Fara á efnissvæði

Upplifun fæðingar

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Að eignast barn er stór viðburður í lífi fólks. Flestir sjá fæðingu barns fyrir sér sem gleðilega stund og gjarnan fylgir fréttum af fæðingu að móður og barni heilsist vel. Upplifun móður á því sem gerist í fæðingu getur verið einhver sú áhrifamesta í hennar lífi. 

Langoftast er upplifun foreldra af fæðingu jákvæð. Ekki eiga allir foreldrar góðar minningar um fæðinguna þrátt fyrir að hafa eignast heilbrigt barn. Sumir upplifa fæðinguna á neikvæðan hátt og eiga erfitt með að hugsa eða tala um hana. 

Í fyrstu er eðlilegt að hugsa oft til baka um nýafstaðna fæðingu. Suma dreymir jafnvel atburðarrásina eða endurupplifa hluta af fæðingunni. Þetta er eðlilegur þáttur í að vinna úr reynslu, ekki síst ef upplifunin er neikvæð. Slíkar hugsanir og endurupplifanir hafa oft fallið í ákveðinn farveg og eru ekki truflandi þegar frá líður. Séu þær enn til staðar þegar sex vikur eru liðnar frá fæðingu og hafa slæm áhrif á líðan er ráðlegt að ræða það við heilbrigðisstarfsfólk.

Ljósmæður í mæðravernd í heilsugæslu bjóða þeim sem vilja að koma til að ræða upplifun fæðingar. Þá er meðal annars farið yfir gang fæðingar og leitað svara við þeim spurningum og vangaveltum sem upp kunna að koma. Gott er að samtal sé um það bil 6 vikum eftir fæðingu en það er alltaf velkomið að panta tíma á heilsugæslunni hjá sinni ljósmóður. 

Finna næstu heilsugæslu hér