Ýmis tæki og tól eru gagnleg við tannhirðu. Það einstaklingsbundið hvað hentar hverjum en mikilvægt er að kunna að nota áhöldin rétt.
Hefðbundinn tannbursti
Mælt er með því að nota tannbursta með þéttum mjúkum hárum. Á myndbandinu má sjá hvernig réttu handtökin eru með hefðbundnum tannbursta.
Rafmagnstannbursti
Rafmagnstannbursti getur verið góður til tannhirðu en mikilvægt er að beita honum rétt. Í myndbandinu má sjá hvernig það er gert.
Millitannbursti
Burstar sem ætlaðir eru til að bursta á milli tanna henta líka vel til að bursta á milli brúarliða og tannplanta. Sjáðu réttu handtökin á myndbandinu.
Tannþráður
Tannburstinn nær ekki að hreinsa þá fleti tannarinnar sem liggja upp að annarri tönn. Þar kemur tannþráðurinn til sögunnar. Mælt er með því að hreinsa með tannþræði á milli tanna að lágmarki einu sinni á dag.