Fara á efnissvæði Tannhirða fólks með fötlun | Heilsuvera
Fara á efnissvæði

Tannhirða fólks með fötlun

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Einstaklingar með fötlun eru í grunninn með jafngóðar tennur og hver annar en munnsjúkdómar eru algengari í þeirra hópi. Þar hefur til dæmis lyfjataka áhrif en sum lyf þurrka upp munninn og önnur geta aukið líkur á tannholdsbólgu. Tannhirða fatlaðra er því sérlega mikilvæg. Sumir fatlaðir geta séð sjálfir um tannhirðu sína en mun algengara er að þeir þurfi aðstoð við hana. Fötluð börn þurfa aðstoð lengur en ófötluð. Á myndbandinu hér að neðan eru góð ráð við tannhirðu fólks með fötlun.

Upplýsingar um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands má finna hér