sem er á meðgöngunni.

Fæðingarheimili Reykjavíkur

Fæðing í fæðingarstofu þar sem ljósmæður starfa.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða á Fæðingarheimili Reykjavíkur ef:

  • Þú vilt fá persónulega þjónustu frá ljósmæðrum sem þekkja þig og þínar óskir
  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án áhættuþátta
  • Fæðing hefst þegar meðgöngulengd er milli 37-42 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur.

  • Foreldrar sem stefna að því að fæða á Fæðingarheimilinu stendur til boða meðgönguvernd hjá ljósmóður sem hefst við 34 vikna meðgöngu
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Það getur þurft að flytja þig á sjúkrahús ef það koma upp frávik í fæðingunni eða þörf er á meiri stuðningi í eða eftir fæðingu fyrir þig eða barnið
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, nálastungur, TENS, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er ekki notuð á Fæðingarheimili Reykjavíkur
  • Bjóða upp á heimaþjónustu í sængurlegu fyrstu 10 dagana eftir fæðingu
  • Bjóða upp á námskeið til að undirbúa fæðingu og fyrstu dagana eftir fæðingu á íslensku, ensku og pólsku

Vefsíða Fæðingarheimilis Reykjavíkur.

Fæðingarstofa hjá Björkinni

Fæðing í fæðingarstofu þar sem ljósmæður starfa.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða í Fæðingarstofu Bjarkarinnar ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er á milli 37-42 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu í fæðingarstofu hjá Björkinni.

  • Þú nýtur umönnunar sömu ljósmæðra meðan á fæðingunni stendur og hafa fylgt þér og maka/fjölskyldu þinni frá 34. vikna meðgöngu
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Það er síður líklegt að þú þurfir aðstoð með inngripum eins og sogklukku eða töng
  • Það getur þurft að flytja þig á sjúkrahús ef það koma upp frávik í fæðingunni eða þörf er á meiri stuðningi í eða eftir fæðingu fyrir þig eða barnið
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, TENS, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er ekki notuð á fæðingarstofu Bjarkarinnar
  • Gert er ráð fyrir að fjölskyldan fari heim 4-6 klst. eftir fæðingu
  • Ljósmæðurnar sem tóku á móti barninu fylgja ykkur áfram heima fyrstu dagana eftir fæðingu

Vefsíða fæðingarstofu Bjarkarinnar

Fæðingarvakt Landspítala

Sérhæfð fæðingardeild þar sem ljósmæður, fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa.

Aðgangur er að skurðstofu allan  sólarhringinn.

Sérhæfð þjónusta nýburalækna og hjúkrunarfræðinga er í til staðar fyrir nýbura allan sólarhringinn.

Allar konur geta valið að fæða á fæðingarvakt Landspítala.

Í eftirfarandi tilvikum er eindregið mælt með að fæða á fæðingarvakt Landspítala:

  • Ef fæðing fer af stað fyrir 34 vikur
  • Ef þú gengur með fjölbura
  • Ef barnið er í sitjandi stöðu
  • Ef þú hefur ákveðin heilsufarsvandamál
  • Það hafa komið upp fylgikvillar eða áhættuþættir á meðgöngu sem gætu haft áhrif á fæðinguna, heilsu þína eða barnsins

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á Landspítala

  • Ljósmæður leiða umönnun kvenna í eðlilegri fæðingu
  • Það má gera ráð fyrir að fleiri en ein ljósmóðir geti komið að umönnun þinni í fæðingunni
  • Á fæðingarvaktinni dvelja konur meðan á fæðingu stendur og í u.þ.b. tvo tíma eftir fæðingu.
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, nudd, TENS, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er hægt að fá ef þú óskar eftir því
  • Að lokinni dvöl á fæðingarvakt er farið á meðgöngu- og sængurlegudeild þar sem dvalið er í 4-72 klukkustundir
  • Ekki er hægt að tryggja að maki þinn geti verið með þér allan tímann á sængurlegudeild
  • Að lokinni dvöl á meðgöngu-og sængurlegudeild geta flestir útskrifast í heimaþjónustu ljósmæðra
  • Heimsóknir barna og annarra eru takmarkaðar 

Vefsíða fæðingarvaktar Landspítala

Fæðingardeild HVE Akranesi

Fæðingardeild þar sem ljósmæður og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa.

Aðgangur er að skurðstofu allan  sólarhringinn.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða á fæðingardeild sjúkrahússins á Akranesi ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án alvarlegra áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er a.m.k. 37 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á HVE Akranesi

  • Ljósmæður leiða umönnun kvenna í eðlilegri fæðingu
  • Það má gera ráð fyrir að fleiri en ein ljósmóðir geti komið að umönnun þinni í fæðingunni
  • Á fæðingardeildinni dvelja konur meðan á fæðingu stendur og það er misjafnt hve langan tíma konur dvelja á fæðingardeildinni eftir fæðingu
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er hægt að fá ef þú óskar eftir því
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka fyrsta sólarhringinn eftir fæðinguna
  • Að lokinni fæðingu flyst fjölskyldan á sængurlegustofu þar sem hún dvelur á meðan á sængurlegunni stendur
  • Að lokinni dvöl á sængurlegustofu geta flestar fjölskyldur útskrifast í heimaþjónustu ljósmæðra

Vefsíða fæðingardeildar HVE Akranesi

Fæðingardeild HVEST Ísafirði

Fæðingardeild þar sem ljósmæður starfa.

Aðgangur að skurðstofu allan sólarhringinn.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða á fæðingardeild HVEST á Ísafirði ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án alvarlegra áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er a.m.k. 37 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á HVEST Ísafirði

  • Þú nýtur umönnunar sömu ljósmæðra meðan á fæðingunni stendur og hafa fylgt þér og maka þínum á meðgöngu
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, nálastungur, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfing er ekki framkvæmd á fæðingardeild HVEST Ísafirði
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Að lokinni fæðingu flyst fjölskyldan gjarnan á sængurlegustofu þar sem hún getur dvalið að vild eða notið þjónustu ljósmóður í heimahúsi

Vefsíða fæðingardeildar HVEST Ísafirði

Fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri

Sérhæfð fæðingardeild þar sem ljósmæður og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa.

Aðgangur er að skurðstofu allan sólarhringinn.

Þjónusta barnalækna og hjúkrunarfræðinga er til staðar allan sólarhringinn.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Allar konur geta valið að fæða á sjúkrahúsinu á Akureyri en meðgangan þarf að hafa náð 34 vikum.

Í eftirfarandi tilvikum er eindregið mælt með að fæða á sjúkrahúsi Akureyrar ef:

  • Fæðing fer af stað eftir 34. viku meðgöngu
  • Þú gengur með fjölbura
  • Barnið er í sitjandi stöðu
  • Ákveðin heilsufarsvandamál eru til staðar
  • Fylgikvillar eða áhættuþættir hafa komið upp á meðgöngu sem gætu haft áhrif á fæðinguna, heilsu þína eða barnsins

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á Sjúkrahúsinu á Akureyri

  • Ljósmæður leiða umönnun kvenna í eðlilegri fæðingu
  • Það má gera ráð fyrir að fleiri en ein ljósmóðir geti komið að umönnun þinni í fæðingunni
  • Á fæðingardeildinni dvelja konur meðan á fæðingu stendur og það er misjafnt hve langan tíma konur dvelja á fæðingardeildinni eftir fæðingu
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er hægt að fá ef þú óskar eftir því
  • Að lokinni dvöl á fæðingu flyst fjölskyldan gjarnan á meðgöngu- og sængurlegudeild þar sem hún dvelur í um 4-72 klukkustundir
  • Ekki er hægt að tryggja að maki þinn geti verið með þér allan tímann í sængurlegunni
  • Að lokinni dvöl á meðgöngu-og sængurlegudeild geta flestar fjölskyldur útskrifast í heimaþjónustu ljósmæðra

Vefsíða fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri

Fæðingardeild HSA Neskaupstað

Fæðingardeild þar sem ljósmæður starfa.

Aðgangur að skurðstofu allan sólarhringinn.

Aðgangur að þjónustu á fæðingardeild sjúkrahúss Akureyrar

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða á fæðingardeild sjúkrahússins á Neskaupstað ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án alvarlegra áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er a.m.k. 37 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á HSA Neskaupstað

  • Þú nýtur umönnunar sömu ljósmæðra meðan á fæðingunni stendur og hafa fylgt þér og maka þínum á meðgöngu
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er hægt að fá ef þú óskar eftir því
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Að lokinni fæðingu flyst fjölskyldan gjarnan á sængurlegustofu
  • Að lokinni dvöl á sængurlegustofu geta margar fjölskyldur útskrifast í heimaþjónustu ljósmæðra

Vefsíða fæðingardeildar HSA Neskaupstað

Fæðingardeild HSU Selfossi

Fæðingardeild þar sem ljósmæður starfa.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða á fæðingardeild sjúkrahússins á Selfossi ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án alvarlegra áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er a.m.k. 37 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á HSU Selfossi

  • Það má gera ráð fyrir að fleiri en ein ljósmóðir geti komið að umönnun þinni í fæðingunni
  • Heilsugæslulæknir er til staðar ef á þarf að halda
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfing er ekki framkvæmd á fæðingardeild HSU Selfossi
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Að lokinni fæðingu flyst fjölskyldan gjarnan á sængurlegustofu þar sem hún dvelur á meðan á sængurlegunni stendur
  • Að lokinni dvöl á sængurlegustofu geta flestar fjölskyldur útskrifast í heimaþjónustu ljósmæðra

Vefsíða fæðingardeildar HSU Selfossi

Fæðingardeild HSS Reykjanesbæ

Fæðingardeild þar sem ljósmæður starfa.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða á fæðingardeild HSS Reykjanesbæ ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án alvarlegra áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er a.m.k. 37 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi fæðingu á HSS Reykjanesbæ

  • Það má gera ráð fyrir að fleiri en ein ljósmóðir geti komið að umönnun þinni í fæðingunni
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfing er ekki framkvæmd á fæðingardeild HSS Reykjanesbæ
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Að lokinni fæðingu flyst fjölskyldan gjarnan á sængurlegustofu þar sem hún dvelur á meðan á sængurlegunni stendur
  • Að lokinni dvöl á sængurlegustofu geta flestar fjölskyldur útskrifast í heimaþjónustu ljósmæðra

Vefsíða fæðingardeildar HSS Reykjanesbæ

Að fæða heima

Ljósmæður sinna heimafæðingum.

Aðgangur er að fæðingarþjónustu á nálægu sjúkrahúsi og/eða að fæðingarþjónustu Landspítala.

Þú getur valið að fæða heima ef:

  • Þú ert hraust og meðgangan hefur verið án áhættuþátta
  • Meðgöngulengdin er á milli 37-42 vikur
  • Þú gengur með eitt barn sem er í höfuðstöðu

Gott að hafa í huga varðandi heimafæðingu

  • Þú ert í umhverfi sem þú þekkir, þar sem þú slakar e.t.v. betur á og því líklegra að þér gangi betur að vinna þig í gegnum hríðarnar
  • Þú nýtur umönnunar sömu ljósmæðra meðan á fæðingunni stendur og hafa fylgt þér og maka þínum frá 34. vikna meðgöngu
  • Maki þinn getur verið með þér allan tímann, líka eftir fæðinguna
  • Þú þarft ekki að fara frá eldri börnum á meðan ef þú átt þau
  • Það er síður líklegt að þú þurfir aðstoð með inngripum eins og sogklukku eða töng
  • Það getur þurft að flytja þig á sjúkrahús ef það koma upp frávik í fæðingunni eða þörf er á meiri stuðningi í eða eftir fæðingu fyrir þig eða barnið
  • Þú getur notað bjargráð eins og bað, fæðingarlaug, nudd, TENS, heita og kalda bakstra og allar þær slökunaraðferðir sem þér líkar og þú þekkir
  • Mænurótardeyfingu er ekki notuð heima
  • Ljósmæðurnar sem tóku á móti barninu heima fylgja ykkur áfram fyrstu dagana eftir fæðingu

Á vefsvæði Ljósmæðrafélags Íslands má finna lista yfir ljósmæður sem taka að sér heimafæðingar. Ekki er víst að listinn sé tæmandi en ljósmóðir í mæðravernd getur líka aðstoðað við að finna ljósmóður til að sinna heimafæðingu.