Fara á efnissvæði

Reglubundið eftirlit

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Reglubundið eftirlit eykur líkur á heilbrigði tanna.

Það er mjög einstaklingsbundið hversu oft fólk þarf að fara til tannlæknis í eftirlit. Það fer meðal annars eftir neyslumynstri fólks, ástandi tanna, tannhirðu og erfðum. Metið er í samstarfi við tannlækni hversu oft þarf að koma í eftirlit. Sumir þurfa að koma á 6 mánaða fresti á meðan öðrum dugar að koma á 2ja ára fresti. Þungaðar konur ættu að fara í eftirlit hjá tannlækni á meðgöngunni þar sem aukin áhætta er á tannskemmdum og tannholdsbólgum á meðgöngu. 

Í reglubundnu eftirliti eru oft teknar röntgenmyndir af tönnum til að leita að byrjandi skemmdum á milli tanna og skoða ástand tannbeinsins. Tannsteinn er gjarnan hreinsaður, borinn flúor á tennurnar og tannlæknirinn gefur góð ráð ef þörf er á.