Fara á efnissvæði

Tannhirða barna

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Foreldrar og aðrir umönnunaraðilar (dagforeldrar og leikskólar) gegna lykilhlutverki í tannvernd barna og verða að kunna réttu handtökin við tannhirðu barna. Það er mest undir foreldrum eða umönnunaraðilum komið hvort börn vaxi úr grasi með heilar tennur eða skemmdar. Umönnunaraðilar bera ábyrgð á því hvað og hvenær börnin borða og tannhirðu þeirra. Þessi tvö atriði eru lykilatriði í að halda tönnum heilum.

Ungbörn

Huga þarf vel að tannhirðu hvort sem börn eru alin á brjóstamjólk eða þurrmjólk. Góð tannhirða er nauðsynleg og barnatennurnar verður að hreinsa þó ekki sé það alltaf auðvelt. Best er að yngstu börnin séu vel skorðuð í útafliggjandi stöðu, t.d. á skiptiborði eða í fangi foreldris. Notið lítið af flúortannkremi, eða magn sem svarar til ¼ af nögl litla fingurs barnsins, því að barnið kyngir því tannkremi sem fer upp í það.

Munnvatnsframleiðsla er í lágmarki að nóttu til sem eykur til muna hættu á tannskemmdum ef aðgát er ekki höfð varðandi tannhirðu barns. Því er mikilvægt að bursta tennur fyrir nóttina. Þegar börn fara að sofa einn daglúr er gott að bursta tennurnar fyrir daglúrinn.

Aldrei ætti að gefa barni hreina ávaxtasafa eða aðra sæta drykki í pela, hvorki á nóttu né degi, því að sykurinn skemmir tennurnar og ávaxtasýra eyðir tannglerungi. Mjólk og vatn er það eina sem gefa á börnum að drekka úr pela. Sætindi má ekki setja á snuðið því að sykruð fæða, bæði matur og drykkur, skemmir tennur barnsins. Barn sem ekki þekkir neitt annað en hreint snuð biður ekki um annað.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem kennir munnhirðu barna yngri en 3ja ára.

Leikskólaaldurinn

Tannburstun

Barnatennur er nauðsynlegt að bursta að lágmarki tvisvar á dag, eftir morgunverð og fyrir svefn hvort sem um er að ræða daglúrinn eða nætursvefninn. 

Börn á leikskólaaldri þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun. Börn yngri en sex ára eiga ekki að skammta tannkrem á burstann.

Hæfilegt magn tannkrems á burstann er sem samsvarar nöglinni á litla fingri barnsins. 

Flúorinnihald tannkremsins er hæfilegt 1000-1350 ppm F.

Tannþráður

Tannburstinn nær ekki að hreinsa flötinn á milli tannanna. Þann flöt er nauðsynlegt að hreinsa með tannþræði. Hæfilegt að er hefja notkun tannþráðar við 3ja ára aldurinn. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin með tannþráðinn.

Hér neðar á síðunni má sjá myndband um tannhirðu 3ja til 6 ára barna.

Grunnskólaaldurinn

Tannburstun

Bursta þarf tennurnar að lágmarki tvisvar á dag í tvær mínútur í senn og nota tannkrem með mildu bragði og ráðlögðum flúorstyrk. 

Best er að bursta eftir morgunverð og fyrir svefninn. Flúorinn virkar lengur á tennurnar ef munnurinn er ekki skolaður eftir tannburstun, það nægir að skyrpa.

Frá 6 ára aldri má nota flúortannkrem ætlað fullorðnum (1350-1500 ppm F). Hæfilegt magn er 1cm af tannkremi.

Flest börn þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun til 10-12 ára aldurs.

Flúorskolun

Þar sem tannskemmdir hjá grunnskólabörnum eru algengar er mælt með reglulegri flúorskolun tanna með 0,2% NaF munnskoli, frá 6 ára aldri. Flúorskolið herðir glerung tannanna og minnkar líkur á tannskemmdum.

Gott er að venja sig á að nota alltaf sama vikudaginn til flúorskolunar. Best er að skola eftir tannburstun og hafa vökvann í munninum í 1 mínútu að lágmarki og spýta svo í vaskinn. Til að ná sem bestri virkni er gott að borða ekki eða drekka í klukkustund á eftir. 

  • 6-9 ára skola með 5ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku
  • 10-16 ára skola með 10ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku

Hér neðar á síðunni má sjá myndband um tannhirðu 6 - 12 ára barna.

Ungbörn

Huga þarf vel að tannhirðu hvort sem börn eru alin á brjóstamjólk eða þurrmjólk. Góð tannhirða er nauðsynleg og barnatennurnar verður að hreinsa þó ekki sé það alltaf auðvelt. Best er að yngstu börnin séu vel skorðuð í útafliggjandi stöðu, t.d. á skiptiborði eða í fangi foreldris. Notið lítið af flúortannkremi, eða magn sem svarar til ¼ af nögl litla fingurs barnsins, því að barnið kyngir því tannkremi sem fer upp í það.

Munnvatnsframleiðsla er í lágmarki að nóttu til sem eykur til muna hættu á tannskemmdum ef aðgát er ekki höfð varðandi tannhirðu barns. Því er mikilvægt að bursta tennur fyrir nóttina. Þegar börn fara að sofa einn daglúr er gott að bursta tennurnar fyrir daglúrinn.

Aldrei ætti að gefa barni hreina ávaxtasafa eða aðra sæta drykki í pela, hvorki á nóttu né degi, því að sykurinn skemmir tennurnar og ávaxtasýra eyðir tannglerungi. Mjólk og vatn er það eina sem gefa á börnum að drekka úr pela. Sætindi má ekki setja á snuðið því að sykruð fæða, bæði matur og drykkur, skemmir tennur barnsins. Barn sem ekki þekkir neitt annað en hreint snuð biður ekki um annað.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem kennir munnhirðu barna yngri en 3ja ára.

Leikskólaaldurinn

Tannburstun

Barnatennur er nauðsynlegt að bursta að lágmarki tvisvar á dag, eftir morgunverð og fyrir svefn hvort sem um er að ræða daglúrinn eða nætursvefninn. 

Börn á leikskólaaldri þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun. Börn yngri en sex ára eiga ekki að skammta tannkrem á burstann.

Hæfilegt magn tannkrems á burstann er sem samsvarar nöglinni á litla fingri barnsins. 

Flúorinnihald tannkremsins er hæfilegt 1000-1350 ppm F.

Tannþráður

Tannburstinn nær ekki að hreinsa flötinn á milli tannanna. Þann flöt er nauðsynlegt að hreinsa með tannþræði. Hæfilegt að er hefja notkun tannþráðar við 3ja ára aldurinn. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin með tannþráðinn.

Hér neðar á síðunni má sjá myndband um tannhirðu 3ja til 6 ára barna.

Grunnskólaaldurinn

Tannburstun

Bursta þarf tennurnar að lágmarki tvisvar á dag í tvær mínútur í senn og nota tannkrem með mildu bragði og ráðlögðum flúorstyrk. 

Best er að bursta eftir morgunverð og fyrir svefninn. Flúorinn virkar lengur á tennurnar ef munnurinn er ekki skolaður eftir tannburstun, það nægir að skyrpa.

Frá 6 ára aldri má nota flúortannkrem ætlað fullorðnum (1350-1500 ppm F). Hæfilegt magn er 1cm af tannkremi.

Flest börn þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun til 10-12 ára aldurs.

Flúorskolun

Þar sem tannskemmdir hjá grunnskólabörnum eru algengar er mælt með reglulegri flúorskolun tanna með 0,2% NaF munnskoli, frá 6 ára aldri. Flúorskolið herðir glerung tannanna og minnkar líkur á tannskemmdum.

Gott er að venja sig á að nota alltaf sama vikudaginn til flúorskolunar. Best er að skola eftir tannburstun og hafa vökvann í munninum í 1 mínútu að lágmarki og spýta svo í vaskinn. Til að ná sem bestri virkni er gott að borða ekki eða drekka í klukkustund á eftir. 

  • 6-9 ára skola með 5ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku
  • 10-16 ára skola með 10ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku

Hér neðar á síðunni má sjá myndband um tannhirðu 6 - 12 ára barna.

Tannhirða barna yngri en þriggja ára
Tannhirða barna 3ja til 6 ára
Tannhirða barna 6 til 12 ára
Tannbursta klukkan

Upplýsingar um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands má finna hér